Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 43
Kristín Sunna lagði mikla áherslu á sníðagerð og segir línuna hafa að miklu leyti snúist um form og línur. „Efnin eru þung, bæði kon- ungleg og framúrstefnuleg og svolítið eins og úr öðrum heimi. Hlut- föllin eru ósymmetrísk.“ Kristín segir inn- blástur hafa sprottið út frá laginu Moby með Honey (Lulu Rouge Remix), en hún skissaði alla línuna undir því lagi sem skapaði ákveðna stemn- ingu og þema í lín- unni. Hún vann aðallega með pastelliti og saum- aði í saumana til þess að ýkja línur. Áhersla á form og línur KRISTÍN SUNNA SVEINSDÓTTIR „Ég byrjaði á því að búa mér til ákveðinn karakter sem ég vann út frá. Sú týpa er fyndin, vandræðalegur skrif- stofukarakter og þaðan er ég að nýta mér ákveðna þætti úr hefðbundnum klæðnaði,“ segir Helga Lára sem vann línuna að hluta til beint í efni. „Ég „drapeaði.“ hefðbundnar flíkur og út frá því urðu til allskonar ólík form. Mér finnst mikilvægt að vera trú því sem kemur út úr slíkri vinnu því þar verða til áhugaverð form.“ Helga notaði fekar hefðbundin efni eins og tweed og ull sem hún svo blandaði saman við nælon. „Nælon er efni sem teygist mikið á meðan ullin haggast eiginlega ekki og ég spila svolítið með þann mismun. Ég er líka að sauma ofan í tweed-efnið með allskonar ullargarni og búa til nýtt munstur úr tweed-munstrinu sem er í grunninum en vera samt trú hefð- bundna tweed-efninu.“ HELGA LÁRA HALLDÓRSDÓTTIR Býr til nýtt munstur úr tweed-munstrinu „Í línunni er ég að leita að eitthverskonar nýjum kynþokka. Ég er að pæla í hliðum kvenleikans og andstæðum karlmennsku og kvenleika,“ segir Ingi- björg og bætir við að efnin sem hún notar í línunni séu mjög ólík og þar komi sterkt fram þessi leikur með and- stæður. Hún prófaði nýjungar í textílvinnu, óf, prentaði og prófaði að blanda saman óhefðbundnum efnum. „Textíllinn er því frekar í aðahlutverki. Ég er að taka hefðbundnar, karl- mannlegar flíkur og út- færa þær á nýjan hátt.“ INGIBJÖRG ÍRIS ÁSGEIRSDÓTTIR Andstæður karl- mennsku og kvenleika 26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 Elsa Vestmann skapaði sér ákveðna ímynd eða músu sem veitti henni innblástur við gerð línunnar. „Þessi týpa er rosalega sjálfsörugg og svöl. Hún er í skærum litum og áberandi fatn- aði. Hún er bæði djörf og skemmtileg.“ Elsa lék sér með geometrísk form við gerð línunnar. „Ég vann með silki og fleiri lúxusefni en sniðin minna meira á vinnu- galla í bland við lúxus-kvöld- klæðnað. ELSA VESTMANN KJARTANSDÓTTIR Vinnugallar í bland við lúxus- kvöldklæðnað Halldóra Sif sótti inn- blástur frá Japan við gerð lín- unnar og vann með náttúruleg efni, til að mynda leður, sirki og ull. „Ég nota geometrísk form, bæði í sniðum og í printum. í sníðagerð notast ég við japanska sníðatækni. Sniðin eru svolítið látlaus og minna svolítið á kimono en ég lagði ríka áherslu á litasamsetningu og munst- ur.“ HALLDÓRA SIF GUÐLAUGSDÓTTIR Rík áhersla á litasamsetningu og munstur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.