Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 B laða og fréttamenn eru kappsamt fólk og metnaðargjarnt í starfi sínu. Ekki er þar með gefið í skyn að slík lýsing geti ekki átt við marga aðra. En fjöl- miðlun og þá ekki síst fréttatengdur þáttur hennar kallar á fyrrnefnda eig- inleika. Núið er þín eilífð Viðfangsefnin eru ný, ekki aðeins frá mánuði til mán- aðar eða viku til viku, heldur frá degi til dags. Þau bjóða upp í dans og bíða ekki svars. Stundum lifir verkefnið daginn, örsjaldan aðeins lengur. En tími fjölmiðlamanna er augnablikið. Klukk- an er mikilvægari en almanakið og sekúnduvísirinn en sá litli. Vinnuskilyrði fjölmiðlanna eru skrítin fyr- irbæri. Vond tíðindi geta verið góð „frétt“. Þegar frétta- heimurinn allur er skannaður eins og gert er oft á dag verður ekki betur séð en að vondu tíðindin séu uppi- staðan í góðu fréttunum. Þannig er það, því miður. Þeir þrír sem tilræðisbræður myrtu í maraþonhlaupi í Bost- on og þeir sem voru limlestir eru margfalt meira fréttaefni en þúsundirnar sem komu móðar í mark. Húsið, sem kveikt er í og brennur til kaldra kola, fær um sig feita frétt, en ekki öll hin sem eftir standa, þótt innan þeirra allra geymist mikil saga. Fjölmiðlungur þarf að koma frá sér frétt, fréttaskýringu, viðtali eða einhverju efni sem er sambland af öllu þessu og fær lít- ið svigrúm og ósveigjanlegt. „Dauðalínan“ er dregin. Ekki bara í dagslok, heldur meira eða minna allan lið- langan daginn. Hver er galdurinn? Að hverju beinist metnaðurinn og kappið? Koma frá sér kláru efni, fljótt og vel, er hið einfalda svar. Það þarf að standast skoðun, vera aðgengilegt og aðlað- andi, upplýsandi og beina sjónum undir yfirborðið. Og það má gjarnan vera frétt með stóru F. Skúbbið sjálft. En skúbb eru fágæti eins og þrjátíu punda laxar. En verkefnin eru óþrjótandi þótt ekkert sé skúbbið. Tími og rúm setja þröngar skorður. Mörgu fróðlegu, jafnvel fréttnæmu, verður að sleppa. Það er ekki minnsti vandinn að ákveða hverju skuli sleppt. En mestu varðar að kunna að afla fanga. Efnið kemur allt að utan. Gagnsæi og upplýsingagjöf eru núorðið hástefin í flestum stefnuyfirlýsingum, jafnt ríkja, flokka, stofn- ana og fyrirtækja. En það þarf að bera sig eftir frétta- björginni og ekki gína við öllu því sem haldið er að mönnum. Stundum þarf að ganga fast fram gagnvart þeim sem ætlast má til að veiti upplýsingar og sinni eðlilegum kröfum þeirra sem afla frétta. En það leyfist ekki allt. Reyndur maður getur vissulega getið í eyður af miklu öryggi. En það þarf að stilla sig mjög og í und- antekningartilvikunum má það ekki fara fram hjá hlustanda eða lesanda að verið sé að draga líklegar ályktanir af því sem fyrir liggur. Hver ákveður gildin? Fjölmiðlar draga sjálfir sín mörk. Áskriftarmiðlar búa við ríkt aðhald sinna lesenda. Í fjölmennum löndum eru fjölmiðlar flokkaðir í vandaða og óvandaða og er það gert með óformlegum heitum. Sumir hinna „óvönduðu“ líta einkunnagjöfina öðrum augum. Það séu einmitt þeir sem „þori“ þegar þessir vönduðu lúta margvíslegum þrýstingi. En aðrir gefa á móti lítið fyrir sjálfshólið. Dirfskan felist einkum í því að geta ekki heimildarmanna, þegar þeir nái ekki máli eða séu á nippinu að vera til. Slegið sé upp óstaðfestum kjafta- sögum í þeirri von að uppslátturinn kreisti út nægilega margt í framhaldinu sem „staðfesti“ sannleiksgildi frá- sagnarinnar. Skaðinn, sem slíkt verklag og óheiðarleiki kann að valda, er svo sagður fórnarkostnaður í frétta- þágu. Þeir fjölmiðlar, sem sjálfir a.m.k. skilgreina sig sem vandaða og varfærna, komast þó aldrei alveg hjá því að misstíga sig og stöku sinnum að verða alvarlega á í sinni messu. En þeim er ekki sama. Sá er munurinn. Upphafnir fjölmiðlar Stundum hefja menn fréttahlið fjölmiðla upp í efstu hillu tilverunnar. Þeir eru sagðir vera fjórða valdið og þar með fjórða greinin á stofninum stóra sem heldur uppi krónu lýðræðisskipulagsins. Þetta hljómar ekki illa, en er þó sennilega ofsagt. Hinar greinarnar þrjár eru löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dóms- valdið. Kjósendur geta sveiflað löggjafarvaldinu til ekki sjaldnar en fjórða hvert ár. Löggjafarvaldið þykist vera og er meira en það nafn eitt gefur til kynna. Það telur sig eiga að halda framkvæmdavaldinu við efnið. Og dómsvaldið telur sig, með réttu, bært til þess að halda aftur af framkvæmdavaldinu og reyndar einnig löggjafarvaldinu slysist systurgreinarnar til að ganga lengra í sínum ákvörðunum en stjórnarskráin leyfir. Dómsvaldið verður eiginlega að gæta sín best á því að fara ekki offari með sitt vald, því hinum greinunum tveimur er beinlínis bannað að veita dómsvaldinu að- hald. Nýlega var það sjónarmið reifað að eftirlitið með því að dómsvaldið hagi sér rétt liggi einmitt hjá fjórða valdinu, fjölmiðlunum. Það stendur hvergi skrifað, nema í þeim leiðara. Fjölmiðlavald Það er ekki hollt fyrir fjölmiðil að líta svo á að hann hafi vald á borð við þá, sem stjórnarskráin hefur veitt það. Utanaðkomandi aðilar mega hafa slíka skoðun, en ekki hann sjálfur. Og enn verra væri þá næsta skrefið: Að gangast upp í því að hann hafi slíkt vald. Þá er orðið stutt í misnotk- unina, eins og dæmin sanna. Ekki þykir keppikefli að hinar þrískiptu valdgreinar stundi valddreifingu. Framkvæmdavaldið endar hjá ráðherra og eftir atvik- um ríkisstjórn. (Að vísu hefur vald ráðherra minnkað mikið síðustu ár og áratugi. Hluti þess hefur verið færður til svonefndra „fagaðila“ og þykir fínt. Sú þróun er andlýðræðisleg og gæti í sinni verstu mynd reynst Sagan og úrvalsvín þurfa tíma til að ná áttum og keim – nettröll bjóða fólki illa bruggaðan hroða sem því helst ekki á * Eftir bankafallið tóku nokkriraðalleikarar þess sviðs og ör-lagavaldar sig saman um að fjár- magna „fræðimenn“ og almanna- tengla sem höfðu sig í kjölfarið í frammi í fjölmiðlum. Þeir kumpánar höfðu ótrúlegan gagnrýnislausan að- gang að einmitt þeim þeirra sem gert er að lögum að gæta sín best. Reykjavíkurbréf 24.04.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.