Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 45
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 varasöm.) Löggjafarvaldið er eitt um sína hitu. Og hjá dómsvaldinu endar allt hjá íslenskum Hæstarétti og þannig vilja menn hafa það. „Fjórða valdið“ er önnur saga En þannig vildu menn ekki hafa fjölmiðlana. Þeir mega alls ekki vera á einni hendi. Þá myndi allt aðhald skorta. Ríkisútvarpið, 365 miðlar og Morg- unblaðið (um stund) studdu öll aðild Íslands að Evr- ópusambandinu. Það var myndarlegt af þjóðinni að halda áfram að tortryggja þær fyrirætlanir, þrátt fyrir þennan óhugnanlega samblástur gegn frjálsri umræðu í landinu. Í einræðisríkjum eru fjölmiðlar ekki fjórða valdið, heldur mikilvægur hluti af „Valdinu“ og þeim hluta er skefjalaust misbeitt eins og öðrum hlutum þess. Í lýðræðisríkjum þar, sem upplýsingagjöf er best, eiga fjölmiðlar ekki að líta á sig sem refsivönd. Þeir eiga auðvitað ekki að beygja sig undir vald, þótt það sé takmarkað af kosningum, stjórnandstöðu, við- urkenndum meginreglum, dómstólum, alþjóðlegum samningum eða öðru slíku, eins og er í lýðræðisríkjum. En þeir eiga síst af öllu að flaðra upp um eina rík- isstjórn í fjögur ár en afbaka allt sem önnur gerir, þar sem persónulegur pólitískur áttaviti þeirra er óviðráð- anlegur. Áhrif og aðhald, en ekki vald Fjölmiðlar eiga að gera sitt til að tryggja að stjórnvöld, sem segjast vera gagnsæ, og jafnvel langt umfram önnur að fornu og nýju, séu það í raun. Enn muna menn fögur fyrirheit Jóhönnustjórnar um gagnsæi og ekki síður hitt að allt reyndist það vera á röngunni. Í Bandaríkjunum settist Obama á forsetastól. Það voru miklar vonir bundnar við hann. Það var sigur fyr- ir Bandaríkin, inn á við og út á við, er blökkumaður settist sem húsbóndi í Hvíta húsið. Blökkumenn höfðu vissulega komið þangað áður til starfa, en allt of lengi aðeins sem kúskar eða kolakyndarar. En þetta atriði var þó ekki aðalmálið við kjör Obama. Hann komst til valda eins og stormsveipur í krafti lof- orða um mikilvægar breytingar. Ein þeirra var sú, að nú skyldi gagnsæi skipa öndvegi Hvíta hússins, þessa miðdepils valdsins í heiminum. Það datt engum í hug að landskunnir valdapólitíkus- ar og pukrarar á borð við leiðtoga vinstristjórnarinnar síðustu myndu efna gagnsæisloforð sitt. Enda lyftu þeir ekki litla fingri til þess. En vonbrigðin með Obama voru sárari. Stjórnarhættir hans ganga þvert á hin fögru fyr- irheit. Forsetinn krefst þess að lög séu samþykkt án þess að fyrir liggi hvað í þeim felst. Hann telur sig hafa vald til að breyta lögum einn og sjálfur, lögum sem þingið setti og hann staðfesti með undirskrift sinni. Dæmi er um að forsetinn hafi gert á þriðja tug efnisbreytinga á nokkurra ára gömlum lögum! Engum dytti slíkt og þvílíkt í hug hér á landi. Obama krefst þess að þingið veiti sér heimild til mikilvægra al- þjóðlegra samninga án þess að fá að sjá samningana sjálfa. Við slíkar aðstæður hafa fjölmiðlar mikilvægt hlutverk, þótt þeir hafi ekki vald. Sherlock blaðamaður Eftir Nixon og Watergate komst „rannsóknarblaða- mennskan“ í goðumlíkan geisla. En það hlutverk er dá- lítið snúið verk. Blaðamenn á Íslandi hafa á síðustu ár- um verðlaunað sjálfa sig fyrir fitl af því tagi, sem ekki hefur staðist neinar kröfur sem almennt eru gerðar til rannsóknarblaðamennsku. Svo er það veruleikinn. Fjölmiðlar hafa takmarkaðar heimildir til að rannsaka hluti. Þeir eru ekki lögregla, saksóknari og seinast alls dómarar. Sem betur fer. Þó kemur einstöku sinnum fyrir að menn gleymi sér í gleðinni og tali eins og þeir séu allt þetta þrennt í senn. Þessi þáttur blaðamennsku beinist einast að op- inberri starfsemi í einhverri mynd. Það eru ekki marg- ar leiðir að settu marki. Finna þarf menn til að veita upplýsingar, sem ekki liggja á lausu. Svikull næstráð- andi FBI reyndist hafa gert blaðamennina tvo á Wash- ington Post að hetjum. Vafalítið er að flestum þykir nú að gjörð lögregluforingjans hafi verið réttlætanleg. Sjálfur þagði hann þó fram á tíræðisaldur um afrek sitt. Stundum finna slíkir sig sjálfir og koma upplýs- ingum á framfæri. Hvötin til þess getur átt fleiri en eina rót. Best er auðvitað ef mönnum gengur almennt réttlæti til. Í Bretlandi gengu menn miklu lengra en að leita heimildarmanna eða að styðjast við þá sem buðu sig fram. Þeir nýttu sér „tæknimenn“ sem hökkuðu sig inn í síma, bæði frægðarfólks og opinberra starfs- manna og þeir stunduðu sjálfir beinar hleranir. Hleranir eru dauðans alvara. Árás á persónulega friðhelgi einstaklingsins. Réttarríkið leyfir þær þó, en með því skilyrði að ríkir hagsmunir séu í húfi og að dómari leggi á þær mat og þolendur séu síðar upplýstir um atlöguna. Á síðustu árum virðist ekki hafa verið gætt þess hófs sem þarf varðandi þennan þátt. Það komst sem betur fer upp um bresku fjölmiðlana. Einstaklingar fengu fangelsisdóma og háar sektir, sem og vinnuveitendur þeirra. Eiganda gróðavænlegs fjöl- miðils varð svo um þessa skömm alla að hann lokaði öflugu blaði og mikilli peningamyllu á einum sólar- hring. Heimamarkaðurinn Það er alþekkt að fæstir fjölmiðlar slá hendi algjörlega á móti „lekum“. Þeir skoða og hlusta og meta í fram- haldinu hvað eigi erindi, hvað sé innan eðlilegra marka og sé einhver vafi á því síðara, hvort réttlæta megi slíka upplýsinganotkun. Enginn alvöru fjölmiðill myndi hafa frumkvæði að vafasömum „lekum“ til sín, t.d. á gögnum frá vinnu- stað. Enda væri þá stigið yfir línu sem verður að halda. En þær upplýsingar sem „lekið“ er til fjölmiðla eru af mörgum toga. Fæstar þeirra verða að neinu. Margt er saklaust og stundum bersýnilega gert til að rétta stöðu þess sem á í hlut eða vinnuveitanda hans, án þess að gengið sé á rétt annarra. Fréttamat fjölmiðilsins er iðulega allt annað en þess sem kemur frétt á framfæri. Stundum er þó reynt að misnota fjölmiðilinn í annarlegum tilgangi, þótt það blasi ekki við í upphafi. En yfirgnæfandi hluti tengsla utanaðkomandi fólks við fjölmiðil er fullkomlega eðli- legur, málefnalegur og hjálplegur og í þágu hins opna, upplýsta þjóðfélags. Þeir sem þekkja vel til vilja beina augum að frétt eða efni sem almenningur græddi á að kynnast. Einhverju, sem að ástæðulausu hefur legið of lengi í þagnargildi er komið á framfæri. Fjölmiðill þrífst illa án velvilja og tengsla við þess háttar aðila. Fréttin og sagan Fjölmiðlamenn eru ekki aðeins að skrifa frétt eða fréttaskýringu. Fyrst kemur „fréttin“ er stundum sagt og það er iðulega hún sem verður svo meginefni „sög- unnar“ sem færð er í letur löngu síðar. Þetta vita fleiri en fjölmiðlamenn. Eftir bankafallið tóku nokkrir aðalleikarar þess sviðs og örlagavaldar sig saman um að fjármagna „fræði- menn“ og almannatengla sem höfðu sig í kjölfarið í frammi í fjölmiðlum. Þeir kumpánar höfðu ótrúlegan gagnrýnislausan aðgang að einmitt þeim þeirra sem gert er að lögum að gæta sín best. Reynt var að ná stjórn á netumræðunni og fjöldi vilj- ugra sjálfboðaliða var fljótur að slást í hóp atvinnu- mannanna og sjá um stóryrðin og mögnuðustu hleypi- dómana. Dritað var út bók á augabragði, þar sem allt var skrumskælt og skekkt, sem hægt var að afbaka, í þágu þeirra sem borguðu brúsann. Seint og um síðir birtist að hluta til játning um þetta athæfi allt, hverjir það voru sem ráku trippin og borg- uðu brúsana. Þegar gluggað er í lærðar ritgerðir um nýliðna at- burði, sést glöggt að skráðar heimildir þykja einna mikilvægastar. Mjög er vitnað til fjölmiðla. Tilvitnanir af þessum toga þykja hafa á sér góðan, fræðilegan blæ, því þær má sannreyna, a.m.k. í næsta lið. Menn leyfa sér stundum að gagnálykta sem svo, að hafi fullyrðingum, sem snerta þálifandi menn, ekki ver- ið andmælt, hljóti það að auka trúverðugleika þeirra. Ekki er það endilega víst, og raunar fjarri því. Í þau fáu skipti sem frásögn kemur sem er önnur og sannari en hinna ljúgfróðu leigupenna, sem sumir hafa þegar verið afhjúpaðir, þá koma lagsbræður þeirra og hjálparhellur og hrópa: Það er verið að endurskrifa söguna. Látið er eins og frásögnin, sem fjármálasnillingarnir fyrir hrun, enn vel fjáðir eftir það, keyptu til að búa til frásögnina og „fréttina“ sem síðan á að verða „sagan“ sé þegar orðin Sannleikurinn. Þess háttar Sannleikur var vissulega einnig búinn til á árunum 2005–2008. Fjármálaleg stórveldi, sem tóku öllu því fram sem sést hafði af slíku áður á Íslandi, stóðu á bak við þann Sannleik. Enginn hafði afl og fáir kjark til að standa gegn þeirri áróðursbylgju. Sannleikurinn sá er nú að birtast nakinn fyrir dómstólunum, einmitt þessi misserin. Sumum þykir það ljót sjón lítil. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.