Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 46
Getty Imag es/iStockph oto Kettir með einstakan karakter KETTIR ERU BRÁÐGÁFUÐ DÝR MEÐ FJÖLBREYTILEGAN PERSÓNULEIKA. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS TÓK HÚS Á NOKKRUM KISUM SEM ÞYKJA KANNSKI AÐEINS SÉRSTAKARI EN AÐRAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Læðurnar tvær með hluta af afrakstri tveggja síðustu daga. Arna er dugleg að fara með óskilaflíkurnar í Ísaksskóla en Púffulína hirðir flíkurnar á skólalóðinni og kringum skólann og rogast oft með risapeysur heim. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þær Púffulína og Nala virðast hafa lagt á ráðin með það að taka til í Hlíðunum í kringum Ís- aksskóla þar sem þær búa. Önn- ur sér um að tína rusl, hin sér um að tína saman spjarir á víða- vangi. Raunar búa þær með þremur öðrum köttum og tveim hundum, hersing sem fer saman í göngutúr á morgnana. En Púfful- ína og Nala eru þær sem eru þó í framlínunni með að taka til hendinni í hverfinu. „Púffulína kemur heim með vettlinga, húfur, trefla og jafnvel flíspeysur. Hún hefur komið með par af vettlingum en þá sinn vett- linginn í hvorri ferðinni. Hún hef- ur kennt öðrum köttum á heim- ilinu þetta en það er samt enginn eins duglegur í að safna saman fatnaði og Púffulína. Suma daga er garðurinn hér fullur af fatnaði sem hún hefur dregið heim og garðurinn minnir einna helst á flóttamannabúð- ir,“ segir Arna Þorsteinsdóttir, eigandi tiltekt- arkattanna í Hlíð- unum. Skiljanlega getur ýmis fatnaður lent í óskilum í kring- um skóla en Anna fer reglulega og skilar í skólann því sem Púffulína hefur dröslað heim. „Það merkilega er þó að eftir að ég er búin að skila fatn- aðinum líður ekki á löngu þar til Púffulína er komin aftur heim með eitt- hvað af því sem ég hafði skilað.“ Hún Nala sér hins vegar um að tína rusl saman sem má svo fara beint í tunnuna en eins og iðinn sorphirðir dregur hún alls kyns plastumbúðir heim, jafnvel heilu plastboxin og ef umbúðirnar hafa reynst henni of stórar til að draga í kjaftinum hefur hún brugðið á það ráð að skella plastboxum einfaldlega um haus- inn á sér og hlaupa þannig með þær heim til Önnu sem fargar því að sjálfsögðu. Kettirnir eru afskaplega rólegir þrátt fyrir að búa í stórum systk- inahópi dýra og samkomulagið er upp á það besta. Hundum og köttum lendir aldrei saman og á hverjum morgni fer öll hersingin saman í göngutúr, það er að segja kettirnir fara með út að ganga þegar hundarnir eru viðr- aðir. TVÆR TILTEKTARLÆÐUR Sjá um að tína rusl og óskilamuni í hverfinu Getty Images/iStockphoto Arna Þorsteinsdóttir með Púffulínu og Nölu en Arna segir gæludýrin sín gefa ekki síður hverfinu en sínu lífi lit með útsjónarsemi í hreinsunarmálum. Nala færir plastrusl í bú á hverjum degi og á hreinsunardeild Reykjavíkurborgar henni margt að þakka. Gæludýr 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.