Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 46
Getty Imag es/iStockph oto Kettir með einstakan karakter KETTIR ERU BRÁÐGÁFUÐ DÝR MEÐ FJÖLBREYTILEGAN PERSÓNULEIKA. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS TÓK HÚS Á NOKKRUM KISUM SEM ÞYKJA KANNSKI AÐEINS SÉRSTAKARI EN AÐRAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Læðurnar tvær með hluta af afrakstri tveggja síðustu daga. Arna er dugleg að fara með óskilaflíkurnar í Ísaksskóla en Púffulína hirðir flíkurnar á skólalóðinni og kringum skólann og rogast oft með risapeysur heim. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þær Púffulína og Nala virðast hafa lagt á ráðin með það að taka til í Hlíðunum í kringum Ís- aksskóla þar sem þær búa. Önn- ur sér um að tína rusl, hin sér um að tína saman spjarir á víða- vangi. Raunar búa þær með þremur öðrum köttum og tveim hundum, hersing sem fer saman í göngutúr á morgnana. En Púfful- ína og Nala eru þær sem eru þó í framlínunni með að taka til hendinni í hverfinu. „Púffulína kemur heim með vettlinga, húfur, trefla og jafnvel flíspeysur. Hún hefur komið með par af vettlingum en þá sinn vett- linginn í hvorri ferðinni. Hún hef- ur kennt öðrum köttum á heim- ilinu þetta en það er samt enginn eins duglegur í að safna saman fatnaði og Púffulína. Suma daga er garðurinn hér fullur af fatnaði sem hún hefur dregið heim og garðurinn minnir einna helst á flóttamannabúð- ir,“ segir Arna Þorsteinsdóttir, eigandi tiltekt- arkattanna í Hlíð- unum. Skiljanlega getur ýmis fatnaður lent í óskilum í kring- um skóla en Anna fer reglulega og skilar í skólann því sem Púffulína hefur dröslað heim. „Það merkilega er þó að eftir að ég er búin að skila fatn- aðinum líður ekki á löngu þar til Púffulína er komin aftur heim með eitt- hvað af því sem ég hafði skilað.“ Hún Nala sér hins vegar um að tína rusl saman sem má svo fara beint í tunnuna en eins og iðinn sorphirðir dregur hún alls kyns plastumbúðir heim, jafnvel heilu plastboxin og ef umbúðirnar hafa reynst henni of stórar til að draga í kjaftinum hefur hún brugðið á það ráð að skella plastboxum einfaldlega um haus- inn á sér og hlaupa þannig með þær heim til Önnu sem fargar því að sjálfsögðu. Kettirnir eru afskaplega rólegir þrátt fyrir að búa í stórum systk- inahópi dýra og samkomulagið er upp á það besta. Hundum og köttum lendir aldrei saman og á hverjum morgni fer öll hersingin saman í göngutúr, það er að segja kettirnir fara með út að ganga þegar hundarnir eru viðr- aðir. TVÆR TILTEKTARLÆÐUR Sjá um að tína rusl og óskilamuni í hverfinu Getty Images/iStockphoto Arna Þorsteinsdóttir með Púffulínu og Nölu en Arna segir gæludýrin sín gefa ekki síður hverfinu en sínu lífi lit með útsjónarsemi í hreinsunarmálum. Nala færir plastrusl í bú á hverjum degi og á hreinsunardeild Reykjavíkurborgar henni margt að þakka. Gæludýr 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.