Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 48
Dóra Lena Christians er ástríðugæludýraeigandi og er með sérsmíðuð búr heima fyrir nagdýrin sín sem kettirnir eru afar hrifnir af að skoða. Halldóra Lena Christians kvik- myndagerðarkona býr í litlum heimagerðum húsdýragarði í 101 Reykjavík, með fjórum hömstrum, tveimur kanínubræðrum sem ganga frjálsir um íbúðina þegar Halldóra er heima við og ekki nóg með það, því á heimilinu eru líka kettirnir Snúður og Snælda. „Snælda er afskaplega sjálfstæð og fer sjálf í skammarkrókinn þegar hún veit að hún gerði eitthvað rangt eins og að setjast ofan á hamstrabúrin eða reyna að veiða kanínurnar.“ Snúður er prúðari og sefur ofan á Halldóru og nuddar á henni haus- inn þangað til hún sofnar. „Það er stundum erfitt að vera með tvær kisur innan um 6 önnur dýr sem í náttúrunni teljast bráð,“ viður- kennir Halldóra en Snúður og Snælda stara allan daginn á hamstr- ana í búrunum og verða brjáluð ef eigandinn lokar sig af með hömstr- unum. Stundum fara kettirnir líka í ljónaleik og umkringja kanínurnar, kanínunum til mikils ama. „Það hjálpaði til að við fengum kettina á eftir kanínunum þannig að oft kúra þau bara saman. En Snúð- ur passar sig að halda uppi stuðinu, hann rústaði til dæmis núna nýlega páskaskreytingunni minni, stal gervigrasinu af henni og gaf kan- ínunum að borða. Hann ákvað að í staðinn fengi hann salatið þeirra. Sérstaklega þarf að vakta Snúð á heimilinu því ef það gleymist að loka klósettinu hendir hann leik- föngunum sínum þar ofan í.“ Halldóra er mikill dýravinur og á heiðurinn af geysivinsælum Face- bookhópum sem heita Gæludýrin okkar sem og hamstra-, naggrísa- og kanínusíðum. Hún segir að hér á landi skorti mikið á fræðslu um umönnun nagdýra og einnig vanti að gæludýraverslanir bjóði upp á vörur fyrir þessar tegundir gælu- dýra. „Í gæludýrabúðum eru seld hættuleg hamstrahjól, hættuleg bómull til að hafa í búrinu og jafnvel nagdýrasjampó. Fyrir utan naggrísi er harðbannað að baða bæði hamstra og kanínur. Það getur leitt til sýkinga í húðinni sem getur hreinlega drepið dýrin. Svo er mesti hryllingurinn hamstrabúrin sem eru hér seld. Það sem er kall- að ferðabúr úti í Þýskalandi til dæmis er dverghamstrabúr hér á landi. Sem er hræðilegt þar sem hamstrar þurfa miklu meira pláss en við gerum okkur grein fyrir. Kanínur eiga þá að fá að hlaupa um eins mikið og þær geta og því eiga þær alls ekki að vera stöðugt í búr- um heima hjá fólki. Það er synd og skömm hvað við erum eftir á varð- andi litlu dýrin okkar.“ Snúður á milli tveggja kanínuvina sinna sem kallast Bjartur í Sumarhúsum og Álfgrímur í Brekkukoti en Dóra er einmitt barnabarn Halldórs Laxness, dóttir Sigríðar Halldórsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Snælda hefur það náðugt ofan á sérsmíðuðu búrinu sem Dóra Lena lét smíða fyrir sig en hún er baráttukona fyrir bættum aðbúnaði nagdýra hérlendis. Í sátt og samlyndi búa kettir, hamstr- ar og kanínur á heimilinu. NOKKRAR DÝRATEGUNDIR Í SÁTT OG SAMLYNDI Skrautlegt sambýli katta, kanína og hamstra Gæludýr 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Svarti Pétur er kröfuharður en sérstaklega klár köttur en hann býr um þessar mundir á Álftanesi hjá Guðrúnu Jóhannsdóttur. Það er fyrir neðan hans virðingu að mjálma eða krafsa í hurðir til að komast inn eftir að hafa spókað sig úti. Svarti Pétur bankar hraustlega, eins og hann sé að koma í kvöldheimsókn, á útidyrahurðina eða stofugluggann til að láta vita að hann er kominn heim og það þurfi einhver vinsamlegast að koma til dyra. „Það var fyrst eitt kvöldið sem hann gerði þetta, þá var hann kominn heim og það var farið að dimma þegar ég heyri að það er allt í einu bankað nokkrum sinnum á gluggann. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort hann þyrfti ekki að eiga farsíma svo hann geti hringt til mín og látið mig vita af ferðum sínum,“ segir Guðrún sem segir Svarta Pétur vera einn sérstakasta kött sem hún hafi á ævi sinni kynnst. Hann hefur þó ekki aðeins látið duga að banka á gluggann þegar hann vill komast inn heldur líka þegar hann vill fara út að leika. „Þegar hann hefur látið mig hleypa sér út og aftur inn mörgum sinnum á nokkurra mínútna fresti og ég orðin leið á að vera sífellt að opna fyrir honum dyr eða glugga og segi svo ákveðið „Nei“ þegar hann ætlar út í tíunda skiptið á sama klukkutíma skilur hann nei-ið og hættir að rella. Um daginn fann hann hins vegar upp á afar skemmtilegum leik, að því er honum sjálfum fannst. Hann stökk út um opinn glugga á svefnherberginu, hljóp í kringum húsið og bankaði á stofugluggann til að láta mig hleypa sér inn. Strax og hann var kominn inn hljóp hann inn í svefnherbergið og fór út um gluggann þar og kom samstundis aftur á stofugluggann og bankaði til að láta hleypa sér inn. Og hljóp svo strax inn í svefn- herbergið og út um gluggann og kom svo og bankaði á stofugluggann. En þar með setti kerlingarvarg- urinn ég stopp á þennan fjöruga leik og lokaði svefnherbergisglugg- anum.“ Þótt Svarti Pétur líti svo á að hann eigi bæði húsið, lóðina, hundinn á heimilinu sem heitir Kasper og auðvitað Guðrúnu sjálfa þá er hann í fóstri hjá henni fyrri milligöngu Dýrahjálpar Íslands. Guðrún ákvað að taka hann að sér meðan leitað er að góðu heimili fyrir kisa en hann hafði verið á ver- gangi á Álftanesi í nokkurn tíma þegar honum var bjarg- að. Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá heimilislausum dýrum fyrir heimili og skjóli, bæði dýrum sem þurfa á nýju heimili að halda með skömmum fyrirvara og dýrum sem hafa verið á vergangi. Þess má geta að Dýrahjálp Íslands hefur hingað til aðstoðað 2.307 ketti í heim- ilisleit, auk fjölda annarra dýrategunda. Þangað til heimili finnst handa Svarta Pétri er hann í miklu stuði hjá Guðrúnu og hún segist vera eins og tveggja barna móðir þangað til það verður en hundurinn Kasper og Svarti Pétur taka stríðnisköst hvor á annan og hún er sífellt að siða drengina til og stilla til friðar. Svarti Pétur með fóstru sinni Guðrúnu Jóhannsdóttur en Svarti Pétur stjórnar heimilinu og er einkar ákveðinn enda þurfti hann að læra að bjarga sér á vergangi í lengri tíma áður en Dýrahjálp Íslands tók hann að sér. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svarti Pétur lætur ekki hleypa sér inn með ámulegu mjálmi, hann ber að dyrum - já og gluggum. Svarti Pétur var einkar ósáttur með heimsókn blaðamanns sem bar upp á þann tíma sem hann ætlaði sér einmitt í göngutúr og lét vita af því á allan þann hátt sem hann gat, hann var mjög glaður þegar kvatt var. HLEYPIÐ MÉR INN Bankar hraustlega á hurðir og glugga Það þarf að hella sósu á mat Svarta Péturs og miklu af henni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.