Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 49
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 „Hann vill bara þennan eina sokk. Hann verður órólegur ef hann finnur hann ekki en þetta er svona kósísokkur sem ég átti, auðvitað á ég hann ekki lengur, og hann hefur fest eignarhald sitt á honum. Við höfum reynt að láta hann fá aðra sokka en hann bara móðgast við þær tilraunir,“ segir Anna Karen Arnardóttir, 14 ára, eigandi norska skógarkattarins Skugga. „Þegar hann vill að ég vakni á morgnana, nú eða að hann vill að ég fari að sofa á kvöldin er hann sérstaklega duglegur að dröslast um með sokkinn vælandi.“ Þess má geta að einu sinni týnd- ist sokkurinn í nokkra mánuði og Skuggi var gersamlega í rusli. Hann varð ekki sjálfur sér líkur fyrr en sokkurinn fannst aftur. Ólíkt mörgum köttum hagar hann sér eins og hundur þegar fólk kemur í heimsókn, hleypur til dyra og hnusar af fólki. Og það er ein regla hér heima. Það má hvergi loka dyrum, þá er allt ómögulegt.“ Anna Karen Arnardóttir á kött sem eignaði sér sokkinn hennar og líf hans er ómögulegt ef hann finnur ekki sokkinn. Hann lítur ekki við öðrum sokkum nema rétt þá nokkrar mínútur. Morgunblaðið/Eggert SÉRLUNDAÐUR SKÓGARKÖTTUR Í HLÍÐUNUM Kötturinn með sokkinn Á heimili Steingerðar Steinars- dóttur, ritstjóra Vikunnar, býr kötturinn Matisse, jafnan nefndur Matti, og er sérlega útsjónarsamur. Hann átti erfiða æsku sem Stein- gerður telur að hafi jafnvel mótað hann svo að hann kunni að redda sér. Hann lifði af mikinn vergang sem kettlingur en þegar hann fannst var móðir hans svo að- framkomin af næringarskorti að það þurfti að svæfa hana. Stein- gerður tók einn kettlinginn hins vegar að sér. „Matisse opnar skúffur, skápa og glugga ef hann telur sig þurfa á því að halda. Ég var í vandræðum því hann er vitlaus í harðfisk og ég var að reyna að fela góðgætið fyrir honum en það skipti engu máli hvað ég gerði, hann fann alltaf leið til þefa hann uppi og ná honum. Þegar ég sá að ég gæti geymt hann í efri skápnum með sérstöku handfangi sem erfitt er að opna var hann ekki lengi að finna út úr því hvað hann gæti gert. Hann fékk tíkina Freyju í leið með sér.“ Þau Matti og Freyja vinna þannig saman að Freyja fer inn í stofu, stiklar þar og rekur Steingerði fram í eldhús. Þar situr Matti undir skápnum með harðfisknum og mjálmar eins skrækt og hátt og hann getur. Til þess nægir harð- fiskbiti en til þess er leikurinn auðvitað gerð- ur. Með Matta og Freyju býr líka hefðarlæðan Týra en það er fyrir neðan hennar virðingu að taka þátt í þessum ærslalátum hinna sem ræna einnig af henni matnum ef þau geta. Freyja er enginn eftirbátur Matta í ævintýralegheitum og gerir heim- ilishaldið býsna skrautlegt með Matta. Þannig hefur hún rifið margar klósettrúllur yfir alla íbúð- ina þannig að það var eins og hefði snjóað yfir hana alla þegar eig- endur komu heim. Sterakremið Mildison sem notast átti við þurr- exemi dóttur Steingerðar fékk engan frið fyrir henni, nokkrar túpur voru keyptar en Freyja stút- aði þeim jafnóðum og var fjöl- skyldan sífellt í apótekinu að kaupa nýjar túpur. „Reglulega birtist dóttir mín þar sem ég var stödd í húsinu og spurði með hyldjúpri ásökun í aug- unum: Hefur þú fundið einhverjar ónýtar sterakremstúpur nýlega? Ég finn nefnilega ekki sterakremið mitt og ég þarf á því að halda. Yf- irleitt var svarið já þótt stundum fyndust túpurnar ekki fyrr ein- hverju seinna. Nú er dóttirin flutt að heiman og steraát tíkarinnar hefur minnkað að sama skapi.“ Steingerður með Freyju, Matta og Týru. Týra tekur ekki þátt í glæpum Freyju og Matta enda þarf að gefa Týru sér að éta sér svo hin ræni ekki matnum. Morgunblaðið/Kristinn TVÍEYKI SEM GERIR ALLT VITLAUST Fær hundinn í lið með sér Þegar kötturinn gat ekki lengur séð einn um að ná í harðfiskinn sem geymdur var í læstum hirslum fékk hann hundinn í lið með sér. Urri á skrafi við dúfu í fyrrasumar. Bændur í Litlu-Hlíð hafa átt marga ketti en engan eins og þennan. Kötturinn er þó stundum með lítið hjarta og þarf til dæmis að láta hugga sig þegar veðrið er vont. Fyrir norðan, í Litlu-Hlíð í Varmahlíð, býr kötturinn Urri músa- skelfir sem dvelur ekki í sveit heldur vinnur í sveit og gestir sem koma í heimsókn á bæinn reka upp stór augu þegar þeir sjá kött- inn sinna veiði af einstakri snilli, fara í loftköstum á dráttarvélina auk þess sem hann eltir bóndann eins og tryggur hundur. Hann sefur meira að segja í rúmi bóndans, Arnþórs Traustasonar sem býr ásamt Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur í Litlu-Hlíð. „Það vekur ekki aðeins kátínu gesta heldur líka bara íbúa á ná- grannabæjunum þegar þeir sjá bóndann með tvo hunda á eftir sér og einn kött en hann fylgir bóndanum alltaf í fjárhúsin og fylg- ist með verkunum. Við höfum átt marga ketti en Urri er alveg einstakur,“ segir Marta María. Urri leitar líka mikið til bóndans með aðstoð og er búinn að læra að stjórna honum. Ef hann lendir í vandræðum með að ná í mýsnar sem hann veiðir, þær eru kannski undir spýtu, einhverju plasti eða öðru skokkar hann til hjúa sinna og lætur þau vita með sérstöku mjálmi og leiðir þau svo að staðnum þar sem hann vantar að láta einhvern lyfta dótinu upp. „Hann sést mjög oft á sumrin þegar verið er að keyra dráttar- vélina á milli íbúðarhússins og fjárhússins og hann hlaupandi á eftir. Svo stekkur hann upp á dráttarvélina þótt hún sé á ferð, maður sér hann koma í loftköstum og situr svo í sætinu meðan unnið er í fjárhúsinu. Ef hann er óvart skilinn eftir í fjárhúsinu meðan fólkið fer kannski í kaffi er hann öskuillur þegar við kom- um til baka og kvartar hástöfum að hafa verið skilinn eftir.“ Urri er reyndar hrifinn af öllum farartækjum og hjólum og ef gestir koma þarf að passa að hann sé ekki með í för þegar keyrt er frá Litlu-Hlíð. Urri fylgir bóndanum eftir í öll verk og sýnir honum einstaka tryggð. URRI MÚSASKELFIR ER SVEITAKÖTTUR Húkkar sér far með dráttarvélinni Urri að störfum í fjárhúsinu en með sanni má segja að hann vinni fyrir sér í sveitinni. Urri leitar til hjúa sinna þegar hann lendir í vandræðum á músaveiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.