Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Qupperneq 51
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Þ að er lítið um bílastæði fyrir utan hjá Pétri H. Blöndal í Kringlunni en húsráðandi bendir mér á gott stæði mjög nálægt. Kannski of nálægt, alltént uppsker ég háð frá Golla ljósmyndara sem ber að garði rétt á eftir mér. Pétur hefur búið í aldarfjórðung í Kringlunni og kann því ljómandi vel. „Hér er mjög gott að vera og stutt í kaupmanninn á horninu,“ segir hann glottandi. Tilefni heimsóknarinnar er ákveðin tíma- mót en um þessar mundir eru tuttugu ár frá því Pétur settist fyrst á þing. Hann náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í kosn- ingunum 1995 eftir prófkjör haustið 1994 og hefur setið á þingi óslitið síðan. Aðeins þrír núverandi þingmenn hafa setið lengur; Stein- grímur J. Sigfússon (frá 1983), Össur Skarp- héðinsson og Einar K. Guðfinnsson (frá 1991). Ögmundur Jónasson kom inn á þing um leið og Pétur. Við komum okkur makindalega fyrir í eld- húsinu og Davíð, sonur Péturs, sem er í heim- sókn, tekur ómakið af föður sínum og færir mér þetta fína te. Þá er ekkert að vanbúnaði. Elti skattana mína – Hvað varð til þess að þú sóttist eftir sæti á Alþingi á sínum tíma? „Þegar ég seldi Kaupþing hf. þá borgaði ég ansi mikla skatta, um helminginn af hagn- aðinum, og ákvað að elta skattana mína. Sjá til þess að betur yrði farið með þá hinum megin. Ég held að mér hafi ekki tekist það. Ríkisfé er með öðrum orðum ekki ráðstafað með mikið betri hætti núna en fyrir tuttugu árum.“ – Þetta hefur þá verið einskonar þjóð- félagsstúdía. Hver er niðurstaðan? „Niðurstaðan er sú að menn hafa ekki náð tökum á útgjöldum ríkisins. Það er ennþá verið að fara illa með opinbert fé. Ég vissi fyrir að þessi barátta yrði erfið og fljótlega eftir að ég settist á þing áttaði ég mig á því hversu miklir hagsmunirnir eru víða. Það sjáum við nú síðast í læknadeilunni. Í þeirri deilu snerist öll umræða og öll fjölmiðlun um að auka útgjöld ríkissjóðs. Gera samninga sem menn vissu fyrirfram að væru galnir og út í hött. Velflestir sem hafa komið nálægt kjarasamningum vissu að um leið og búið væri að skrifa undir í læknadeilunni færi allt í bál og brand. Einmitt þess vegna var merkilegt að fylgjast með mörgum alþing- ismönnum krefjast þess að skrifað yrði undir. Hvað sem það kostaði.“ – Almenningsálitið var líka á bandi lækna. „Vissulega. Allir sögðu: Þið eigið að semja og hættið þessari vitleysu. Síðan fór allt í gang og kröfurnar streyma inn. Eðlilega. Ég get vel skilið lágtekjufólk. Hvers vegna á það að sætta sig við litlar launahækkanir með til- vísun í einhvern stöðugleika þegar búið er að semja á þessum nótum við lækna. Þetta áttu læknar sjálfir að vita, þeir eru ekki óskyn- samir menn.“ Kjaradeilurnar geta skapað mikinn vanda – Þú talar um reynsluleysi þingsins í þessu sambandi. „Já, þingið hefði þurft að þekkja betur til kjarasamninga. Kjarasamningar snúast ekki um það hvað ég hef í laun, heldur hvað ég hef í laun samanborið við þann sem ég vinn við hliðina á. Það eru ekki bara launahækkanir lækna sem skipta máli í þessu sambandi, heldur líka miklar launahækkanir stjórnenda í fyrirtækjum. Við stöndum frammi fyrir mikl- um vanda sem þjóð og erfitt verður að finna lausn sem ekki hefur í för með sér verðbólgu. Með verðbólgu rýrna kjör lækna aftur og um leið allra annarra. Þetta er nánast að verða óleysanlegt vandamál.“ – Hvað er þá til ráða? „Að finna aðrar óhefðbundnar lausnir. Við blasir að mörg fyrirtæki koma ekki til með að geta staðið undir mikilli hækkun lægstu launa þar sem þau byggja á lágum launum. Það þýðir að létta þarf undir með þeim til að koma í veg fyrir mikið atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lægstu launin. Þá kæmi til greina að hafa tryggingargjaldið mismunandi eftir þeim tekjum sem það er lagt á. Það er að segja að lægstu launin yrðu niðurgreidd af ríkissjóði. Þetta er stílbrjótur og ljót aðgerð – en menn leysa ljóta stöðu með ljótum aðgerð- um. Þetta væri fyrsta vers, annað vers væri það að taka til baka launahækkunina sem veldur verðbólgunni með skyldusparnaði. Það er að skylda menn til að spara hluta af sínum launahækkunum, til dæmis launahækkunum umfram 4% á ári. Þannig má draga úr getu þeirra til að kaupa og fjárfesta. Það er líka ljót aðgerð en líklega nauðsynleg.“ Verkfallsrétturinn nýi – Eru þessir samningar þá ábyrgðarleysi af hálfu lækna? „Annaðhvort er þetta ábyrgðarleysi eða svona mikil vanþekking á áhrifum kjarasamn- inga. Dæmi nú hver fyrir sig. Þá komum við inn á verkfallsréttinn. Í ár- daga var hann heilagt vopn sem beindist gegn fyrirtækinu sem menn unnu hjá. Farið var í verkfall til að valda fyrirtækinu sem menn unnu hjá skaða og þvinga það þannig til að borga hærri laun. Síðan uppgötva menn um allan heim að það er mikið sniðugra að valda þriðja aðila tjóni. Hvort sem það eru sjúkling- ar, ferðamenn eða einhverjir aðrir. Það er einmitt þetta sem er að gerast núna og mín kenning er sú að þeir sem valda þriðja aðila mestu tjóni eru með hæstu launin, flugmenn, læknar og aðrir sem komast af einhverjum ástæðum í oddastöðu til að valda tjóni. Þessir aðilar geta haldið heilu atvinnugreinunum í gíslingu og valdið gífurlegu fjárhagstjóni með sínum verkfallsaðgerðum. Er það þetta sem menn sáu fyrir sér að verkfallsrétturinn myndi leiða til?“ – Hefur verkfallsrétturinn þá snúist upp í andhverfu sína? „Já, það sýnist mér og stjórnmálamenn ættu að hugleiða hvort þeir vilji þannig fyr- irkomulag að stéttir í oddaaðstöðu geti rakað til sín himinháum launum úr sameiginlegum launasjóði á kostnað fólks með lágar tekjur.“ – Hvernig leysum við það? „Með því að láta þá sem fara í verkfall vera bótaskylda. Ekki gagnvart sínum vinnuveit- anda, heldur gagnvart þriðja aðila. Þannig myndu verkföll af þessu tagi alfarið detta nið- ur.“ – Hvernig sérðu næstu vikur þróast í þess- um kjaradeilum? „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig menn leysa þá stöðu sem upp er komin. Flest hugsandi fólk sér hvert stefnir. Ekki verður samið um 20, 30 eða 40% launahækkanir hjá heilli þjóð án þess að neitt sé á bak við það. Ef við værum með aðra mynt en krónuna myndi þetta þýða mikið atvinnuleysi. Fyr- irtækin gætu ekki borgað launin og færu á hausinn. Hjá okkur þýðir þetta á hinn bóginn að krónan fellur og Seðlabankinn hækkar stýrivexti og launahækkanirnar rjúka út í verðlagið með hækkun fyrirtækja á vöru og þjónustu. Úr verður verðbólga öllum til skaða.“ Brýnasta verkefnið að afnema gjaldeyrishöft – Kjörtímabilið er hálfnað um þessar mundir. Hvernig finnst þér ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks hafa spjarað sig til þessa og hvaða verkefni eru brýnust núna? „Ríkisstjórnin er ekki í sérstaklega þægi- legum aðstæðum en ég vonast til þess að menn fari nú að vinna bráðan bug að því að afnema gjaldeyrishöftin. Í mínum huga er það verkefni númer eitt, tvö og þrjú. Það er furðuleg staða þar uppi. Annars vegar eru kröfuhafar sem eru að tapa 200 milljörðum á ári í tapaðri ávöxtunarkröfu og hins vegar er metið að þessi staða kosti íslenska ríkið um sjötíu milljarða á ári. Skynsamir menn ættu því að finna sem fyrst á þessu lausn, þannig að báðir aðilar geti við unað. Það sem ég held að skorti á er það að kröfuhafar sjái þjóð- arbúið með ábyrgum hætti. Við megum ekki semja þannig að allt verði í kalda koli á eftir. Það verður að semja þannig að niðurstaðan verði varanleg fyrir íslenska þjóð. Þetta verða kröfuhafarnir að skilja. Það eina sem þeir hafa áhuga á er gjaldeyriseign búanna sem er gífurlega mikil, þeir hafa lítinn sem engan áhuga á krónunum. Hins vegar megum við ekki semja um gjaldeyriseignirnar einar og sér, vegna þess að þá sætum við uppi með all- ar krónurnar og gætum ekki framleitt gjald- eyri til að leysa þær út. Það myndi þýða gjaldeyrishöft í áratugi. Krónurnar, sem menn eru að meta frá 400 upp í 900 milljarða, sem eru gífurlegir peningar, þurfa hreinlega bara að hverfa. Það er heldur ekkert á bak við þær. Verði þær notaðar fara þær yfir í gjaldeyri eða verðbólgu.“ – Er lausnin í sjónmáli? „Já, ég vona að hún finnist fljótlega. Menn eru byrjaðir að tala um útflutningsskatt eða hvaða nafn sem honum verður gefið. Það sem menn átta sig hins vegar almennt ekki á í kjölfar lausnar á gjaldeyrishöftum er að vext- ir munu væntanlega hækka. Í gangi eru núna mörg þúsund milljarðar af krónum sem vilja fá ávöxtun og halda niðri vöxtum. Þær skaða bæði lífeyrissjóðina og Íbúðalánasjóð. Ef þær hverfa ættu raunvextir að hækka og það verður skortur á lánsfé. Þetta þýðir að það þarf að örva innlendan sparnað og eitt af því sem ég hef velt fyrir mér í því sambandi er að hætta að skattleggja nafnvexti og fara að skattleggja raunvexti og þá eins og launa- tekjur. Þetta yrði gífurleg breyting og myndi þýða að fólk sem tapar til dæmis á því að vera með innistæður getur þá dregið það frá skatti af tekjunum sínum. Menn tapa mikið á því að spara í dag.“ Jákvæð teikn á lofti – Ganga stjórnarflokkarnir í takt í gjaldeyr- ishaftamálinu? „Já, ég held það. Þetta er flókið mál og stíga þarf varlega til jarðar. Þegar menn finna lausnina verður það „Lausnin“ með stórum staf. Menn fara ekki að koma með aðra lausn eftir það.“ – Hvernig finnst þér þinn flokkur vera að koma út úr þessu stjórnarsamstarfi? „Nokkuð vel. Hann hefur reyndar ekki náð fram mörgum málum, sérstaklega varðandi skattalækkanir eða þvíumlíkt, og mjög stórir útgjaldaliðir kalla, nægir þar að nefna spít- alann. Þó verð ég að gleðjast yfir afnámi vörugjalda og þess frumskógar sem þau voru. Staða ríkissjóðs er á hinn bóginn að batna og hann sýnir raunverulegan afgang og mjög margt jákvætt í gangi. Hefði einhver sagt mér fyrir þremur árum að hér yrði verðbólga undir 2,5% í heilt ár hefði ég ekki trúað því. Nú stefnir í að þetta verði lengri tími og menn hættir að tala um verðbólgudrauginn. Atvinnuleysi er líka lítið, raunar ótrúlega lítið á evrópskan mælikvarða og það finnst mér mjög jákvætt því atvinnuleysi er harmleikur fyrir þá sem í því lenda, og hagvöxturinn vax- andi. Kaupmáttur hefur vaxið sem sjaldan fyrr. Það eru því mörg jákvæð teikn á lofti og dapurlegt ef menn fara að eyðileggja það með kjánalegum kjarasamningum.“ Ég gæti ekki sérhagsmuna – og þeir gæta ekki mín TUTTUGU ÁR ERU SÍÐAN PÉTUR H. BLÖNDAL TRYGGINGAFRÆÐINGUR, DOKTOR Í LÍKINDASTÆRÐFRÆÐI, SETTIST Á ALÞINGI. MAÐ- UR SEM ALDREI HEFUR VERIÐ BANGINN VIÐ AÐ FARA SÍNAR EIGIN LEIÐIR. ÞEGAR HANN LÍTUR YFIR FARINN VEG SEGIR HANN AÐ ENNÞÁ SÉ VERIÐ AÐ FARA ILLA MEÐ OPINBERT FÉ, VIÐ HÖFUM LÍTIÐ LÆRT AF HRUNINU OG AÐ HANN HAFI ALDREI GÆTT SÉR- HAGSMUNA OG ÞEIR EKKI SÍN. BRÝNASTA VERKEFNIÐ NÚ, NÆST Á EFTIR AFLÉTTINGU GJALDEYRISHAFTA, SÉ AÐ VANDA TIL VERKA VIÐ ERFIÐ SKILYRÐI Í KJARASAMNINGUM, ÞÖKK SÉ LÆKNUM, SVO SÁ GAMLI DRAUGUR, VERÐBÓLGAN, BLOSSI EKKI UPP ENN Á NÝ. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.