Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 – Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa haldið á Evrópumálum, það er að segja aðild- arumsóknarmálinu? „Ég verð að segja illa. Eitthvað er þó að rætast úr því. Fer þetta ekki að hætta að verða eitthvert mál?“ – Að það muni hreinlega hverfa? „Já, er það ekki best? Þessi hugmynd vinstri grænna um að „kíkja í pakkann“ er auðvitað alveg fráleit. Menn sækja ekki um að- ild að ríkjasambandi nema þeir ætli að ganga inn. Annað væri alveg meiriháttar bjölluat. Það er líka stórmál að hafa ekki spurt þjóðina álits áður en sótt var um. Hvernig datt mönnum það í hug? Þegar ræður vinstri grænna í þessu máli eru skoðaðar eru þær brandari. „Ég er á móti, ég er á móti, ég er á móti. Ég segi já.“ Klúður sem fylgir þessu máli er allt vegna þess klúðurs sem varð í upphafi.“ – En líturðu svo á að Ísland sé ennþá um- sóknaraðili að ESB? „Alls ekki og þetta mun smám saman hjaðna niður. Aðildarumsóknin er hins vegar þannig mál að það mun alltaf koma upp aftur. Það er annars vegar til fólk sem trúir því að Íslandi sé betur borgið innan Evrópusam- bandsins og hins vegar fólk sem er sannfært um að við eigum að standa fyrir utan. Þetta er nánast eins og trúarbrögð, hjá báðum hóp- um. Meðan þessir hópar verða til mun þetta mál alltaf koma upp aftur og aftur.“ – Hvað erum við að tala um langan tíma í því sambandi? „Ég myndi halda að þessi umræða ætti eft- ir að koma upp á þriggja til fjögurra ára fresti.“ – Hvað finnst þér hafa breyst mest á Al- þingi á þessum tveimur áratugum sem þú hefur unnið þar? „Þó að þú trúir því kannski ekki þá finnst mér umræðan vera orðin aðeins betri. Haf- andi sagt það er hún samt alls ekki góð. Ég hef verið að hlusta mikið á hana undanfarið og þegar maður getur haldið ræðu fyrir aðra ræðumenn, það er að segja maður veit fyr- irfram hvað þeir munu segja og jafnvel hvernig þeir orða það, er eitthvað að. Mér finnst samstarf stjórnar og stjórn- arandstöðu líka orðið pínulítið betra. Auðvitað þarf þó að vinna betur að því og að mínu áliti ætti stjórnarandstaðan að koma mikið fyrr að tilurð mála. Ekki þannig að skilja að hún hafi endilega áhrif á mál en viti samt hvað er að gerast. Sjálfur hef ég flutt um þetta þings- ályktanir og frumvarp og vona að menn muni fljótlega prófa þetta til reynslu. Það myndi breyta miklu.“ Öldrun þjóðarinnar mikil áskorun – Ef þú horfir á stöðuna í dag, hvað þurfum við helst að varast? „Vandi okkar Íslendinga er of lítil gjaldeyr- isframleiðsla. Við flytjum inn nánast allt sem við þurfum, bensín, bíla og hvaðeina. Til þess að borga það þurfum við að framleiða gjaldeyri og á það hafa menn ekki lagt nægilega mikla áherslu. Þetta er vandamál sem þarf að leysa á næstu fimm til tíu árum. Stórauka þarf útflutn- ing, svo sem á hugbúnaði og iðnaðarfram- leiðslu, til þess að skapa gjaldeyri. Öflun gjald- eyris er undirstaða lífskjara okkar og við verðum að skapa hann sjálf en ekki taka hann að láni eins og við höfum gert síðustu áratugi. Annað sem við þurfum að huga að í tíma er vaxandi öldrun þjóðarinnar. Menn þurfa til dæmis að taka tillit til þess við gerð kjara- samninga hvað bíður okkar í því að reisa elli- heimili, heilsugæslu og þar fram eftir göt- unum. Minn árgangur, 1944, er 1.900 manns en árgangurinn sem kemur fimmtán árum seinna er 4.500 manns. Þannig hefur það haldist með litlum frávikum síðan.“ – Nú eru tæp sjö ár liðin frá hruni. Hvern- ig hefur okkur tekist að vinna úr því áfalli? „Þegar maður hugsar til baka til haustsins 2008 hefði maður ekki getað látið sig dreyma um svona góða stöðu sjö árum síðar. Það var ekki til gjaldeyrir fyrir olíu og lyfjum og með allskonar fantabrögðum búið að loka eðlilegum leiðum fjármagns til landsins. Miðað við það hefur ræst alveg ótrúlega vel úr. Það er bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn að þakka. Ég dreg ekki dul á það að síðasta ríkisstjórn stóð ekki andspænis litlum vanda. Ég hefði að vísu leyst sumt öðruvísi en hún gerði, það voru til dæmis mistök að skattleggja löskuð heimili og fyrirtæki. Vandinn var á hinn bóginn óskaplega mikill og fyrri ríkisstjórn leysti hann þokkalega. Núna eru menn að halda áfram því verki og mér sýnist allt stefna í mjög góðan farveg, nema þá að þessir kjarasamningar fari á versta veg. Eins og ég gat um áðan.“ – Höfum við lært af hruninu? „Alveg ótrúlega lítið. Þegar fólk verður fyrir áfalli reynir það að mæta næsta áfalli með ráðdeild og sparnaði en það hefur ekki gerst að nægilega miklu marki hér. Mér sýnist fólk ekki sýna mikla fyrirhyggju, allt púður fer í að leysa vanda dagsins í dag. Heimilin virðast þó vera að greiða niður skuldir en það er mjór vísir. Sveitarfélögin og ríkissjóður hafa að vísu tekið á sínum málum en hvorki fyrirtækin né heimilin. Þar eiga bankarnir ákveðna sök, þeir hafa verið mjög ófúsir að afskrifa eins og þarf vegna þess að fyrirtækin eru mörg hver enn mjög skuldsett.“ Hrópandinn í eyðimörkinni – Þú varaðir við ýmsu í aðdraganda hruns, svo sem krosseignahaldi og raðeignahaldi. Leið þér þá eins og hrópandanum í eyðimörk- inni? „Dálítið já. Ég hafði fylgst með kross- eignahaldi og raðeignahaldi hjá Exista og Kaupþingi og sá hvernig menn bjuggu til eig- ið fé, arð og allskonar hluti með því að láta peninga fara í hring. Þessa dagana standa einmitt yfir vitnaleiðslur sem eru sýnishorn af vinnubrögðum manna. Því miður virðast þeir sem meta lánshæfi, erlendir bankar og aðrir, hreinlega ekki hafa lært af því hvað rað- eignahald og krosseignahald er óskaplega skaðlegt. Eigið fé íslenskra banka og fyr- irtækja fyrir hrun var meira og minna ekki til. Það var tilbúningur. Ríkisskattstjóri hélt mjög forvitnilegt erindi á fundi hjá Félagi löggiltra endurskoðenda árið 2010, að mig minnir. Þar kom fram að eigið fé íslenskra fyrirtækja hefði hækkað gífurlega fyrir hrun, var komið upp í sjöfalda þjóðarframleiðslu, en datt svo allt í einu niður í nánast núllfalda þjóðarframleiðslu og ári síðar í mínus einfalda þjóðarframleiðslu. Hvað varð um allt þetta gífurlega eigið fé? Þarna var fullur salur af löggiltum endurskoðendum sem höfðu skrifað upp á þetta allt saman – án viðvarana og lausna. Það eru margar ástæður fyrir hruninu en ein sú veigamesta er raðeignahald og krosseignahald og hvernig menn spóluðu upp eigið fé og notuðu það síðan sem veð fyrir lánum. Þeir bjuggu til svo viðkvæmt kerfi að hvergi mátti koma við það. Þá hrundi það vegna þess að það var ekkert efnislegt inni í því. Á sínum tíma, þegar lögum um Lífeyr- issjóð starfsmanna ríksins var breytt varaði ég einnig við þeirri gríðarlegu skuldbindingu sem gæti myndast. Í dag er þar útistandandi skuldbinding upp á mörg hundruð milljarða sem ekki hefði myndast ef farið hefði verið að mínum hugmyndum. Einnig varaði ég við skorti á uppgreiðsluheimild Íbúðalánasjóðs á skuldabréfum sínum á sama tíma og skuld- arar sjóðsins höfðu slíka heimild. Þessi staða hefur kostað ríkið yfir hundrað milljarða í framlag til Íbúðalánasjóðs. Að lokum benti ég einnig á hættuna við háan vaxtamun á Pétur á fundi Lífeyrissjóðs verkfræðinga um framtíðarfyrirkomulag lífeyrissjóða árið 2004. Sigurður Áss Grétarsson, formaður Lífeyrissjóðs verkfræðinga, og Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ræða við Þórólf Árnason borgarstjóra, sem stýrði fundinum. Frummælendurnir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, Pétur og Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, eru í forgrunni. Morgunblaðið/Golli Pétur á kunnuglegum stað; í ræðustól á Alþingi. Fáir þingmenn hafa verið jafn duglegir að taka til máls undanfarna tvo áratugi. Morgunblaðið/Eggert Það er ekki alltaf auðvelt að sitja á Alþingi. Hér er Pétur í þung- um þönkum það örlagaríka haust 2008, rétt eftir fall bankanna. Morgunblaðið/Ómar Pétur hefur og iðulega unað vel við sitt í prófkjörum Sjálfstæð- isflokksins. Hér fer hann yfir stöðu mála í prófkjöri haustið 2006. Morgunblaðið/ÞÖK Pétur hefur löngum haft mikinn áhuga á útivist og hreyfingu. Hér er hann á línuskautum í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Ég get vel skilið lágtekjufólk. Hvers vegna áþað að sætta sig við litlar launahækkanir meðtilvísun í einhvern stöðugleika þegar búið er að semja á þessum nótum við lækna. Þetta áttu læknar sjálfir að vita, þeir eru ekki óskynsamir menn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.