Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 53
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 milli Seðlabanka Íslands og annarra landa. Strax árið 2001 benti ég á þetta í þingræðu en árið 2005 fór ég á fund með Seðlabank- anum í kjölfar þess að aflandskrónurnar tóku að flæða inn í landið og benti þeim á hætt- una. Ekki var brugðist við þessu og í kjölfar hrunsins þurfti að setja gjaldeyrishöft ein- mitt vegna þessara sömu krónueigna. Kostn- aður fyrir þjóðfélagið við gjaldeyrishöftin hefur líklega numið mörg hundruðum millj- arða króna.“ Barist fyrir jafnrétti frá upphafi – Hvað um önnur áherslumál? „Jómfrúrræða mín á Alþingi fjallaði um fæðingarorlof og hvernig þáverandi fyr- irkomulag, að konur fengju einar fæðing- arorlof, gerði þær „dýrari“ en jafnhæfa karl- menn og skekkti þar með jafnréttið. Samt átti ég mjög lítinn þátt í smíði þess frum- varps sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fékk samþykkt í maí 2000 en ég studdi það af heilum hug enda mjög mikil jafnréttisbót einmitt í þá veru að gera karlmenn jafn „dýra“ og jafnhæfar konur. Lögin sem voru mjög framarlega á heims- vísu hafa auk þess gífurleg önnur jákvæð áhrif eins og á samskipti feðra við börn sín, verkaskiptingu inni á heimilum og fyr- irmyndir barna. Því miður er búið að hola undan þessum lögum með misskildum sparn- aði og hámarki á greiðslur. Það þarf að laga. En ég tel mig einnig eiga hugmyndina að jafnlaunavottun, sem sett var í gang með bráðabirgðaákvæði í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem sam- þykkt voru í febrúar 2008. En þá hófst hin raunverulega vinna sem var mjög viðamikil og mæddi mjög á áhugafólki hjá samtökum vinnumarkaðarins og víðar og er nú búið að hanna jafnlaunavottun, sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu og fellur að vott- unarkerfi fyrirtækja um allan heim, gæðum framleiðslu, stjórnun og mörgu öðru. Ég tel það afrek að tekist hafi að koma þessu fyr- irkomulagi á fót. Fyrirtæki, sem fá jafn- launavottun ættu að vera spennandi fyrir ungt hæfileikaríkt fólk því þar er tryggður eðlilegur framgangur óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Líka fyrir karl- menn!“ – Af hverju leggur þú svona mikla áherslu á jafnrétti? „Þegar einhver fær stöðu vegna annarlegra sjónarmiða; frændsemi, kyns, aðildar að flokki, aldurs, þá er staðan ekki mönnuð hæfi- leikaríkasta einstaklingnum. Mistök verða gerð, lélegri stjórnun fylgir og þjóðfélagið tapar. Þess vegna er jafnrétti þjóðhagslega mikilvægt en það hefur líka mjög mikil áhrif á hvern einstakling þegar hann sér að hann á hvort sem er engan möguleika á framgangi. Hann missir áhugan á starfinu, leggur sig ekki fram og kulnar í starfi. Það er sennilega enn skaðlegra fyrir þjóðfélagið. Auk þess vex óánægja og reiði sem ekki bætir starfsum- hverfið.“ Sérhagsmunir sterkari en hugsjónir – Oft hefur þú róið á móti straumnum á Al- þingi. Hefur sá róður verið þess virði? „Þetta er mjög erfið spurning. Ef maður lítur praktískt á það sem hefur komið út úr mínu starfi er það ekki neitt. Ég lagði reynd- ar fram tillögu um að aflétta skattfrelsi for- setans og það var samþykkt en fátt annað. Sumir hugga mig með því að ég hafi haft áhrif með því að tala eða benda á og það má kannski segja það. Efnislega hefur samt mjög lítið komið út úr þessu starfi. Mér finnst ég oft hafa haft mikið meiri áhrif á þjóðfélagið áður en ég fór á þing en eftir.“ – Það er umhugsunarvert. „Já, það er það. Annað hvort hefur mér mistekist að koma sjónarmiðum mínum á framfæri eða þá að hagsmunirnir sem sjón- armiðin meiða eru sterkari. Alltaf þegar mað- ur breytir einhverju er maður að breyta ein- hverjum hagsmunum. Hagsmunum ríkisstarfsmanna, hagsmunum sjávarútvegs- ins, hagsmunum stjórna lífeyrissjóða og svo framvegis. Og hagsmunir eru þess eðlis að þeir rísa alltaf öndvert.“ – Hvernig hefur þú upplifað þig á Alþingi? Margir tengja þig við hugsjónir, að þú sért þarna inni til að breyta samfélaginu. Er það rétt? „Ég held að ég geti sagt að ég gæti ekki sérhagsmuna. Ekki einu sinni þegar ég var að berjast fyrir sparisjóðunum. Þá var ég að berjast fyrir mjög stóran hóp manna og kom svo í ljós að ekki var vanþörf á. Á móti kemur að sérhagsmunirnir gæta ekki mín. Það er til- tölulega nýlega sem ég uppgötvaði þetta. Þeir gæta einhverra annarra.“ Hann brosir. – Flokkshollusta hefur löngum verið mikil í íslenskum stjórnmálum. Er það rétt mat að þú hafir alltaf verið á Alþingi meira á þínum forsendum en Sjálfstæðisflokksins? „Ég hef verið á Alþingi í krafti kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ég aðhyll- ist að sjálfsögðu grunngildi sjálfstæðisstefn- unnar. Ég hef alltaf náð mjög góðum árangri í prófkjörum hér í borginni og engan veginn fengið áhrif í þingflokknum í samræmi við það. Menn geta velt fyrir sér af hverju það er.“ – Af hverju er það? „Það er örugglega ekki vegna þess að ég nennti ekki.“ Hann hlær. – Hafa menn ekki viljað hleypa þér lengra af ótta við að hafa ekki taumhald á þér? „Þarna komum við aftur að þessu með sér- hagsmunina.“ – Hvaða skilaboð eru þetta til þeirra sem vilja gerast sporgöngumenn þínir? „Hættið við! Vilji menn ekki gefa afslátt af sannfæringu sinni er hætt við því að þeir hrökklist í burtu. Ég hef séð marga mjög færa menn gera það á þessum tuttugu árum. Þeir hafa bara hætt við og farið. Þess utan hafa ekki allir efni á því að vera á þingi, laun- in eru ekki það góð.“ Aldrei beðið nokkurn mann um að kjósa mig – Ætlaðir þú sjálfur að vera svona lengi á þingi? „Alls ekki. Þetta er mun lengri tími en ég sá fyrir mér í upphafi. Ég hef þurft að hugsa mig vel um fyrir hvert prófkjör en nið- urstaðan hefur alltaf verið að fara fram.“ – Hvað hefur haft úrslitaáhrif á þá nið- urstöðu? „Það er aðallega þrennt. Í fyrsta lagi er það fólkið sem kýs mig í prófkjörum. Ég hef aldrei beðið nokkurn mann að kjósa mig. Aldrei hringt út eða annað slíkt. Samt hef ég alltaf fengið góða kosningu sem ég hlýt að túlka þannig að ákveðinn hluti kjósenda Sjálfstæð- isflokksins vilji hafa mig á þingi. Það er ákveð- in skuldbinding. Í öðru lagi er það ákveðinn þægindarammi – eða leti. Maður þarf þá ekki að leita sér að nýrri vinnu. Svo er það vonin um að umhverfi alþingismanna muni breytast.“ Einmitt það. Nú er mál að linni, Stella María, dóttir Pét- urs, er komin í heimsókn með barnunga dótt- ur sína á arminum. Sú brosir sínu blíðasta framan í afa sinn og þennan undarlega mann sem er með honum. „Já, hún er alltaf bros- andi þessi,“ segir Pétur. „Hefur engar áhyggjur af kjarasamningum eða gjaldeyr- ishöftum.“ „Það er ennþá verið að fara illa með opinbert fé. Ég vissi fyrir að þessi barátta yrði erfið og fljótlega eftir að ég settist á þing áttaði ég mig á því hversu miklir hagsmunirnir eru,“ segir Pétur H. Blöndal. Morgunblaðið/Golli * Þegar fólk verður fyrir áfalli reynir það að mætanæsta áfalli með ráðdeild og sparnaði en þaðhefur ekki gerst að nægilega miklu marki hér. Mér sýnist fólk ekki sýna mikla fyrirhyggju, allt púður fer í að leysa vanda dagsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.