Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Menning Í tvö sumur fyrir hátt í einni öld ferðaðist danski myndlistarmaðurinn Johannes Lar- sen (1867-1961) um Ísland með teikniblokk- ir og pennastöng og dró upp einstaklega fagrar en jafnframt aðdáunarlega hlutlægar myndir á sögustöðum Íslendingasagna. Larsen hafði verið fenginn af rithöfundunum Johannes V. Jensen og Gunnari Gunnarssyni til að myndskreyta nýjar danskar þýðingar sagn- anna sem komu út í afar veglegri útgáfu, í þrem- ur bindum, á árunum 1930 til 1932. Larsen var þá víðkunnur fyrir næmar myndir sínar af fuglum og danskri náttúru. Hann hafði þó lítið gert af myndum eins og þeim sem hann átti eft- ir að gera á Íslandi, fyrir utan að hann hafði myndskreytt í svipuðum stíl bækur um dansk- ar eyjar. Og forsvarsmenn þýðingarinnar töldu það líka hjálpa að Larsen hafði farið í leiðangur til Grænlands, þar sem hann teiknaði einkum fugla. Danski rithöfundurinn, Íslandsvinurinn og kennarinn fyrrverandi, Vibeke Nørgaard Niel- sen, segir þessa sögu alla, og af ferðum lista- mannsins um Ísland, á einstaklega vel lukk- aðan hátt í bók sinni, sem kom upphaflega út í Danmörku árið 2004, undir titlinum Sagafær- den – Island oplevet af Johannes Larsen 1927- 1930, en nefnist í hinni nýju íslensku útgáfu Listamaður á söguslóðum – Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927-1930. Þetta er glæsileg og tímabær útgáfa á íslensku, bók sem er öllum aðstandendum til sóma, og segir mikilvæga og merka sögu, auk þess að birta veglegt úrval af teikningum sem listamaðurinn vann að hér á landi. „Meistaralega blæbrigðaríkar“ Bókin kom út á sama tíma og lítil en afar falleg sýning var opnuð fyrr í vetur í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar með úrvali teikninga sem Larsen gerði hér. Hún hefst á inngangi höf- undar, bættum frá fyrri útgáfu, og formála frumútgáfunnar en hann skrifar Erland Pors- mose stjórnandi safns um Johannes Larsen í fyrrverandi vinnustofu hans og heimili í Kerte- minde á Fjóni. Þá kemur athyglisverð sam- antekt Aðalsteins Ingólfssonar, „Íslands- ferðir“, um teikningar og myndverk sem einkum erlendir listamenn höfðu unnið að hér á landi, en einnig er fjallað um verk Ólafs Tú- bals myndlistarmanns sem var fylgdarmaður Larsens. Réttilega segir hann að nærtækast sé að líkja teikningum Larsens frá söguslóðum Íslendingasagnanna „við vatnslitamyndirnar sem breski myndlistarmaðurinn og rithöfund- urinn William Gershom Collingwood málaði hér á landi árið 1987. Megintilgangur beggja var sá sami, sum sé að draga upp hlutlausar og ýkjulausar myndir af stöðum þar sem Íslend- ingasögurnar eru sagðar hafa gerst og láta les- endum síðan eftir að fylla upp í þær með ímyndunaraflinu“ (13). Aðalsteinn bætir við, og er undirritaður honum sammála, um að þar skilji í sundur með þessum tveimur Íslands- vinum. Sá breski hafði hárómantískan áhuga á norrænni arfleifð á meðan ekki er vitað til þess að Daninn hafi haft mikinn áhuga á Íslandi áð- ur en hann var fenginn til verksins. Þá var verklag þeirra afar ólíkt. Collingwood „málar vatnslitamyndir sem eru í eðli sínu gildis- hlaðnar [en] Larsen gerir eingöngu svarthvítar pennateikningar, lágstemmdar og hófstilltar en samt meistaralega blæbrigðaríkar“(15). Þá stígur höfundurinn, Nørgaard Nielsen, fram og segir frá því hvernig hún kynntist í einni af mörgum Íslandsferðum sínum teikn- ingum Larsens – þar kom mynd af Þorvaldsdal við Eyjafjörð við sögu á skemmtilegan hátt. Heima í Danmörku komst hún í kynni við erf- ingja Larsen og fékk að sjá hluta frummynd- anna, sem eru svo til allar enn í eigu fjölskyld- unnar. Og í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn fékk hún í hendur átta litlar dagbækur listamannsins frá ferðunum, þétt skrifaðar með blýanti og skreyttar með litlum skissum, aðallega af fuglum. Nørgaard Nielsen skrifaði þær upp og ferðaðist í kjölfarið milli staðanna á Íslandi þar sem hann vann. Sögunni var alls ekki lokið því nokkrum árum síðan fékk hún afrit af dagbókum Ólafs Túbals, fylgdarmanns Larsen, og með öll þessi gögn og fleiri til í höndunum, segir hún okkur sögu verkefnisins á skýran og hrífandi hátt. Frásögnin af ferðum Johannesar Larsen um landið er heillandi og tekst Nørgaard Nielsen á aðdáunarverðan hátt að drífa lesandann með í ferðalagið, með Larsen og ferðafélögum hans, allt frá fyrstu dögunum á Þingvöllum þar sem hann naut félagsskapar hunds, í Fljótshlíðinni þar sem hann fann sér fljótlega starfsstöð í Múlakoti og heimamanninn Ólaf sem kapp- saman fylgdarmann. Larsen les Íslend- ingasögurnar um leið og hann vinnur hörðum höndum að því að draga upp sínar hlutlægu myndir á stöðunum þar sem þær eru sagðar hafa gerst, og hann fetar sig vestur eftir land- inu og út á Snæfellsnes, sístarfandi, þar til hann fær boð um að eiginkona hans liggi alvar- lega veik heima. Þá drífur Larsen sig til skips en kemur of seint heim, konan var látin. Tvö sumur líða og Larsen kemur aftur til landsins, að ljúka við teikningarnar sem voru um 300 talsins þegar upp var staðið. Þá hófst vinnan aftur á Suðurlandi, lá svo vestur um land og norður; lauk vinnunni við Mývatn þeg- ar komið var fram í september 1930. Þessi saga er afar vel sögð í bókinni, af Lar- sen sjálfum, Ólafi Túbals og Nørgaard Nielsen sem útskýrir ferðalagið og undirbyggir at- burðarásina vel. Þá eru ríflega eitt hundrað myndir birtar, flestar úr hinni fögru útgáfu Ís- lendingasagnanna og nokkrar til sem hafa ekki verið valdar þar inn. Þá eru birtar myndir úr dagbókum Larsens, þar sem hann hefur teikn- að margar myndir af dýrum, en ritstjórarnir í Danmörku höfðu hvatt hann til þess að ein- beita sér að landslaginu og láta fuglamyndir vera hér. Þá eru nokkrar mynda Ólafs Túbals hafðar með, auk ítarefnis, þar á meðal tæmandi listi og kort sem sýna hvar og hvenær Larsen gerði myndirnar. Myndirnar betur prentaðar Helst er að finna að þýðingunni í þessari ís- lensku útgáfu, að hún er nokkuð stirð á köflum og ónákvæm en það birtist meðal annars í því að listamaðurinn er sífellt nefndur fullu nafni í stað þess að láta Larsen oftast nægja. Þá notar þýðandi skammstafanir, sem undirrituðum finnst ljótt í fagurfræðilegum texta, og nokkuð ber á furðulegum setningum: „Á leiðinni niður sjá þeir margar tunnur lands þaktar saltfiski“ (43); „Múlakot var mjög þekktur staður fyrir skrúðgarðinn“ (28) í stað þess að segja að Múlakot hafi verið þekkt; talað er um að teikn- ingarnar fyrir „sögu Snorra goða“ séu tilbúnar, á íslensku ætti að segja fyrir Eyrbyggja sögu (138). Slík dæmi eru of mörg og hefði textinn þurft betri yfirlestur. Þá gerir þýðandi mistök í innskoti, þar sem hann segir Larsen hafa skoð- að bók Collingwoods, A Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland, og segir það vera sama verk og Fegurð Íslands og fornir sögustaðir, sem er fjarstæða, enda er þar um að ræða sam- antekt Haraldar Hannessonar frá 1988 með myndum Collingwoods sem varðveittar eru í Þjóðminjasafni. Hins vegar er nauðsynlegt að segja útgáf- unni til hróss að myndirnar eru mun betur prentaðar hér en í þeirri dönsku; þær eru skír- ar og tærar, njóta sín vel í þessu stóra broti, á þykkum og góðum pappírnum. Þessi merka bók, Listamaður á söguslóðum, um ferðir og vinnu Johannesar Larsens á Ís- landi, er afar falleg, læsileg og opnar fyrir les- andanum forvitnilega heima sem tengjast forn- sögunum, bókmenntunum og myndlist. Þetta er menningarsöguleg gersemi. Einar Falur Ingólfsson Larsen teiknaði Blótsteininn svokallaða, á Þingvöllum á Þórsnesi, í fyrri ferð sinni til landsins, 22. ágúst 1927. Þar var hann á sögusviði Eyrbyggja sögu. Aðdáunarverð túlkun á sögustöðum Höfundur bókarinnar, Vibeke Nørgaard Nielsen, á vandaðri sýningu með teikningum Larsens í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í vetur. Morgunblaðið/Einar Falur Bækur Listamaður á söguslóðum – Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927-1930 bbbbb Eftir Vibeke Nørgaard Nielsen. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi. Ugla, 2015. 208 bls. Síður úr dagbókum sem Johannes Larsen skrifaði og teiknaði í á ferðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.