Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 56
K óramótið hófst á föstudagskvöldi með móttöku hjá Sendiráði Ís- lands þar sem Þórður Ægir Óskarsson sendiherra ávarpaði söngfólkið og kvað verkefni sem þessi, sem og almennt starf íslenskra kóra á erlendri grundu, skipta miklu máli við kynningu á íslenskri menningu og söngva- hefð. Enda kom á daginn að gestir á tónleik- unum voru af ýmsum þjóðernum og á öllum aldri. Til gamans má geta þess að daginn eft- ir tónleikana hafði Dame Filomena Shipman, fyrr- verandi friðardómari, sam- band við sendiráðið til að láta í ljósi hrifningu sína og koma á framfæri þökk- um til aðstandenda og bað um að vera endilega látin vita þegar svipaður við- burður yrði haldinn næst. Mótsdagurinn var lang- ur og strangur fyrir kór- félagana og enn strangari fyrir skipuleggjendurna í Lundúnakórnum, með Helga Rafn Ingvarsson kórstjóra og Ingu Lísu Middleton kórformann, í eldlínunni. Allt gekk þó eins og vel smurð vél og þegar gestir höfðu haldið til síns heima á mánudag- inn gátu þau Inga og Helgi andað léttar og gefið sér tíma til að spjalla við blaðamann. Tveggja ára undirbúningur „Þetta byrjaði með því að kórar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð tóku sig til og ákváðu að hittast og syngja saman. Ég er ekki alveg viss um hvenær það var en ég veit að Lund- únakórinn var stofnaður árið 1984 af sr. Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, þáverandi sendiráðs- presti, og var fljótlega boðin þátttaka í mótinu,“ segir Inga Lísa spurð um sögu kóramótsins. „Það hefur síðan vaxið og orðið fjölmennara í hvert skipti.“ Þegar kóramótið 2013 var haldið, í Lundi í Svíþjóð, var Helgi Rafn nýtekinn við Ís- lenska kórnum í Lundúnum. „Ég var stoltur af gengi okkar þar en það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og kórinn orðinn mun þéttari núna.“ En í þetta sinn hafði Helgi í mun fleiri horn að líta þar sem Lundúnakór- inn bar hitann og þungann af kóramótinu. „Undirbúningsvinnan tók tvö ár, til dæmis var kirkjan bókuð strax eftir síðasta mót. Sjálf framkvæmdin var þó svo gríðarleg að við hefðum ekki getað þetta án okkar traustu undirnefnda sem allar voru skipaðar fólki úr kórnum hér í London. Anna Baldursdóttir og Eva Gunnarsdóttir sáu um að setja upp æf- ingaplanið fyrir daginn, en það voru stans- lausar æfingar og fundir frá hálfníu á laug- ardagsmorgun fram að tónleikunum klukkan fimm; Guðrún Jensen hjálpaði okkur við að finna styrktaraðila; Vera Júlíusdóttir sá um að skipuleggja glæsilegan þriggja rétta kvöldverð eftir tónleikana og Andrea Ösp Kristinsdóttir hélt utan um skemmtun og dansiballið á kvöldskemmtuninni. Það voru margir fleiri sem lögðu hönd á plóg og við erum þeim endalaust þakklát. Inga Lísa hafði yfirumsjón og var yfir nefndunum en ÍSLENSKUR SÖNGUR BREIÐIST ÚT UM EVRÓPU „Með því skemmtilegasta sem maður upplifir“ ANNAÐ HVERT ÁR ER HALDIÐ KÓRAMÓT ÍSLENSKRA KÓRA Í NORÐUR-EVRÓPU OG Í ÁR VAR KOMIÐ AÐ LUNDÚNAKÓRNUM AÐ SINNA GESTGJAFAHLUTVERKINU OG SKIPULEGGJA HEIMSÓKN TÍU ANNARRA KÓRA TIL HÖFUÐBORGAR BRETLANDS. Texti: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Myndir: Úr einkasöfnum Helgi Rafn Ingvarsson Inga Lísa Middleton Stórkórinn fékk hátíðarkveðju frá biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, og verkefnisstjóra kirkju- tónlistar, Margréti Bóasdóttur, þar sem þær þökkuðu öllum kórunum fyrir gott starf á erlendri grundu. „Bréfið endaði á orðunum: „Með bæn og blessun Guðs í líf og starfi“ og það var ekki amaleg byrjun á laugardeginum að lesa þá kveðju fyrir hópinn. Við þökkum þeim fyrir þetta fallega bréf,“ sagði Helgi Rafn. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Bók Halldórs Laxnes um heimasveit sína í Mosfellsdal, Innansveitarkrónika, er nú að- gengileg sem rafbók á vefnum innansveitar- kronika.is og þar má einnig hlýða á upplestur Halldórs. Unnið hefur verið að þessu til- raunaverkefni frá því í ársbyrjun 2014 en um samstarfsverkefni nokkurra stofnanna og að- ila er að ræða; Gljúfrasteins, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Ríkisútvarpsins, Forlagsins, verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og fjölskyldu Halldórs. Þessi vefur markar tímamót því í fyrsta sinn er verki eftir Halldórs miðlað með þess- um hætti. Notendum gefst kostur á að lesa bókina í heild sinni sem rafbók, hlusta á upp- lestur skáldsins og afla sér fróðleiks um sögusviðið og sögupersónur. VEFUR UM KRÓNIKUNA HALLDÓR LES Bók Halldórs Laxness, Innansveitarkrónika, er nú aðgengileg sem raf- og hljóðbók. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hluti eins verksins á sýningunni í Listasafninu á Akureyri en þau eru unnin í hina ýmsu miðla. Útskriftarsýning nemenda listnámsbrautar VMA, „Fimmtán“, verður opnuð í dag, laug- ardag klukkan 15, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi list- náms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetn- ingu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkenn- ara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð. Á útskriftarsýningunni má sjá fjölbreytt verk en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. LOKASÝNING NEMA VMA „FIMMTÁN“ Kvartett gítarleikarans og bæjarlistamanns Hafnarfjarðar á síðasta ári, Andrésar Þórs, kem- ur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, laugardag, og hefj- ast þeir klukkan 17. kl. 17:00. Tónleikarnir eru hluti af menningarhátíð- inni Björtum Dögum í Hafnarfirði. Kvartettinn mun leika vel valin lög úr smiðju Andrésar, bæði nýtt og áður óút- gefið efni sem og lög úr nótnabók Andr- ésar en hún kom út í nóvember í fyrra, í tilefni af tíu ára útgáfuafmæli listamanns- ins. Þennan spræka djasskvartett skipa auk Andrésar þeir Agnar Már Magnússon á pí- anó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og trommuleikarinn Scott McLemore. KVARTETT ANDRÉSAR ÞÓRS VEL VALIN LÖG Andrés Þór Menning Á tónleikunum í St. Mary Abbots-kirkju fluttu sjö kóranna brot af fjöl- breyttu lagaúrvali sínu og fengu tónleikagestir því að hlýða á sálma og ættjarð- arljóð í bland við barna- gælur og dægurtónlist, allt frá Jónasi og Hallgrími til Megasar og Magnúsar Eiríkssonar. Í lokin sameinuðust svo allir kórarnir í Stórkór ís- lenskra kóra í Norður-Evrópu og skiptust kórstjórarnir á að stýra rúmlega 150 manna kórnum. Hljómburðurinn í kirkj- unni er með eindæmum góður og lauk dag- skránni með þjóðsöngnum sem hljómaði stórfenglega í fallegri kirkjunni og lét vafalít- ið engan tónleikagesta ósnortinn. Eftir tvö ár verður kóramótið haldið í Danmörku, þar sem Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn, undir stjórn Sigríðar Ey- þórsdóttur, og Staka, kór undir stjórn Stef- áns Arasonar, munu sinna gestgjafa- hlutverkinu í sameiningu. Stefán hefur stjórnað Stöku frá árinu 2006 en kórinn fagnaði tíu ára afmæli sínu í fyrra og mætir reglulega á kóramót Íslendingakóranna í Norður-Evrópu. „Þetta er samt ekki Íslendingakór, það eru nokkrir Danir í honum og einnig hafa verið þar Færeyingar og allra þjóða kvik- indi. Æfingarnar eru allar á dönsku og þetta átti bara að vera góður kammerkór,“ segir Stefán, en helsta markmið kórsins er að kynna íslenska tónlist í Danmörku. „Við er- um með þrjá Dani með okkur hérna á mótinu og þeir skilja ekki neitt sko,“ bætir hann við og hlær. Hann lætur þá þó hiklaust syngja á íslensku og segir Danina mjög ánægða með að vera ekki í venjulegum, dönskum kór. Að sögn Stefáns heldur Staka býsna marga tónleika í Danmörku, fyrir utan þessa hefðbundnu jóla-, páska- og vor- tónleika en segir kúltúrinn í Danmörku öðruvísi að því leyti að kirkjurnar borgi kórum fyrir að koma og halda tónleika og Staka fái nokkuð margar beiðnir um það. Kórinn sé því vel undirbúinn fyrir svona kóramót og hafi notað tækifærið og haldið sína eigin tónleika í London á föstudag. En stærsta áskorunin sé að stjórna Stórkórn- um svokallaða. „Það er rosalega stór mun- ur á að stjórna Stöku, sem er lítill hópur sem þekkir mig vel, og svo nokkrum kórum sem eru hver með sinn stjórnanda. Það er til dæmis hver stjórnandi með sína aðferð við að byrja lag og getur verið svolítil kúnst fyrir söngvarana að þekkja það. Það er þó nokkuð alheimslegt merki um að ef stjórn- andinn dregur greinilega inn andann, þá er hann að fara að bresta í söng.“ Kynna íslenska tónlist í Danmörku Stefán Arason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.