Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 57
Kóramótið þótti takast vel og þátttakendur eru farnir að hlakka til næsta móts í Kaupmannahöfn að tveimur árum liðnum. Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn klæddist grænu á tónleikunum. ég, sem listrænn stjórnandi, bar ábyrgð á því að tónleikarnir gengju vel.“ Ólýsanleg upplifun En þótt dagurinn hafi byrjað snemma lét söngfólkið það ekki aftra sér við að fagna vel heppnuðum tónleikum fram eftir kvöldi. „Þar var náttúrlega haldið áfram að syngja, flestir kórarnir komu með skemmtiatriði, kórstjórar og kórformenn voru látnir keppa í nokkurs- konar „Actionary“ og úrslitin í nafn- spjaldakeppninni kynnt, en Oslóarkórinn vann farandbikarinn í annað sinn með snilld- arútfærslu á Ópinu eftir Munch. Og síðan var dansað fram á nótt. Þetta var sirka 20 klukkustunda prógramm allt í allt,“ segir Inga Lísa og hlær. Og kórstjórinn var að vonum kátur að helginni liðinni. „Tilfinningin að sjá þetta allt smella á laugardaginn gerði þessa margra mánaða vinnu, alla þessa fundi og öll e- mailin, þess virði og meira en það. Að sjá öll brosin, heyra allan sönginn og fá að vinna með og stjórna Stórkór íslenskra kóra í Norður-Evrópu var ólýsanleg upplifun. Þar að auki er svona vinna gífurlega mikils virði fyrir einhvern eins og mig sem er að vinna að því að byggja upp feril sem tónlist- armaður. Reynslan af því að framleiða verk- efni á þessum skala skilar sér í þekkingu sem mun nýtast í minni vinnu í framtíðinni.“ Kóramótið í London var það fimmta sem Inga Lísa hefur tekið þátt í. „Ég verð að segja að svona kóramót eru með því skemmtilegasta sem maður upplifir. Maður er kannski ekki alveg jafnafslappaður þegar maður er ekki bara þátttakandi en að sjá þetta allt smella saman var alveg frábær til- finning. Það gerast einhverjir töfrar þegar svona margir Íslendingar sem búa erlendis koma og syngja saman. Sambland af þjóð- ernisstolti, heimþrá og gleði yfir því að vera saman. Að syngja þjóðsönginn í svona stórum hóp er líka alveg einstakt. Ég held að ég sé ennþá með gæsahúð!“ Árið 2017 verður kóramótið haldið í Kaup- mannahöfn, í boði tveggja kóra sem þar eru starfræktir. „Það eru kórar með mikla reynslu og frábæra kórstjóra svo ég efast ekki um að það verði glæsilegt hjá þeim,“ segir Helgi Rafn og er greinilega strax far- inn að hlakka til næsta móts. Eftir boð í sendiráðinu á föstudagskvöldi tóku við stífar æfingar allan laugardaginn, svo tónleikar og loks kvöldverður og kvöldskemmtun sem stóð fram eftir nóttu. Helgi Rafn stýrir hér raddæfingu. Kórarnir og áheyrendur þeirra urðu ekki sviknir af hĺjómburðinum og hátíðleikanum í St. Mary Abbots kirkju. * Það gerast einhverjirtöfrar þegar svonamargir Íslendingar sem búa erlendis koma og syngja saman. Undirbúningsvinna fyrir kóramótið tók tvö ár. Helgi Rafn stýrir hér Lundúnakórnum á tónleikunum. 26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í Ásmundarsafni lýkur um helgina áhugaverðri sýningu, Vatnsberinn – Fjall+kona sem Harpa Björnsdóttir setti upp með verkum sjö listamanna auk verka Ásmundar Sveinssonar sjálfs. Rýnir Morgunblaðsis gaf sýn- ingunni fjórar stjörnur. 2 Ámundi Sigurðsson, grafískur hönnuður, mun á sunnudag klukkan 14 ganga um yfirlitssýninguna með verkum sínum í Hönnunarsafninu í Garðabæ, ásamt Hörpu Þórsdóttur forstöðumanni og rifja upp sögur tengdar einstökum verkefnum sem hann hefur unnið að á 30 ára ferli. 4 Ástæða er til að minna á at- hyglisvert vefuppboð á verkum eftir Þórarin B. Þorlákssson, einn frumherja íslenskrar myndlistar, á vefnum Upp- bod.is. Það stendur til 29. apríl og er hægt að skoða verkin í Gallerí Fold. 5 Fjölbreytilegri Jazzhátíð Garðabæjar lýkur um helgina. Á laugardeginum verða þrennir tónleikar í bænum; fyrir eldri borgara í Jónshúsi kl. 14, ungt fólk leikur í Haukshúsi kl. 17 og í Kirkjuhvoli kemur kvartett fram um kvöldið. Hátíðinni lýkur á sunnudag með stórtónleikum Stór- sveitar Tónlistarskóla Garðabæjar. 3 Á sunnudag kl. 15 leiða sex meistaranemar í myndlist gesti um MA útskriftasýn- ingu Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni. Áður, eða kl. 14, verður endurfluttur gjörningurinn „Berglind“ eftir Soffíu Guðrúnu Kr. Jóhanns- dóttur. Aðgangur er ókeypis. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.