Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 59
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Við sem erum blind og nafnlaus heitir fyrsta ljóðabók Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, sem JPV gaf út í vikunni. Alda Björk er doktor í al- mennri bókmenntafræði og skrifaði um höfundarvirkni Jane Austen. Hún er aðjunkt í bók- menntafræði við Íslensku- og menningardeild. Áður hafa komið frá henni fræðibækur um skáldskap- arfræði Hallgríms Helgasonar og skáldskap Steinunnar Sig- urðardóttur en síðarnefndu bókina skrifaði hún með Guðna Elíssyni. Alda hefur einnig birt ljóð víða, m.a. í Tímariti Máls og menningar og Stínu og hún var valin há- skólaskáldið 2013. Fyrsta ljóðabók Öldu Bjarkar Breski rithöfundurinn James Meek var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september 2005 og ræddi þá um bók sína Í nafni kærleikans, sem Bjart- ur gaf út þá um haustið í þýðingu Árna Ósk- arssonar. Í nafni kærleikans, sem heitir The People’s Act of Love á frummálinu, var vel tekið og hlaut ýmis verðlaun. Meek er þó ekki bara rithöfundur, heldur er hann lika þekktur sem blaðamaður og hefur ver- ið verðlaunaður sem slíkur. Síðasta bók hans, Pri- vate Island: Why Britain Now Belongs to Someone Else, var einmitt bók blaðamanns,. en í henni fjallar hann um einkavæðingu breskra ríkisfyrirtækja, póstþjónustu, járnbrauta, vatns- og rafmagnsveitu, heilbrigðisþjónustu og húsnæðismála og það að sú einkavæðing hefur ekki skilað þeim ávinningi sem lofað var, ekki síst í kjölfar þess að erlendir fjár- festar hafa keypt ráðandi hlut í fyrirtækjum í grunn- þjónustu og mjólka úr þeim allar tekjur. Meek rekur hnignum fyrirtækja í grunnþjónustu til einkavæðingarinnar sem hófst í stjórnartíð Marg- areth Thatcher og stendur enn og leiðir líkur að því að næst á uppboðsskránni sé breska heilbrigðisþjónustan sem hægrimenn hyggist einkavæða án tillits til þess hve fyrri einkavæðing hafi skilað litlum árangri. Fyrir Private Island er Meek tilnefndur til Orwell- verðlaunanna, en þau eru veitt í nafni George Orwell þeim bókum um stjórnmál sem næst komast því að vera listaverk. Aðrir sem tilnefndir eru til verðlaunanna eru Rana Dasgupta fyrir bók sína Capital, Dan Davies fyrir In Plain Sight, ævisögu Jimmy Savile, David Kyn- aston fyrir Modernity Britain, Nick Davies fyrir Hack Attack og Louisa Lim fyrir The People’s Republic of Amnesia sem fjallar um voðaverkin á Tiananmen-torgi í Peking. James Meek. Ljósmynd/Sarah Lee AUKAVERKANIR EINKAVÆÐINGAR Pulitzer-verðlaunin bandarísku voru veitt í vikunni, en þau eru veitt fyrir bókmenntir, blaða- mennsku og tónsmíðar. Verðlaun eru veitt í 21 flokki, allt frá ljós- myndun í almenningsþjónustu, en blaðamennaverðlaunin vekja jafnan einna mesta athygli vestan hafs og eins bókmenntaverðlaunin. Ef bara er litið til bókmenntanna þá hlaut skáldsagan All the Light We Cannot See eftir Anthony Do- err Pulitzer-verðlaunin sem skáld- saga ársins. Önnur verðlaun féllu svo: Leikritið Between Riverside and Crazy eftir Stephen Adly Gu- irgis fékk verðlaun sem leikrit ársins, Encounters at the Heart of the World eftir Elizabeth A. Fenn verðlaun sem sagnfræðirit ársins, The Pope and Mussolini eftir David I. Kertzer var valin ævisaga ársins, Digest eftir Gregory Pardlon ljóðabók árs- ins og The Sixth Extinction eftir Elizabeth Kolbert fékk viðurkenningu sem besta bók almenns eðlis. Tónverk ársins var svo valið Anthracite Fields eftir Julia Wolfe. Anthony Doerr heima hjá sér í Boise, Idaho. ANTHONY DOERR FÉKK PULITZER Eitt af höfuðritum tuttugustu aldar er skáldsagan Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir breska blaðamanninn og rithöfundinn George Orwell, en í bókinni lýsir hann heimi undir alræðisskipulagi þar sem stríð er friður, frelsi er fjötur og fáfræði er styrkur og Stóri bróðir vakir yfir öllu. Söguhetja bókarinnar, Win- ston Smith, drýgir þá höf- uðsynd að hafa sjálfstæða vit- und og sjálfstæðar skoðanir. Fyrir vikið lendir hann í klóm Hugsanalögreglunnar. Nítján hundruð áttatíu og fjögur kom fyrst út 1949, en á íslensku 1951 í þýðingu þeirra Hersteins Pálssonar og Thorolfs Smith. Sú þýðing var endurútgefin 1983. Ugla gefur nú bókina út í nýrri þýðingu Þórdísar Bachmann. Nítján hundruð átta- tíu og fjögur George Orwell Nítján hundr- uð áttatíu og fjögur - aftur NÝ ÞÝÐING FÁAR BÆKUR HAFA HAFT EINS MIKIL ÁHRIF Á SAMTÍMANN OG NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR EFTIR GEORGE ORWELL SEM KEMUR NÚ ÚT Í NÝRRI ÞÝÐINGU. Í BÓKINNI SAGÐI ORWELL FYRIR UM ALLT ÞAÐ VERSTA SEM AL- RÆÐIÐ BAUÐ OKKUR UPP Á Á SÍÐUSTU ÖLD OG ER VÍTI TIL AÐ VARAST Á ÞESSARI. Skáldsagan Góða nótt Silja vakti mikla athygli þegar hún kom út 1997. Bókin var frumraun Sigurjóns Magnússonar og þótti bera í sér „sjaldséðan og kraftmikinn drunga“, en gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði umfjöllunarefni hennar djarf- lega valið og að bókin væri vel skrif- uð, yfirveguð og skemmtileg aflestr- ar. Bjartur gaf bókina út á sínum tíma, en Ugla gefur hana út að nýju. Góða nótt Silja endurútgefin Eitt mesta hörkutól seinni tíma er bandaríski töffarinn Jack Reacher, fyrrverandi hermaður sem nú er flakkari, þvælist um Bandaríkin til að kynnast landinu sem hann barðist fyrir í fjölda ára en bjó þó aldrei í. Hvar sem Reac- her fer þá er eins og ævintýrin elti líkt og í nýrri bók um hann, Ekki snúa aftur, sem JPV gefur út, en þá setur löngun hans til að bjóða stúlku út að borða allt úr skorðum. Jack Reacher er hugarfóstur breska rithöf- undarins Lee Childs. Komið hafa út tuttugu bækur um ævintýri hans, en átta bókanna hafa komið út á íslensku. Jón St . Kristjánsson þýddi. Jack Reacher stendur í stórræðum BÓKSALA 15.-21. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Í fangabúðum nazistaLeifur H. Muller 2 Bylting og hvað svo?Björn Jón Bragason 3 Ekki snúa afturLee Child 4 Viðrini veit ég mig veraÓttar Guðmundsson 5 Vertu ÚlfurHéðinn Unnsteinsson 6 Britt - Marie var hérFredrik Backman 7 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 8 Ástin,drekinn og dauðinnVilborg Davíðsdóttir 9 SyndlausViveca Sten 10 Iceland In a BagÝmsir höfundar Íslenskar kiljur 1 Ekki snúa afturLee Child 2 Britt - Marie var hérFredrik Backman 3 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 4 SyndlausViveca Sten 5 Fyrir sunnanTryggvi Emilsson 6 AfturganganJo Nesbø 7 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 8 NáðarstundHannah Kent 9 Mamma, pabbi, barnCarin Gerhardsen 10 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.