Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 9

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 9
ar, geimferðir og gervihnettir eru hættir að valda undrun, rafeindatækni er gífurleg nú orðið, og þannig má lengi telja. Samt eru þau ráð, sem tiltækileg eru frá tæknilegu sjónarmiði og nýtast til varnar hrörnun líffæra, næsta fátækleg og vel- flest áratuga gömul. Leikfólk spyr lækna, hví tækni nútímans sé ekki beitt, þegar það verður fyrir meiri háttar truflun á t. d. hreyfingum út- lima. Tæknin leyfir, að hægt sé að stjórna gervi- hnetti frá jörðu, en hins vegar þekkist ekki, að fótur, sem hefur lamazt, geti látið að stjórn á ný fyrir tæknivinnubrögð nútímans. Þrátt fyrir tröllauknar framfarir í meðferð slysa, verður svo að vera enn, að meiri háttar slys skilja eftir sig spor í formi truflaðra hreyfinga úllima. Sá, sem missir útlim eða limi, fær gerfilim, sem ekki getur talizt viðunandi á öld tækniþróunar. Gerfi- limur, sem gerður er í dag eftir ströngustu kröf- um, af hugviti og með bezta fáanlega handbragð- inu, er frumstæður forngripur, þegar hann er skoðaður við hlið t. d. geimfars eða rafeinda- reiknara og í ljósi nútímatækninnar. Maður, sem missir hönd sína, fær úlbúnað, sem er svo ófull- kominn frá tæknilegu sjónarmiði, miðað við tækni á öðrum sviðum, að hann getur ekki skammlaust veifað hendi í kveðjuskyni geim- farinu, sem hefur sig til lofts með alla þá tækni innanborðs, sem hefði þurft að leggja í tilbún- ing handar hans. Dæmið á að undirstrika, að lækni í tilbúningi hjálpartækja væri á öðru stigi í dag, ef fjármagni og hugviti hefði verið veitt þangað í svipuðum mæli og tíðkazt hefur á ýms- um öðrum sviðum. I sama ljósi er það furða, að engin tök eru á því í dag, notandi öll heimsins tæknibrögð að gera vöðva, sem hefur lamazt, not- hæfan á ný, jafnvel ekki að gera eftirlíkingarút- búnað í stað lamaðs vöðva. Reglan „það, sem Guð hefur skapað, er svo fullkcmið, að ekki er hægt að bæta það eða eft- irlíkj a“, er vissulega í fullu gildi og verður, en höfundur reglunnar mundi ekki telja nærri sér höggvið, þótt hugvit, snilli og fjármunir væru sameinuð til að bæta úr afleiðingum sjúkdóma eða slysa. Og eflaust kemur að því. Sem kunnugt er, hefur flutningur líffæra hafizt og notkun gerfiefna tíðkast um skeið. Þetta er á frumstigi og ennþá enginn látið sig dreyma um að beita slikum aðferðum við hluta miðlaugakerfisins. Sköddun á því veldur truflun á hreyfifærum og skynfærum. Sköddun á hreyfifærunum sjálfum má jafnvel lítt bæta. Þannig er fárra kosta völ á þeim vettvangi. Hins vegar er líklegt, að gerð verði „einföld“ stjórnarkerfi fyrir lamaða útlimi, og útlimi, sem misst hafa hreyfingarhæfni af öðr- um sökum. Rafeindaleg stjórnun gerfilima er nú á dagskrá lilraunastofnana og einnig sams konar stjórnun á hreyfingum lamaðra útlima. Rafork- an er tekin frá líkamanum sjálfum og mögnuð upp í þann styrkleika, sem þarf til að knýja til- búin vélstjórnunartæki í stað þess, sem skaddazt hefur. Þetta á þó langt í land, og nú í dag og um næstu framtíð verður mannkynið að styðjast við þær aðferðir, sem notaðar eru nú og hezt reyn- ast: Þjálfun og æfingar til hreyfinga, verka, at- hafna og vinnu, notandi til ítrustu þá líffæralegu möguleika, sem ennþá eru fyrir hendi eftir að sjúkdómur er genginn yfir eða slys bætt. Beri maður þær aðferðir saman við áætlaða framtíð- armöguleika eru þær næsta fábrotnar og fátæk- legar. I mörgum tilvikum breyta þær þó gangi mála til hins betra fyrir hlutaðeigandi sjúkling, fyrir aðra eru þær hjálplegar, en í sumum atvik- um eru þær til einskis. Hér hefur helzt verið drepið á lækninsfræðileg atriði endurhæfingar, en þær mynda aðeins hluta endurhæfingaaðgerða nútímans. Félagslegi hluti þeirra er stærri og skiptir jafnan megin máli, ekki sízt vegna þess, að læknisfræðilegu atriðun- uin, sem hér koma við sögu, eru takmörk sett, og mun svo verða lengi. Trúlega mun svið félags- legra þarfa í endurhæfingu minnka að sama tkapi og árangur læknisfræðilegu hliðar hennar eykst. Á íslandi verða nýjungar á sviði endurhæfing- ar ekki skapaðar. Eins og áður verðum við að sækja fræðilegar og tæknilegar nýjungar til Framhald á bls. 61 REYKJALUNDUR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.