Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 15

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 15
tímareikningsmisvísanir urðu hjá okkur, enda sáum við ekki til sólar. Þá birtist okkur turn- klukka, sem sagði okkur að 15 mínútur væru til brottfarartíma lestarinnar og þá upphófst kapp- hlaupið, sem áður er getið. Náðum naumlega að stökkva upp á fótbretti aftasta vagns lestar- innar, sem þegar var á ferð og þar héngum við unz við vorum innbyrtir við litla kurteisi. Þegar yfir landamærin kom tókum við að halda uppi spurnum um Rhodin. Fengum engar fréttir af honum fyrr en í Gautaborg. Þar var okkur sagt að líklega héldi hann sig í nágrenni Helsingjaborgar. Er þangað kom, stigum við úr lestinni. Spurðum þar að Rhodin væri staddur með cirkus sinn í smábænum Klippan, 40 km austur af borginni. Við náðum símasambandi við hann og báðum hann að koma til fundar við okkur og það gerði hann. Ekki lá vel á Rhodin og kvaðst hann nú vera harla afhuga Islandsferðinni og bar mörgu við. Fyrst og fremst því, að enginn skipakostur væri fáanlegur og var hann því þegar búinn að segja upp flestum artistunum og öðru starfsfólki, en Ijónum sínum og fílum hefði hann ráðstafað þannig að selja dýrin á leigu í Berlín og ætlaði hann sjálfur að fylgja þeim þangað. Væri nú á- kveðið að hætta sýningum og ekki hefja þær aftur fyrr en með vori. Ennfremur sagði hann að ógerningur væri að ráða nokkra artista til íslands nema gegn afarkostum. Ástæðuna kvað hann vera þá, að einn artistanna, er á hans vegum var, hefði fengið tilboð frá íslendingi, fyrir milligöngu dansks miðlara, um Islandsferð og honum heitið 1000 ísl. krónum fyrir hverja sýningu. (Þá var gengismunur ísl. og sænskrar krónu allur annar en nú er) auk þess fæði, húsnæði og ferðir fram og aftur honum að kostnaðarlausu. Sá sem til- boðið hafði fengið skriflega, sýndi það hverjum sem lesa vildi og vakti það feykna mikla athygli og þá trú að ísland væri hin auðugasta gullnáma fyrir skemmtikrafta, sem nú bæri að nýta til hins ýtrasta. Rhodin lauk máli sínu með því að segja að tilgangslaust xæri að ræða málið frekar. Næst er mér að halda að margir hefðu tekið mál Rhodins sem erindislok, en ekki höfðum við SviSsmynd vit á því, heldur hófum mikla sókn. Töluðum um frægð og frama þess manns sem fyrstur hæfi cirkussýningar á íslandi, ræddum um Fálkaorðu sem eftirsótt væri meðal metorðamanna um heim allan. Sögðum sýningar cirkus Zoo auglýstar um gjörvallt Island. Flutningar svo að segja tryggðir á m. s. Alexandrina þann 13. okt. Vissa fengin um fj árhagslegan ávinning beggj a. Gyllingar ekki sparaðar. Svo sannarlega tók áhugi hans að vakna og hóf hann að bollaleggja hversu málinu mætti bjarga farsællega og líkurnar fyrir því að útvega mætti tamin villidýr í stað þeirra er hann hafði af hendi látið, taldi þær alls ekki svo litlar. En REYKJALUNDUR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.