Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 22

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 22
Karl Sigfússon Kveðja Karl Sigfússon Hann lézt þann 6. ágúst sl. Andlát hans bar að löngu fyrr en ætla hefði mátt, að dagurinn væri úti. En enginn má sköpum renna. Og þeir, sem fylgzt höfðu með langri og strangri baráttu hans við sjúkdómsmein, sem reynt hafði verið að bæta með endurteknum og erfiðum læknisaðgerðum, vissu að brugðið gat til beggja vona um líf hans. Fáa mun þó hafa grunað, að kallið, sem allir hljóta að hlýða, kæmi til hans svo skjótt, sem raun har vitni. Karls er sárt saknað af félögum, vinum cg sam- starfsfólki, svo ágætur drengur, sem hann var. En heima er harmurinn þyngstur, hjá eiginkonu og hörnum. Orð mega sín lítils lil að mýkja hann. En sendar eru hugheilar samúðarkveðjur og þess óskað að ljós ljúfra minninga varpi birtu á veg framtíðar- innar og vernd guðs veiti styrk í önnum og reynslu daganna. Karl Einar Sigfússon, en svo hét hann fullu nafni var fæddur að Borgum í Grímsey þann 4. jan. 1930. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum i hópi systkina og varð snemma að vinna fyrir brauði sínu. Tók hann að stunda sjóinn strax cg hann hafði aldur til. Árið 1948 fluttist Karl til Akureyrar og frá 1. júní 1956 var hann starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, lil þeirrar stundar, að heilsa hans brast, svo að ekki varð lengur vakað á skyldu- verði. Mun hann þó örugglega hafa staðið á meðan stætt var. Slík var trúfesti hans við það hlutverk, sem honum hafði verið falið. Karl var vinsæll og vel virtur, jafnt af samstarfsfólki sem þeim er hann vann fyrir og gat sér drengskapar- orð, hvar sem hann fór og alltaf var bjart yfir þesum prúða og drengilega manni. Ungur veiktist Karl af berklum og varð að fara á Kristneshæli. Þar dvaldist hann um sex ára skeið. Hafði hann þá náð allgóðri heilsu og nokkru vinnuþreki og hvarf ótrauður til starfs. Ætíð bar hann hlýjan hug til hælisins og þeirra, sem þar dvöldust. Sýndi hann það greinilega í öllum samskiptum. Reyndi ég oft hversu Ijúft honum var að geta sýnt þennan hug sinn í verki, ef til hans var leitað, einhverra erinda fyrir hælið. Þá stóð ekki á fyrirgreiðslu og var fyrirhöfnin ekki talin eftir. Vonaðist ég lil að geta einhvern- tíma í nafni Kristneshælis, sýnt Karli hversu þetta væri metið. Framhald á bls. 62 20 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.