Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 37

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 37
HULDUKONUR FRAKKLANDS Framhald aj bls. 23. Síðan komu veikindi, skortur, og seinast þurfa- mannahæli . . . Svona fórst Frakklandi við huldu- konur sínar. Það hefndi sín. - Já, já, hlæið þið vesalingar. En gáið þið samt að, hvernig þessu landi hefur farnazt eftir að allar huldukonur þess voru á burt. Hafa ekki þessir vesalings bændur látið sér sæma að opna fyrir Þjóðverj- um forðabúr sín, og vísa þeim til vegar um landið. Sko! Það er búið að venja Nonna af allri hjátrú, en hann trúir ekki á föðurlandið heldur. Æ, ef við hefðum allar verið á lífi, þegar þeir kemu, mundi enginn þeirra hafa sloppið lifandi út úr landinu. Við hefðum gert þeim vegvillur og tælt þá út í ófærur með villiljósum. í allar þær lindir, sem bera nafn okkar, hefðum við sett eiturbrugg til að gera þá vitlausa, og við hefðum sezt saman í hvirfingu í tunglsljósi til þess að gera þeim galdur, svo þeir rötuðu ekki neitt, heldur villtust út í fen og flóa, og villt svo fyrir þeim í kjarri og runnum, djúpt inni í skógunum, þar sem þeir voru að laumast, að litlu kattaraugun í Fon Moltke hefðu alls ekkert getað ratað. í fylgd með okkur hefðu hermenn okkar sótt fram. Ur stóru blómunum í tjörnunum ckkar hefðum við unnið græðijurtir til að bera á sár þeirra, úr spuna Maríu Meyjar, sárabindi. Og á vígvellinum hefði hver særður hermaður séð með hálfluktum augum, hvar huldukona sveitar hans laut niður að honum til að benda honum á fylgsni, og á undankomuleið. Svona er stríð háð fyrir föðurlandið, heilagt stríð. En, ó, vei! í því landi og fyrir þá þjóð, sem engar álfkcnur á sér framar, engar heilla- dísir, er ekki hægt að heyja slíkt stríð“. Nú þagnaði þessi mjóa, titrandi rödd andartak cg dómarinn tók til crða: „Ekki segir þetta neitt um það, hvað þér haf- ið ætlað að gera við steinolíuna, sem hermenn- irnir fundu á yður, þegar þeir gripu yður“. „Ég ætlaði að kveikja í Farís, herra minn“, svaraði gamla konan stillilega og með virðuleik. „Ég ællaði að kveikja í París til þess að hefna mín á henni fyrir það, að hún hefur gert okkur að athlægi og drepið okkur. Það er París, sem hefur sent vísindamenn af stað og látið þá efna- greina vatnið í heilsulindunum okkar, og mæla hve mikið sé í því af járni og fosfór. París hefur látið hæðast að okkur í leikhúsunum. Það hefur verið reynt að telja fólki trú um, að töfrar okkar væru loddaralistir, að kraftaverk okkar væru kukl cg svo margir hafa verið æstir upp til að horfa með háði og Ijótu glotti á Meikrauðu kjólana okkar og vængjuðu vagnana okkar, þar sem þeir fljúga fram í tunglskini við leiftur frá flugeldum, að við erum orðnar að háði í augum almennings . . . Aður þekkti hvert barn okkur með nafni, og öllum þótti þeim vænt um okkur, þó að þeim stæði af okkur dálítill beigur stund- um, og í staðinn fyrir fallegu ævintýrabækurnar, fullar af myndum og prentaðar gullstöfum, sem fræddu þau um ckkur, eru þeim nú fengnar fræðibækur, sem haldnar eru vera við hæfi barna, þessar þykku skruddur, sem ryk leiðindanna gýs upp af eins og mökkur, sem byrgir þeim sýn á gullnu hallirnar okkar cg töfraspeglana . . . Já, oft hefur mig langað til að sjá París brenna. Það er nefnilega ég, sem fylli olíuflöskur íkveikju- kvennanna, það er ég, sem fylgi þeim þangað, sem hægast er að framkvæma áformið. Komið, dætur mínar, brennið allt, brennið, brennið . . . “ „Það er ég viss um, að þessi kerling er kol- brjáluð“, sagði dómarinn. „Takið hana og far- ið burt með hana“. REYKJALUNDUR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.