Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 53

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 53
fyrir sambandið samþykkt og stjórn kosin. Það var Andrés Straumland, sem kjörinn var fyrsti forseti S.Í.B.S., og með honum voru í hinni fyrstu miðstjórn: Herbert Jónsson, ritari; Sigurleifur Vagnsson, gjaldkeri og meðstj órnendur voru: Jón Rafnsson, Ásberg Jóhannesson, Karl Matthíasson og Þórhallur Hallgrímsson. Allir þessir menn eru nú horfnir af sjónarsviðinu, nema Jón Rafnsson. Áður hafði að sjálfsögðu margt verið gert af berklasj úklingum hælanna til undirbúnings stofn- unar sambands, en þar næst voru sambandsdeild- ir stofnaðar. Félög sjúklinga innan hælanna hlutu nafnið „Sjálfsvörn“, en félagsdeildir fyrrverandi sjúklinga, nafnið „Berklavörn“. Þessi heiti hafa haldizt óbreytt fram á þennan dag“. „Eitthvað sérstakthafa stofnendur S.Í.B.S. hlot- ið að hafa annað og meira fyrir augum en að stofna samband, koma upp félagsdeildum og halda ársþing“. „Já, það höfðu þeir vissulega. Þetta var ekki gert aðeins til gamans. Á stofnþinginu var þeg- ar samin stefnuskrá til bráðabirgða. Hún ber það með sér að þátttakendur í stofnun samtak- anna voru þess fullvissir, að þau myndu verða einhvers megnug í baráttunni gegn berklaveik- inni og afleiðingum hennar. Þar að auki var félagsstarfið sjálft mjög kærkomið mörgum og þá ekki sízt sjúklingum heilsuhælanna, sem með því fengu nýtt viðfangsefni og um leið von um árangur af starfseminni. Hin einstöku verkefni samtakanna mótuðust síðan smátt og smátt sam- kvæmt því, sem athhugun og reynsla leiddu í ljós og í samvinnu við starfsmenn ríkisins í berkla- málum“. „Og svo hefur auðvitað verið hafizt handa, eftir því, sem tök voru á“. „Áhuginn var lifandi, en það skorti annað. Fé var fyrst og fremst nauðsynlegt til þess að nokk- uð væri hægt að gera. Það varð að finna leiðir til fjáröflunar. Og hugkvæmir menn fundu þær bráðlega. Hinn 8. okt. 1939 seldi sambandið merki í fyrsta sinn til ágóða fyrir væntanlega starfsemi, og sama dag kom fyrsta blaðið af „Berklavörn“ út á vegum þess. Fyrsti sunnudagur í október var síðar löggiltur af stjórnarráðinu til merkja- og blaðasölu sambandsins og hefur svo haldizt síðan, og nefnist dagurinn „berklavarna- dagur“. „Það hefur að sjálfsögðu verið mikil hvatning, þegar fyrst sáust peningar“. „Upphæðin var ekki há - 4.500 krónur. En það voru fyrstu peningarnir - já, og það voru miklir peningar, ef til vill þeir mikilvægustu, sem sam- bandið hefur aflað — fyrirboði þess, að draumar hinna bjartsýnu manna gætu rætzt. En flestum sigrum fylgja vandamál og svo fór hér. Hvernig átti að verja þeim peningum, sem sambandið hafði nú eignazt - og kynni að eign- ast í framtíðinni? Að áliti hinna beztu manna var ákveðið, að féð skyldi geyma og stefnt yrði að því að koma upp vinnuheimili fyrir brautskráða berklasjúkl- inga, þegar ástæður leyfðu. Vandamál þeirra, sem útskrifuðust frá berklahælunum, hafði lengi verið hin brennandi spurning, sem engum hafði tekizt að leysa fram að þessu. En hamingjan var með hinum vígreifu mönn- um. Fjáröflun næstu ára gekk með ágætum. Rik- issjóður lagði árlega fram styrk, og alls staðar voru útréttar hendur til hjálpar meðal almenn- ings. Það hafði oft komið til mála innan S.Í.B.S. að reyna að fá því framgengt, að gjafir til vinnu- heimilisins yrðu frádráttarbærar við skattafram- tal. Hafði verið rætt um það við fjármálayfir- völd ríkisins að veita undanþágu um slíkt, en þau töldu sig skorta heimild til, sem rétt var. En haust- ið 1943 tóku sig til nokkrir menn innan og utan miðstjórnar S.Í.B.S. að vinna að því við alþing- ismenn, að umræddur frádráttur yrði tekinn í lög. Gekk Þórður Benediktsson þar í fararbroddi af sinni alkunnu lagni og atorku. Fór svo, að Al- þingi samþykkti hinn 13. des. 1943 svohljóðandi lög: „Gjafir til vinnuhælis berklasjúklinga skal gef- anda heimilt að telja til frádráttar skattskyldum tekjum sínum það ár, og reiknast gjöfin sem REYKJALUNDUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.