Reykjalundur - 01.06.1971, Page 4

Reykjalundur - 01.06.1971, Page 4
Maríus Helgason: Reykjalundur 25 ára Erindi flutt i hófi, er minnzt var 25 ára afmcelis Reykjalundar 12. september 1970 Háttvirtu þingfulltrúar, heimilisfólk hér að Reykjalundi og ágætu gestir. Mér hefur verið boðið að segja hér nokk- ur orð í tilefni af því, að á síðastliðnum vetri — nánar tiltekið 1. febrúar — voru liðin 25 ár síðan Reykjalundur hóf starf- semi sína. En sérhvað á sína forsögu, og fyrir því álít ég að nauðsynlegt sé að segja nokkuð frá aðdragandanum að þessari merku stofn- un — Reykjalundi. Eins og mönnum mun vera kunnugt, voru samtök berklasjúklinga — sem hlaut nafnið Samband íslenzkra berklasjúklinga — S. í. B. S. — stofnað haustið 1938. Var strax eftir stofnun þess farið að lnigsa um það, af berklasjúklingum víðs vegar af landinu, að beita sér fyrir því að koma upp samastað fyrir berklasjúklinga í aftuibata, sem einliverri starfsorku hefðu náð eftir veikindi sín, svo að þeir fengju vinnuþjálf- un, áður en þeir þyrftu að leita sér vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. í fyrsta tölublaði af málgagni sambands- ins, BERKLAVÖRN, sem út kom haustið 1939, eða tæpu ári eftir að samtök okkar voru stofnuð, segir m. a. svo í grein, er ég skrifaði: ,,Við ætlum að gera okkar ítrasta til þess, að sá, sem orðið hefur fyrir því skipbroti að verða berklaveikur, geti fengið þá vinnu, sem heilsa hans leyfir, er hann hefur fengið þann bata að geta unnið eitt- hvað“. í ávarpi miðstjórnar sambandsins í Berklavörn árið 1940 segir m. a. svo: „Eitt ár er liðið, síðan samband vort efndi í fyrsta sinni til almennrar fjársöfnunar í því skyni að styrkja, á einn eða annan hátt, þá berkla- sjúklinga, sem brautskráðir eru af heilsu- hælum landsins, en hafa ekki aðstæður til 4 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.