Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 5

Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 5
að sjá sér farborða með vinnu, sem hæfi veikri heilsu þeirra. Árangur þess dags var um fjögur þúsund og fimm hundruð krón- ur. Þótt þetta sé ekki mikil fjárupphæð, þá verður að teljast, að þjóðin hafi svarað á velviljaðan hátt fyrstu áskorun S. I. B. S. um fjárstyrk. Og síðar í sama ávarpi segir svo: Með því að styrkja S. í. B. S. eruð þér ekki einungis að vinna göfugt menningar- starf í Jrágu allrar þjóðarinnar, heldur og að inna af höndum varnarskyldu til öryggis sjálfum yðar, maka yðar, systkinum og börnum". Þá segir svo í samjrykkt, sem gerð var á Jringi sambandsins 1. september 1940: „Þingið felur miðstjórninni að einbeita störfum sambandsins m. a. að fjársöfnun fyrir vinnuhæli útskrifaðra berklasjúklinga og vinna að skjótum framgangi þess máls að öðru leyti“. I sama blað ritar Oddur Ólafsson, yfirlæknir, stórmerka grein, sem hann nefnir „Vinnuhæli", og rökstyður þar nauðsynina á að slíkt hæli komist upp sem allra fyrst. Af framansögðu má sjá, þó aðeins hafi ég stiklað á fáum af mörgum dæmum, hvað samtök okkar og margir einstaklingar töldu mikla nauðsyn á því að koma upp vinnuhæli. Haldið er svo áfram með fjársafnanir til að vinna af alefli fyrir því að bægt verði að hefja byggingaframkvæmdir á vinnu- heimili sem allra fyrst, og voru þar margar hendur að verki. Enda var mjög almenh þátttakan hjá berklasjúklingunum sjálfum við allar fjársafnanir og undirbúning þeirra, — já, Jrað var aðdáanlegt og má aldrei gleymast. I þessu sambandi minnist ég Jress, að einn merkur stjórnmálamaður sagði í grein í málgagni okkar 1941: „Mér sýnist Jrað hafa verið heillavænlegt spor, þegar berklasjúklingar gerðu með sér fé- lagsskap til að vinna að framgangi sinna áhugamála. En framtíð þvílíks félagsskap- ar veltur að nálega öllu leyti á vinnu- brögðum hans. Þar eru tvær leiðir. Önnur er sú, að félagið leggi stund á alla eðli- lega sjálfsbjargarstarfsemi, en leiti Jró að sjálfsögðu á þeirri leið stuðnings mann- félagsins. Jafnvel menn, sem verið hafa veikir, geta byrjað með að gera kröfu til sjálfra sín, áður en þeir leita til annarra. Og Jrví erfiðari, sem aðstaða slíkra manna er, Jrví meiri skilnings og samúðar mega Jreir vænta hjá öðrum, ef sjálfsbjargarvið- leitnin býr heima fyrir. Hættulega leiðin er sú að gera fyrst og fremst kröfur til annarra". Það lítur vel út fyrir, að sam- tök okkar hafi haft þetta, sem að framan segir, í huga, strax í byrjun, þótt þetta liafi ekki verið sagt af neinum, fyrr en nokkru eftir, að hið mikla sjálfboðaliðsstarf berkla- sjúklinganna var hafið. J Það var svo seint á árinu 1943 að lagt var fram á Alþingi frumvarp til laga, um að gjafir til S. í. B. S. yrðu skattfrjálsar. En það var fyrir frumkvæði nokkurra baráttu- manna í okkar félagssamtökum. F.kki leit vel út, að þetta næði fram að ganga, Jrar sem nefnd nú í Alþingi, sem fjallaði um það, lagði einróma til að vísa rnálinu frá, vegna annars frumvarps, sem hafði verið lagt fram, og var mikið víðtækara. En fyrir harðfylgi fyrsta flutningsmanns fyrir frum- varpi okkar, hr. Jóhanns Þ. Jósefssonar, liafðist það þó í gegn og varð að lögum, en gildistímabil Jress var aðeins rúmt eitt ár. Að þessu máli unnu sérlega kröftuglega Jreir Þórður Benediktsson, Oddur Ólafsson og ýmsir fleiri af félögum okkar, og hygg ég, að fyrir sérstakt harðfylgi þeirra og flutningsmanna, hafi þetta verið samþykkt á Alþingi. Árið 1942 ákvað miðstjórn sambandsins að kjósa nefnd manna til aðstoðar mið- stjórninni að undirbúningi stofnun vinnu- heimilisins, og í þessa nefnd voru kosnir: Oddur Ólafsson, læknir, sem var formaður REYKJALUNDUR 5

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.