Reykjalundur - 01.06.1971, Qupperneq 6

Reykjalundur - 01.06.1971, Qupperneq 6
nefndarinnar, Sigurður Sigurðsson, berkla- yfirlæknir, Guðmundur Ásbjörnsson, bæj- arfulltrúi í Reykjavík, Haraldur Guð- mundsson, forstjóri og Vilhjálmur Þór, bankastjóri. Vann nefnd þessi ágætt starf og skilaði síðar áliti til miðstjórnar sam- bandsins. Eftir að lögin um skattfrelsi á gjöfum til S. I. B. S. gengu í gildi, sem var 30. des- ember 1944, fóru gjafir að streyma örar til sambandsins, og var því farið að lítast um eftir landi fyrir hið væntanlega vinnui heimili. Komu nokkrir staðir til greina, en að lokum varð það úr að velja staðinn í landi Suður-Reykja í Mosfellssveit. En á þeirri landspildu, sem við liöfðum lielzt augastað á, voru ýmsir kostir fyrir. En þar hafði verið reistur hermannaspítali, og voru þar rúmlega 100 hermannaskálar, sem hugsanlega var liægt að hafa nokkur not af, ef nokkrir þeirra fengjust keyptir. Þar voru og vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn, skolpleiðslur, rafmagn og fleira. Og síðast en ekki sízt jarðvarmi, þótt Reykjavíkur- bær ætti öll heitavatnsréttindin. Var það svo í marz 1944 að keyptir voru ca. 30 hekt- arar lands á þessum stað af þeim Reykja- bændum, Bjarna Ásgeirssyni, alþingis- manni, og Guðmundi Jónssyni, skipstjóra, fyrir mjög hóflegt verð, en þeir gáfu svo samtökunum hluta af kaupverðinu. Þá ákvað stjórn sambandsins að fá þá húsameistarana Gunnlaug Halldórsson og Bárð ísleifsson til að gera skipulagsuppdrátt og teikningar fyrir væntanlegt vinnuheim- ili. Á fjórða þingi sambandsins, sem Iialdið var 6. og 7. maí sama ár, voru samþykktar teikningar og skipulagsuppdráttur þeirra Gunnlaugs og Bárðar, og ennfremur var á þinginu gerð sú samþykkt að hefja skyldi byggingarframkvæmdir í næsta mánuði, þ. e. í júní. Varð því að hafa hraðann á, og kaus stjórnin þriggja manna byggingar- nefnd, þá Árna Einarsson, Odd Ólafsson og Sæmund Einarsson. Hún réði þá strax byggingarmeistara til að sjá um verkið, og fyrir valinu varð Þorlákur Ófeigsson, bygg- ingarmeistari, valinkunnur sæmdarmaður, en verkstjóri var ráðinn Páll Ingólfsson. Þessir menn reyndust svo hinir nýtustu og starf þeirra allt var þeim og okkur til mikils sóma. Á þessu ári var mjg erfitt að fá bygg- ingarmenn, þar sem mikið var um bygg- ingar í landinu, en fyrir sérstaka góðvild tóku múrarameistararnir Aðalsteinn Sig- urðsson og Svavar heitinn Benediktsson að sér verkið og unnu með starfsliði sínu að því að hlaða húsin um helgar. En það var 3. júní 1944, sem þáverandi forseti sam- bandsins, Andrés Straumland, tók fyrstu skóflustunguna, og þar með var þeim mikla áfanga náð, að hafin var bygging vinnn- heimiilis Sambands íslenzkra berklasjúkl inga. Þrátt fyrir takmarkaðan tíma byggingar- mannanna vannst verkið mjög vel, svo að heita mátti næsta ótrúlegt. Á þingi sambandsins var og samþykkt að byggja á árinu 10 smáhýsi af þeim 25, sem skipulagsuppdrátturinn gerði ráð fyrir. En vinnustofur, eldhús, borðstofa, lækninga- stofa o. fl. skyldi til bráðabirgða verða í þeim hermannaskálum, sem keyptir höfðu verið. Fjórum mánuðum eftir að fyrsti grunnurinn hafði verið grafinn en eins og ég sagði áður, var það 3. júní, voru þessi 10 hús orðin fokheld, svo útlit var fyrir, að vinnuheimilið gæti tekið til starfa áður en langt um liði. Um haustið ákvað mið- stjórnin að leggja kapp á, að finnn af þess- um tíu húsum yrðu fyrst gerð íbúðarhæf, og skyldi reynt að liafa þau tilbúin um áramótin. En fleira varð að hugsa um en byggingu húsanna, svo að starfræksla yrði hafin, og var það í miðjan nóvember, sem miðstjórn- in kaus bráðabirgðastjórn fyrir Vinnuheim- 6 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.