Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 7

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 7
ilið og skyldi hún taka við störfum bygg- ingarnefndarinnar. I þessa stjórn voru kosn- ir þeir: Ásgeir Einarsson, Maríus Helgason og Ólafur Björnsson. Þá varð og að ráða starfsfólk stofnunarinnar, og var Oddur Ólafsson ráðinn forstjóri og yfirlæknir, en Valgerður Helgadóttir sem yfirhjúkrunar- kona. Þá vann þessi nýkjörna vinnuheimilis- stjórn að því að útbúa reglngerð fyrir stofn- unina, og við það vandasama verk naut hún góðrar aðstoðar landlæknis, berklayfir- læknis, lögfræðings sambandsins, Svein- bjarnar Jónssonar, hæstaréttarmálaflutn- ingsmanns, svo og hins nýráðna yfirlæknis Odds Ólafssonar. Fyrst í desember þetta sama ár, sanrþykkti svo miðstjórnin regiu- gerðina og ákvað að leita staðfestingar á henni hjá heilbrigðisstjórninni. Reglugerð- in var svo staðfest af ráðuneytinu þann 25. januúar 1945, en um sama leyti voru gerð- ar heimilisreglur fyrir væntanlega vist- menn, og ennfremur sett ákvæði um kaup- greiðslur til vistmanna, sem og greiðslur þeirra til heimilisins. Allt var þetta nokkuð erltt verk, því að ekkert lá fyrir, sem hægt væri að liafa til hliðsjónar eða styðjast við. Þó var svo í desemberlok að flest var tilbúið, svo að hægt væri að hefja starfrækslu Vinnuheim- ilisins og ákvað miðstjórnin strax eftir ára- mótin að opna skyldi Vinnuheimilið hinn 1. febrúar 1945, og var Jrá möguleiki fyrir því að taka við 20 vistmönnum, þ. e. í þessi 5 hús, sem var verið að ljúka við. Vonir stóðu þá til að hægt væri að taka hin húsin fimm, sem í byggingu voru, í notkun nokkrum mánuðum seinna, og auka vistmannafjöldann um helming. Síðan rann upp fyrsti dagur febrúar- mánaðar. Dagur eins og aðrir dagar, en þó dagur, sem samtök okkar bundu miklar vonir við. En þó var einn skuggi yfir deg- inum, en hann var, að forseti sambandsins gat ekki verið viðstaddur opnunina vegna sjúkleika. Séra Hálfdán Helgason, prófastur að Mosfelli, hafði lagt til, að staðurinn fengi nafnið Reykjalundur og hafði miðstjórnin samþykkt það. Hann var þarna viðstaddur, vígði staðinn og gaf honum nafnið. Þar vorn og viðstaddir heilbrigðismálaráðherra, sem þá var Finnur Jónsson, berklayfirlækn- ir hr. Sigurður Sigurðsson, miðstjórn sam- bandsins og nokkrir aðrir meðlimir sam- takanna, svo og þeir vistmenn, sem þegar voru komnir. En nokkru áður voru þar komnir þrír vistmenn, sem voru Ólafur Jóhannsson, Júlíus Baldvinsson og Ólöf Ólafsdóttir, en öll liafa þau mikið komið við sögu Reykjalundar síðan. En Ólafnr dvelur hér ennþá sem vistmaður, og er hann sá eini af fyrstu vistmönnunum, er hér dvelur enn sem slíkur. Júlíus Baldvinsson er hér nú skrifstofustjóri og er hann jafn- framt aðalgjaldkeri sambandsins, en Ólöf er látin fyrir nokkrum árum, en nokkru áður en hún lézt, gaf hún staðnum þann forkunnarfagra kjörgrip — stóru klukkuna — sem hér er í forsölunum. Það var svo klukkan þrjú þennan eftir- minnilega dag, að opnunarathöfnin hófst með því, að varaforseti sambandsins, Marí- ns Helgason, flutti ræðu og lýsti staðinn, þ. e. Vinnuheimili S. í. B. S. hæfi hér með starfrækslu. Síðan fluttu ræður Finnur Jónsson, heilbrigðismálaráðherra, Oddnr Ólafsson, yfirlæknir o. fl., en eins og ég áður sagði, vígði prófasturinn, séra Hálfdán Helgason, staðinn og gaf honum nafnið REYKJALUNDUR. Heilbrigðismálaráðherra sagði m. a. í sinni ræðu: „Vinnuheimilið á að vekja nýjar vonir í brjóstum hinns veikbyggða. Það er stórvirki berklasjúklinganna sjálfra, sem hafa að vísu notið mikils skilnings, stnðnings og samúðar, en forgangan og verkið sjálft er þeirra verk“. REYK | A L U N D U R 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.