Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 8

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 8
Og prófasturinn sagði meðal annars þetta: „Vér, sem njótum fullkomins heil- brigðis, hugsum vissulega allt of sjaldan til þeirra, sem heyja áralanga baráttu við berklaveikina, fjarri ástvinum sínum og átthögum, sviftir störfum sínum og frelsi um lengri eða skemmri tíma, eða fyrir fullt og allt. Það voru þá heldur ekki vér, hinir heilbrigðu, sem hófumst handa til þess að hrinda þessu mikla velferðarmáli allrar þjóðarinnar í framkvæmd. Það voru hugsjónamenn úr hópi sjúklinganna sjálfra, sem urðu fyrri til og vöktu oss hina. Þeir hófu starfið með tvær hendur tómar, en brennandi í andanum. Þeir hétu á lið- veizlu alþjóðar og þjóðin bar gæfu til þess að þekkja sinn vitjunartíma í þeim efnum. Hin mikla, fagra, mikilsverða hug- sjón að létta byrðar og bæta lífskjör hinna sjúku, fæddi af sér þau samtök, sem megin- þorri þjóðarinnar tók þátt í". Það var raunveruleiki, að Vinnuheimili S. í. B. S. hafði byrjað starfsemi sína, að- eins átta mánuðum eftir að bygging þess hófst. Sá óvenjulega mikli hraði, sem var á byggingu þess og öllum undirbúningi, er sannarlega í frásögur færandi. En það var svo margt, sem þar hélzt í hendur, áhugi þeirra allra, sem stóðu að þessu, og er þá ekki hægt að nefna nein nöfn, því að sá nafnalisti yrði langur. En það voru allir berklasjúklingar, hvar sem þeir dvöldu á landinu, fjöldinn allur af stuðningsmönn- um og síðast en ekki sízt allir þeir, sem unnu að byggingunum, hvort heldur voru þeir, sem höfðu stjórn á verkunum, undir- búningur allur, eða verkamennirnir, sem unnu verkið. Strax eftir opnun Vinnuheimilisins hófu vistmenn líka mikið og gott félagslegt starf, m. a. stofnuðu þeir strax félagsdeild og kusu þeir þá þegar þá fulltrúa í Vinnu- heimilisstjórn, sem þeim var ætlað í reglu- gerð heimilisins. En fyrstu fulltrúar þeirra voru Júlíus Baldvinsson og Sigurður Jóns- son, sem sátu í henni um fjölda mörg ár, og unnu þar mikið og gott starf í þágu þessarar stofnunar, reyndar eins og aðrir, sem í stjórninni hafa setið. Það var svo um vorið 1945, að hin fimm húsin, er bygging var hafin á samtímis þeim, sem flutt var í fyrsta febrúar, voru tekin í notkun. Þá var og hafin bygging á ellefta vistmannahúsinu, læknisbústað og einu starfsmannahúsi. Það skal viðurkennt, að þrátt fyrir allan fögnuð okkar, sem þá stóðum að samtök- unum, yfir miklum og glæstum sigrum, hvíldi nokkur kvíði hjá okkur, um hvort okkur tækist að reka þetta óskabarn okkar, svo að sómi yrði að, en í reglugerð heim- ilisins var svo kveðið á, að þessi stofnun, sem var að rísa upp, skyldi rekin af sam- tökunum. Sem betur fer, hefir þessi þátt- ur, sem varla var minni en byggingin sjálf, tekizt með afbrigðum vel, og er það álit mitt, að það sé fyrst og fremst þeim að þakka, sem stjórnað hafa stofnun þessari, bæði inn á við og út á við, en þar á ég við rekstur verkstæðanna og rekstur heimilis- ins sjálfs. Hér eins og áður, yrði of langt mál að telja upp öll þau nöfn, sem hér koma við sögu, þó get ég ekki látið hjá líða að nefna þar Odd Ólafsson, Árna Ein- arsson, Valgerði Helgadóttur, Snjáfríði Jónsdóttur og alla þá ágætu samherja okk- ar, sem setið hafa í Vinunheimilisstjórn frá fyrstu tíð, að ógleymdum öllum þeim ágætis mönnum, sem staðið hafa fyrir verk- stæðunum og stjórnað þeim, sem og þær mörgu vinnandi hendur, er þar hafa lagt höndina á plóginn. Þá hefst annar þáttur uppbyggingar Reykjalundar, en það tel ég vera með undir- búningi öllum til að geta hafið byggingu aðalhússins. En verkið sjálft hefst 2. apríl 1946, — og svona rétt til gamans vil ég geta þess, að þá er þessi þáttur í uppbygg- 8 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.