Reykjalundur - 01.06.1971, Qupperneq 9

Reykjalundur - 01.06.1971, Qupperneq 9
ingu Reykjalundar hefst, átti sambandið í sjóði aðeins fimm þúsund krónur, en áætlaður kostnaður við þá byggingu full- búna, var að minnsta kosti fimm miljónir — svo nokkur var nú bjartsýnin þá. Var svo haldið áfram með byggingu þessa, eftir því sem aðstæður, svo sem veðurfar og fleira, leyfðu. Og í ágústmánuði 1947 var húsið — þetta, sem við nú erura í — orðið fokhelt og risgjöld haldin. En 1. febrúar 1950 er þessi stóra og mikla bygg- ing tekin til fullra nota, en áður höfðu ýmsir hlutar hennar, svo sem eldhús, borð- salir, læknastofur o. fl. verið tekið í notkun í húsinu, eftir því sem verkið vannst. Ég get ekki stillt mig um að endurtaka nokkur orð af þeim, sem ég sagði í ræðu þá, fyrir röskum 20 árum: „Þetta mikla verk á að standa um aldur og ævi sem glæsilegur minnisvarði allra þeirra mörgu ósérplægnu manna og kvenna, sem svo dyggilega hafa að því unnið, allt frá því að samtök okkar voru stofnuð, skapað möguleika fyrir því, að þessi staður risi af grunni. Mig brestur orð til að þakka það sem skyldi, en ósk mín er sú: Að á meðan berklaveiki er til með þjóð okkar, megi þessi staður vera sannkallað „heimili" allra þeirra, sem „óvinurinn" hefur herjað á. Og ég vona að hjá ölhim þeim, er hingað koma til dvalar, verði staður þessi sólskins- blettur á dimmri lifsleið þeirra, sem hafa við heilsuleysi að stríða. Þessi staður er líka minnisvarði þess, hverju samheldinn, góður samstarfsvilji, einhuga félagsandi og mikil og góð samvinna fær áorkað, þegar þetta er fyrir hendi". Eftir að þessum áfanga er náð, er haldið áfram byggingum, eftir því sem leyfi feng- ust — en þá var sá tími, er þurfti fjárfest- ingarleyfi fyrir nýbyggingum — og byrjað var á fyrsta vinnuskálanum á árinu 1952, og hefur verið haldið áfram með uppbygg- ingu staðarins síðan og er enn haldið áfram, því nú er er eitt vistmannshús í byggingu, lagðir varanlegir vegir um staðinn o. fl. Og er nú svo komið, að á staðnum eru fjórar byggingar, sem hin margvíslegustu störf eru unnin í. Þá hefur og verið byggt mjög rúmgott geymslupláss, sem tengt er verk- stæðunum. Einnig stór og mikil bygging, sem tengir aðalhús staðarins við vinnu- plássin, en þar eru góðar stofur fyrir lækna og hjúkrunarlið staðarins, verzlunin og íbúðir fyrir starfsfólk o. fl. Þá hafa verið byggð nokkur starfsmannahús, svo að þau eru nú alls 7. En litlu vistmannahúsin eru, eins og er 17, en af þeim á Geðverndar- félag íslands þrjú, sem byggð hafa verið á síðustu árum og með sérstökum samn- ingum milli S. í. B. S. og Geðverndarfé- langsins. Þá var árið 1962 breytt mikið kjallara aðal-byggingarinnar og honum breytt til að- stöðu við endurhæfingar vistmanna, einnig þá var ráðinn sérmenntaður læknir til að annast þær, en það er Haukur Þórðarson, sem starf sitt hefur unnið af mikilli þekk- ingu og við mjög góðan orðstýr. Hann var ráðinn sem yfirlæknir við þessa grein lækn- inganna og heilsugæzlunnar svo og í fjar- veru Odds Ólafssonar árið 1965 og nú frá 1. júlí s.l. er hann yfirlæknir Reykjalundar, þar sem okkar mæti samherji og ég vil segja brautryðjandi, Oddur Ólafsson, sagði lausu starfi sínu frá þeim tíma. En hann hefur tjáð mér, að þá er hann var í upphafi starfsins ráðinn hingað, hafi hann hugsað sér að verða aldrei lengur í starfi þessu en 25 ár, ef Guð gæfi honum heilsu og þrek til að starfa svo lengi. Hann er að vísu starfandi læknir hér ennþá, en hvað það verður lengi, veit ég eigi, en hann er nú eini starfsmaðurinn, sem starfað hefur hér í öll þessi ár, eins og frá hefur verið skýrt hér áður. Valgerður Helgadóttir, sem byrjaði hér starf samtímis Oddi, lét af störfum vegna vanheilsu árið 1961, og Snjá- REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.