Reykjalundur - 01.06.1971, Side 11

Reykjalundur - 01.06.1971, Side 11
Haukur Þórðarson yfirlæknir: Framtíðarverkefni læknisfræðilegrar endurhæfingar Auk þess að vinna samvizkusamlega að viðfangsefnum dagsins og hins, að lánast að draga skynsamlegar ályktanir af reynslu í fortíð og nútíð, er fátt talið vænlegra en að reyna að gera sér ijós vandamál, sem helzt muni koma upp á teninginn í fram- tíðinni. Áætlanagerð er sjálfsagður liður skipulagðra vinnubragða, og gildir þetta einnig að sjálfsögðu um verkefni og við- fangsefni endurhæfingarþjónustunnar í landinu. Þótt ekki sé það ætlun mín að gera tilraun til að búa til framtíðaráætlun fyrir endurhæfingu hér á landi, er hugmynd mín sú að drepa á atriði, sem ætla má að verði verkefni þeirrar þjónustu í náinni fram- tíð. Eins konar spá, studd af líkum. Það er heilbrigðisástand fólksins, sem skapar á hverjum tíma þörfina fyrir endur- hæfingu, og heilbrigðisástandið er allbreyti- legt frá einum tíma til annars. Saga þjóðar- innar aftur í aldir greinir frá þessum breyt- ingum, og hafa þær orðið mestar á síðustu árum. Margar orsakir örkumlunar hafa horfið, og hafa reyndar ýmsar aðrar komið í staðinn. Mannfækkun sú af hallærum, sem Hannes Finnsson biskup ritaði um, heyrir vonandi varanlega til sögunni. Hið sama má segja um örorku vegna hörgulsjúkdóma. Holdsveikin var einn ömurlegur sjúkdómur á liðnum öldum, sem nú er nánast horfinn. Á þessari öld var berklaveikin mesta heilsu- farsvandamálið, en hún er nú úr sögunni sem stórfellt vandamál. Það er markverð staðreynd, að skipulagðri endurhæfingar- starfsemi var fyrst beitt hér á landi á meðal berklasjúklinga, og ég á þar við starfsemi SÍBS, með aðstoð almennings og hins opin- bera, á Reykjalundi og á sviði ýmissa félags- legra ráðstafana fyrir berklaveika. Vafalaust átti þetta framtak SIBS snaran þátt í út- rýmingu berklavandamálsins. Mænuveikin gekk hér á landi áður fyrr sem farsótt á nokkra ára bili og skildi eftir hjá mörgum alvarlegar menjar í formi lömunur. Henni REYKJALUNDUR 11

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.