Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 13
truflanir eða aðrar skynjunar- og tjáningar- truflanir, eða allt þetta samanlagt og jafn- vel annað fleira til viðbótar. Það gefur auga leið, að gagnvart þessum börnum er ekki um að ræða eina og sameiginlega aðferð á meðferð, heldur þarf hver ein- staklingur sérlega útmælda meðferð eftir ástandi hans og hæfni til að taka við henni. Einnig þarf að gera sér ljóst, að meðferð þeirra er aldrei öll á færi einnar starfsgrein- ar. Það eru ekki læknar, sem einir koma við sögu, heldur fjöldi sérmenntaðs starfsliðs: sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, sálfræðingar, hjúkrunarkonur, heyrnarfræðingar, tal- meinafræðingar, talkennarar, sérmenntaðir kennarar, sérmenntaðar fóstrur, félagsráð- gjafar og stoðtækjasmiðir, svo að nokkuð sé nefnt. Á eftir upptalningu þessa sérhæfða starfs- liðs er tilhlýðilegt að benda á nauðsyn þess, að samvinna þessara aðila gangi eðlilega og auðveldlega fyrir sig, svo að úr verði sam- lientur starfshópur, sem sameiginlega vinn- ur að lausn hinna mörgu og flóknu atriða meðferðar, til þess að hún megi að gagni koma fyrir móttakanda hennar. Allt eins og augljóst er, að meðferð barn- anna er umfangsmikil, er einnig ljóst, að ekki er hún framkvæmanleg nema sér- menntað starfsfólk sé til í landinu, og einn- ig verða ytri aðstæður að vera fyrir hendi. Þessi starfsemi krefst húsnæðis eins og önn- ur þjónusta, vinnutækja og einnig ákveð- ins flutningskerfis fyrir börnin. Það er því jafnframt auðséð, að hér er um kostnaðar- sama þjónustu að ræða. Eigi má þó horfa í kostnaðinn, þar eð hér er um að ræða þegna, sem eru jafn réttháir öðrum til að njóta umönnunar nútíma þjóðfélags á sviði heilbrigðismála, félagsmála og menntunar. Á þeim sviðum stöndum við halloka hér á landi gagnvart nágrönnum okkar, einkum „fjölfötluðu börnin". Ég tel ekki, að við neinn sé að sakast, og sjálfsagt er ekki rétt- látt að búast við, að hér sé allt með sama hætti og gerist hjá mannmörgum, þróuðum og auðugum nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar er mjög tímabært að hafist verði handa við framgang og skipulag í þessum málum. Með nokkrum rétti má segja, að vísir hafi þegar myndazt, en ennþá vantar mikið á, að börnin njóti sjálfkrafa fulls réttar til meðferðar. Til þess vantar bæði sérhæft starfslið, húsakynni við hæfi og fjárhagsgrundvöll fyrir reksturinn. Félög og áhugamannahópar hafa lagt hér nokkuð af mörkum, en í raun réttri eiga ríki og sveitarfélög að sjá fyrir þörfum barn- anna, og svo hlýtur að verða síðar meir. Ekki vil ég halda því fram, að ráðamenn ríkis og sveitarfélaga séu mótsnúnir því, að þau börn, sem hér um ræðir, fái eðlilega þjónustu, heldur er hinu til að dreifa, að „kerfið" gerir ekki ráð fyrir þessum börn- um, og þessi börn falla ekki heldur inn í „kerfið". Því verður að breyta. Ég vil undirstrika, að íslenzk heilasködd- uð börn standa sérlega tæpt gagnvart námi og kennslu. Þau eru eins og áður hefur verið nefnt oftlega seinþroska á andlegum sviðum og sum þeirra einnig greindarskert í misjöfnum mæli. Þegar þannig er ástatt, er fyrir hendi aukin og brýnni þörf en ger- ist hjá venjulegum börnum á sérstakri þjálfun skynfæranna til þess að gera þau hæfari til náms og tileinkunar námsefnis síðar meir, þegar til kastanna kemur í barna- skóla og öðru námi. Þau þurfa meiri til- sögn og sérstaka tilsögn, annars konar hvatningu en venjuleg börn, sérstaka teg- und alúðar og örvunar, sem ástandi þeirra hæfir. Heilbrigt barn lærir að tala eftir meðfæddri ávísan, en heilaskaddað barn kann að þurfa sérstaka þjónustu og hjálp til að læra að tala. Slíkt barn lærir ekki eins og önnur börn að samstilla hreyfingar sín- ar, finnur ekki út aðferðir til að beita sam- an sjónskyni og hreyfingarviðbrögðum. REYKJALUNDUR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.