Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 14

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 14
Þannig mætti áfram nefna dæmi um sér- stakar þarfir heilaskaddaðra barna, sem all- ar eru tímafrekar og fást yfirleitt ekki á heimilum. Ekki ber þó svo að skilja, að öll börn með meðfædda líkamlega örorku hafi jafnframt skerta hæfileika til náms og aðlögunar. Að sjálfsögðu byggist það þó á magni örork- unnar, hversu þeim tekst að nálgast skóla- nám. Sum þeirra eru illa fallin til almennr- ar skólagöngu sökum erfiðleika við að kom- ast í og úr skóla og að komast um innan skólans. Með góðum vilja og réttu skipu- lagi má þó leysa slíka umferðarerfiðleika barnanna. En þótt ein fjölskylda geti leyst slíka erfiðleika, kann að vera önnur, sem ekki tekst það. Þannig er hætt við, að ýmis börn verði útundan, ef ekki er um að ræða almenna fyrirgreiðslu, sem öllum stendur til boða. Það má nefna, að töluverður kostnaður fylgir sérstöku flutningskerfi barna af þessu tagi í skóla og úr. Auk þess eru ferðir þeirra tímafrekar, bæði fyrir börnin sjálf og aðstandendur. Undanfarin ár hefur nokkuð verið mælt fyrir því af öryrkjafélögum og einstakling- um, að opinberar byggingar séu þannig úr garði gerðar, að umferð um þær sé mögu- leg fyrir hreyfingahindrað fólk. Einkanlega ættu skólabyggingar að vera auðveldar um- ferðar, jafnvel að barn eða unglingur í hjólastól eigi þar greiðfæra leið inn, út og um bygginguna. Hér er venjulega ekki um kostnaðarsöm frávik frá venjulegum bygg- ingarháttum að ræða, nema í því tilfelli að lyfta sé milli hæða. Nú kann að virðast eðlilegt að byggja í hæfilegu þéttbýli sér- staka skólabyggingu, sem hentaði þéim, sem ekki geta gengið eða komist áfram á venjulegan hátt. Slík hugmynd á þó tví- mælalaust lítinn rétt á sér, því að rangt er að einangra þau börn frá öðrum, sem ekki þurfa sérlegrar kennslu við. Þau hafa sömu félagslega þörf og önnur börn til samveru með jafnöldrum og jafnokum á andlega sviðinu. Hér hefur ýmislegt verið rakið um að- stæður „fjölfatlaðra barna". Upptalning hinna einstöku vandamála þeirra er þó hvergi nærri tæmandi. Þau eru fleiri og oft mjög einstaklingsbundin. Það er hins vegar Ijóst, að hér eru á ferðinni framtíðar- verkefni, sem nútímanum ber að gera sér grein fyrir og framkvæma. Aðstöðu verður að skapa til þess að börn með meðfædda örorku fái strax á fyrsta og öðru aldurs- ári og áfram skipulagða þjálfun, jafnt líkamlega sem skynjunarlega, svo að þau geti síðar fylgt öðrum í námi og starfi. Alltof oft gerist það, að þá fyrst er leitazt við að gera úrbætur, þegar að skólagöngu er komið og Ijóst er, að barnið er ekki náms- hæft. Skólagangan fer í handaskolum, og loks er aðeins beðið eftir því, að viðkom- andi verði 16 ára og öðlist rétt til örorku- bóta. Fyrirbyggjandi ráðstafanir hafa ætíð meira raungildi en aðrar, þegar tímar líða, og gildir það einnig um þjálfun og for- skólun barna, sem hér hefur verið um fjallað. Örorka af völdum sjúkdóma. Nefnd hefur verið sú spá, að endurhæf- ingarþörf þess hóps, sem örorku ber af völdum sjúkdóma, minnki hlutfallslega með tímanum. Spáin byggist að vísu aðeins á þeirri ætlan margra, að á næstu áratug- um takist að finna lækningaaðferðir gagn- vart mörgum sjúkdómum, sem nú valda örorku. Ætla má t. d., að lækning finnist á liðagigt, slitgigt og öðrum liðamótasjúk- dómum, æða- og hjartasjúkdómum og fleiri kvillum. Margvíslegir sjúkdómar í heila og mænu eru ennþá óútskýrðir og ólæknandi, ganga braut sína óstöðvaðir og láta eftir sig spor, sem ekki er hægt að afmá. Það er ekki óviturlegt að gera ráð fyrir því, að einhvern tíma verði á þessu breyting. 14 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.