Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 15

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 15
Meðallífaldur hefur hækkað hægt og hægt síðustu áratugi. Því er ekki að neita, að með honum kemur hækkandi tíðnir ýmis konar hrörnunarsjúkdóma. Þeirri spurningu getur enginn svarað, hvort nokkurn tíma tekst að stemma stigu við ellihrörnun vefja líkamans og þá sérlega hrörnun hjarta- og blóðrásarkerfisins. Hækkandi meðalaldur, útrýming bráðra sótta og betra eldi fólksins skapar þannig ný vandamál frá sjónarmiði heilsufars. Beinir e. t. v. vendamálinu fremur inn á nýjar brautir. Með hliðsjón af því getur hent, að raunhæf lækkun í þessum hópi verði ekki svo mikil, þegar til kastanna kemur. En hugsanlega finnast síðar meir fy'rirbyggjandi aðgerðir, sem leggja lóð á vogarskálina í þeim efnum. Aukning á tæknilegum atriðum í endur- hæfingu og aukin þekking á þeim sviðum mun tvímælalaust stuðla að því í framtíð- inni, að endurhæfing þeirra, sem örorku hafa eftir sjúkdóma, verði fullkomnari en hún er nú. Þessi hópur þarf engu að síður félagslega endurhæf ingu en hina læknisfræði- legu. Og gagnvart þessum hópi skiptir að sjálfsögðu miklu, hversu hagar til um and- legt atgervi einstaklinga, sem mynda hann. Til þessa hóps teljast tauga- og geðsjúkl- ingar. Öllum er kunnugt, að á meðal þeirra gefast nú á tímum ýmis tækifæri í lækning- arátt. Sú breyting til hins betra skapar aftur á móti aukna þörf þessara sjúklinga á endurhæfingu, einkum á félagslegu og atvinnulegu sviði. Jafnframt er talið auð- sýnt, að tíðni ýmissa geðkvilla, sérstaklega þeirra, sem rekja má til umhverfisins, spennunnar og samkeppninnar í þjóðfélag- inu, hafi aukizt og mun jafnvel aukast ennþá meir í framtíðinni. Það gefur því auga leið, að hlutur geðsjúkdóma í endur- hæfingarstarfsemi í framtíðinni hlýtur að verða töluverður og þörf geðsjúklinga til þeirrar þjónustu mjög brýn. Örorka af völdum slysa. Það er kunnugt, að tíðni slysa hækkar hægt og bítandi með hverjum áratugnum, og er þetta fylgifiskur aukinnar umferðar, vaxandi iðnvæðingar og hraðara lífs. Þró- unin hefur orðið á þennan veg hvarvetna í heiminum. Á móti kemur aukinn áróður gegn slysum, auknar slysavarnir, aukin björgunarstarfsemi. Enginn getur að sjálf- sögðu um það sagt, hvenær tiðni alvarlegra slysa nær hámarki, en trúlega hlýtur að koma að slíku hámarki. Hámarksgildi örygg- is í umferð, á vinnustöðum og annars staðar, hlýtur einnig einhvern tíma að nást. Þann- ig má ætla, að jafnvægi náist á milli slysa og slysavarna, og jafnframt ber að vona, að örygg'i gegn slysum verði að lokum þyngra á metum og lækki tíðni alvarlegra slysa. Þótt tíðni slysa vaxi og þau gerist alvar- legri, vex jafnframt tækni í slysalækningum og slysameðferð. Þannig minnka eftirköst slysa, en einnig lifa fleiri og fleiri hin alvarlegustu slys. Hjá því verður ekki kom- izt, að því fylgi oft á tíðum meiri örorka en hægt er að finna dæmi til á öðrum sviðum. I heild má við því búast, að endurhæf- ingarþjónustan í landinu muni þurfa að sinna örorkutjónum vegna slysa í svipuð- um mæli og nú er. Æskilegt væri, að yfirliti af þessu tagi um horfur á þörf endurhæfingar í fram- tíðinni fylgdi nokkur áætlun eða tillögur um, hvernig mæta skuli þörfinni. Ekki verður það þó gert hér, en þess getið, að lög um endurhæfingu mæla svo fyrir, að nýlega stofnsett endurhæfingarráð láti fara fram könnun á þörf íbúa landsins á endur- hæfingu og semji jafnframt áætlun um, hvernig ber að leysa úr þeirri þörf. UEYKJALUNDUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.