Reykjalundur - 01.06.1971, Page 18

Reykjalundur - 01.06.1971, Page 18
Lög um endurhœfingu 1. gr. Tilgangur laga þessara er að stuðla að þjálfun og endurhæfingu fólks með varan- lega skerta starfshæfni, svo að það geti sem bezt séð sér farborða með eigin vinnu. Að- stoða skal þær stofnanir, sem annast endur- hæfingu, og koma á fót þeim rannsóknar-, endurhæfingar- og vinnustöðvum, sem nauðsynlegar eru, með þeim hætti, sem nánar greinir í lögum þessum. Skýring við 1. gr. Samkvæmt grein þessari fjallar frumvarp þetta fyrst og fremst unr atvinnuendurhæf- ingu. Hins vegar eru hinir ýmsu þættir endurhæfingar svo samofnir, að erlitt er að greina Jrá alveg að. Frumvarpið geymir því einnig ákvæði um aðra þætti endurhæfing- arinnar. 2. gr. Félagsmálaráðherra skipar sjö menn í endurhæfingarráð, Jrar af sex eltir tilnefn- ingu eftirtalinna aðila, einn frá hverjum: Öryrkjabandalags íslands, Alþýðusamiiands fslands, Vinnuveitendasamljands íslands, Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Lækna- félags íslands og menntamálaráðuneytisins. Ráðherra skipar einn mann án tilnefningar. Skal hann hafa staðgóða þekkingu á endur- hæfingarmálum. Hann skal og vera for- maður ráðsins. Kostnaður við starfrækslu endurhæfing- arráðs greiðist úr ríkissjóði. Skýring við 2. gr. Endurhæfingarráð hefur miklu hlutverki að gegna um skipulag og framkvæmd end- urhæfingar. Það er sá aðili, sem ætlazt er til að móti þróun Jressara mála. Lagt er til, að fulltrúar í þessu ráði verði tilnefndir af þeim aðilum, sem meira og minna hafa með hina ýmsu Jrætti endurhæfingar eða vinnu- mála að gera. 3. gr. Hlutverk endurhæfinganáðs skal vera: a. að semja áætlun um þörf endurhæfing- arstöðva og vinnustöðva fyrir fólk með varanlega skerta starfshæfni. Skal í áætl- un Jjessari gerð grein fyrir stærð stofn- ananna, staðsetningu Jreirra, verksviði og búnaði. Við samningu áætlunarinnar skal taka tillit til nýjunga í endurhæf- ingarmálum og stefna að Jjví, að ráðstaf- anir til endurhæfingar svari jafnan sem hezt kröfum tímans. 1). að hafa eftirlit með endurhæfingarstofn- unum og vinnustöðvum fyrir öryrkja. c. að vinna að því, að verkaskipting slíkra stofnana verði sem hagkvæmust. d. að útvega Jjeirn, sem þarfnast endur- hæfingar og Jjjálfunar, sbr. 13. gr., rúm á stofnun við sitt hæfi og atvinnu að þjálfun lokinni, sbr. 15. gr. e. að stunda upplýsingastarfsemi og hvetja þá, sem ekki geta séð sér farborða vegna skertrar starfshæfni, til Jjess að leita þjálfunar og Jjeirrar meðferðar, sem við á, svo að Jjeir geti fengið starf við sitt hæfi. f. að vera stjórnarvöldum til aðstoðar og ráðgjafar um endurhæfingarmálefni, at- huga og gera tillögur um, hvernig al- menn endurhæfing og sú endurhæfing fólks með skerta starfsorku, sem lög Jjessi taka sérstaklega til, verða sem bezt sam- ræmd í framkvæmd. Sliýring við 3. gr. Til Jjess að tryggja sem bezta árangur af ráðstöfun þess fjár, sem ráðstafað er til endurhæífingarmála, er nauðsyn að gera áætlun um heildarþörfina í framtíðinni. Auk áætlunargerðar er lagt til, að endur- hæfingarráð hafi eftirlit með öllum endur- 18 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.