Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 19

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 19
hæfingarstofnunum og vinnustöðvum fyrir öryrkja. Nauðsynlegt er að samræma starf- semi hinna ýmsu stofnana, svo að endurhæf- ingarstarfið verði skipulega unnið í land- inu. Lagt er til, að ráðið útvegi þeim, sem þarfnast endurhæfingar og þjálfunar, rúm á stofnun við sitt hæfi og síðan atvinnu að þjálfun lokinni. í því sambandi kemur til greina náið samstarf við hina almennu vinnumiðlun í landinu, sbr. 15. gr. Lagt er til, að ráðið stundi upplýsingastarfsemi og hvetji þá, sem þurfa endurhæfingu, til þess að leita þjálfunar. Kemur þá til greina, að ráðið hlutist til um útgáfu upplýsingarita um endurhæfingu og gildi hennar. Loks skal ráðið vera stjórnarvöldum til ráðgjaf- ar og aðstoðar um endurhæfingarmálefni. 4. gr. Áætlun sú, sem um ræðir í 3. gr. a, skal gerð fyrir árin 1972-1982. Skal með áætlun þessari stefnt að sem beztri starfrækslu end- urhæfingarstöðva og vinnustöðva í landinu. í sambandi við áætlunargerðina skal endur- hæfingarráð hlutast til um, að verksvið hinna ýmsu stofnana verði samræmt og skipulagt, svo að rekstur þeirra verði eins hagkvæmur og kostur er. Leita skal staðfestingar ráðherra á áætlun þessari. Endurhæfingarráð skal vinna að því, að hinni staðfestu áætlun verði fylgt. í því skyni skal ráðið beita sér fyrir því, að ein- stök öryrkjafélög komi á fót vinnustöðvum fyrir öryrkja á þeim stöðum og með því verksviði, sem brýnust þörf er fyrir. Endurhæfing kemst ekki í fullkomið horf í einni svipan, þykir því nauðsynlegt að ætla 10 ár til þess að koma upp þeim stöðv- um, sem bezt gegna þörfinni um landið allt. Endurhæfingaráætlun þarf að endurskoða og endurbæta í samræmi við kröfu tímans, því þótti ekki rétt að gera ráð fyrir áætlun um lengri tíma en 10 ár. 5. gr. Ráðherra getur, að fengnum tillögum endurhæfingarráðs, veitt öryrkjafélögum, sveitarfélögum og öðrum aðilum leyfi til þess að koma á fót endurhæfingarstöð og vinnustöð fyrir öryrkja. Allar slíkar stofnanir skulu vera svo úr garði gerðar, að þær geti veitt þá þjónustu, sem eftir eðli þeirra og stærð er ætlazt til að þær veiti, þar á meðal fræðslustarfsemi, sem nauðsynleg er að dómi endurhæfingar- ráðs. Slík fræðsla skal vera kostuð af ríkis- sjóði, enda sé tilhögun hennar samþykkt af menntamálaráðuneytinu. Allar endurhæfingarstöðvar og vinnu- stöðvar fyrir öryrkja eru háðar eftirliti end- urhæfingarráð. Skylt er að veita trúnaðar- mönnum ráðsins aðgang að stöðvunum, tækjum og öðrum búnaði og láta í té upp- lýsingar um allt, sem varðar rekstur og af- komu þeirra. Ber ráðinu að leiðbeina stofn- unum þessum um sérhvað það, sem betur má fara. Samkvæmt tillögum endurhæfingarráðs getur ráðherra svipt stofnanir" þessar leyfi til starfa, ef þær bæta ekki eftir kröfu ráðs- ins úr ágöllum innan hæfilegs tíma. Skýring við 4. gr. Grein þessi hefur að geyma nánari ákvæði um áætlun þá, sem um ræðir í 3. gr. a. Rétt þótti að ætla rúman tíma eða 2 ár, til þess að gera umrædda áætlun, og hún skal gerð um 10 ára þróun. Skýring við 5. gr. Svo sem áður er sagt, er gert ráð fyrir því, að aðrir aðilar en ríkisvaldið reki endur- hæfingarstofnanirnar. Lagt er til, að stofn- un og starfræksla slíkra stöðva sé háð leyfi ráðherra. í 3. mgr, er lagt til, að endurhæf- REYKJALUNDUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.