Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 24

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 24
Oddur Ólafsson: Sitthvað um endurhæfingarráð og baráttumál öryrkja Endurhæfingarráð var skipað síðastliðið haust. Ráðið er þannig skipað: Oddur Ólafsson (frá félagsmálar.) form. Haukur Þórðarson (frá læknafél.) varaf. Ólöf Ríkharðsd. (frá Öryrkjásamb.) ritari Heiðrún Steingrímsd. (frá Alþýðusamb.) Sveinn Ragnarsson (frá Samb. ísl. sveitarf.) Svavar Pálsson (frá fél. ísl. vinnuveit.) Þóra Einarsdóttir (frá menntamálar.) Endurhæfingarráð er til húsa í félags- málaráðuneytinu og framkvæmdastjóri þess er Jón Ólafsson, er lengi hefir verið fulltrúi í vinnumáladeild félagsmálaráðuneytisins. Ráðið hefir haldið nokkra fundi. Það telur fyrstu verkefni sín að kanna aðstöðu öryrkja í landinu, hve margir kynnu að þurfa aðstoðar á þeim sviðum, er lögin taka til, og hvar þeir séu. Könnun á hög- um öryrkja er nú í gangi. Að henni lok- inni mun ráðið leggja áherzlu á að ganga frá áætlun um verkefni og framkvæmdir næstu ára. Þegar hefir verið hafin undir- búningur um að umbótum á ýmsum svið- um, þar á meðal 1) aðstöðu til hæfni og starfsprófana 2) menntunaraðstöðu ör- yrkja 3) aðstöðu til vinnuþjálfunar og verndaðrar vinnu 4) breytinga á fyrir- komulagi atvinnuútvegunar fyrir öryrkja. Eitt af því, er mun há atvinnuendurhæf- ingu næstu ára, er skortur á lærðu starfs- fólki. Það mun taka alllangan tíma að bæta úr þeim skorti, en vonandi smábatnar þó ástandið. Endurhæfingarráð gerir sér ljóst, að framundan eru vandasöm og viðamikil verkefni. Úttekt á þeirri starfsemi, sem nú fer fram í landinu, og haldgóð þekking á þörfinni, eru undirstaða þess, að árangur verði af störfum ráðsins. Ljóst er, að aðstaða til vinnuþjálfunar og verndaðrar vinnu þarf að stórbatna. Þess vegna hefir endurhæfingarráð nú skrif- að öryrkjabandalaginu og lagt til, að við- ræður verði hafnar um framtíðarfyrirkomu- lag á rekstri öryrkjamiðstöðva í landinu. Til glöggvunar og fróðleiks læt ég fylgja hér með ályktun 99 frá Alþjóðavinnumála- stofnuninni. Sú ályktun er að vísu gömul, en hún sýnir vel áhuga alþjóðastofnunar á vinnumálum öryrkja. Síðan ályktun þessi var gerð, hefir mjög verið til hennar vitnað. Hún hefir verið öflugur stuðningur í bar- áttu öryrkja fyrir jafnrétti á vinnumark- aðinum, og á jafnvel við í dag eins og árið, sem hún var samþykkt. 24 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.