Reykjalundur - 01.06.1971, Side 24

Reykjalundur - 01.06.1971, Side 24
Oddur Ólafsson: Sitthvað um endurhæfingarráð og baráttumál öryrhja Endurhæfingarráð var skipað síðastliðið haust. Ráðið er þannig skipað: Oddur Ólafsson (frá félagsmálar.) form. Haukur Þórðarson (frá læknafél.) varaf. Ólöf Ríkharðsd. (frá Öryrkjás&mb.) ritari Heiðrún Steingrímsd. (frá Alþýðusamb.) Sveinn Ragnarsson (frá Samb. ísl. sveitarf.) Svavar Pálsson (frá fél. ísl. vinnuveit.) Þóra Einarsdóttir (frá menntamálar.) Endurhæfingarráð er til húsa í félags- málaráðuneytinu og framkvæmdastjóri þess er Jón Ólafsson, er lengi hefir verið fulltrúi í vinnumáladeild félagsmálaráðuneytisins. Ráðið hefir haldið nokkra fundi. Það telur fyrstu verkefni sín að kanna aðstöðu öryrkja í landinu, hve margir kynnu að þurfa aðstoðar á þeinr sviðum, er lögin taka til, og hvar þeir séu. Könnun á hög- um öryrkja er nú í gangi. Að henni lok- inni mun ráðið leggja áherzlu á að ganga frá áætlnn um verkefni og framkvæmdir næstu ára. Þegar hefir verið iiafin undir- búningur um að umbótum á ýmsurn svið- um, þar á meðal 1) aðstöðu til liæfni og starfsprófana 2) menntunaraðstöðu ör- yrkja 3) aðstöðu til vinnuþjálfunar og verndaðrar vinnu 4) breytinga á fyrir- komulagi atvinnuútvegunar fyrir öryrkja. Eitt af því, er mun há atvinnuendurhæf- ingu næstu ára, er skortur á lærðu starfs- fólki. Það mun taka alllangan tíma að bæta úr þeim skorti, en vonandi smábatnar þó Oddur Ólafsson ástandið. Endurhæfingarráð gerir sér ljóst, að framundan eru vandasöm og viðamikil verkefni. Uttekt á þeirri starfsemi, sem nú fer fram í landinu, og lialdgóð þekking á þörfinni, eru undirstaða þess, að árangur verði af störfum ráðsins. Ljóst er, að aðstaða til vinnuþjálfunar og verndaðrar vinnu þarf að stórbatna. Þess vegna hefir endurhæfingarráð nú skrif- að öryrkjabandalaginu og lagt til, að við- ræður verði hafnar um framtíðarfyrirkomu- lag á rekstri öryrkjamiðstöðva í landinu. Til glöggvunar og fróðleiks læt ég fylgja hér með ályktun 99 frá Alþjóðavinnumála- stofnuninni. Sú ályktun er að vísu gömul, en hún sýnir vel áhuga alþjóðastofnunar á vinnumálum öryrkja. Síðan ályktun þessi var gerð, hefir mjög verið til hennar vitnað. Hún hefir verið öflugur stuðningur í bar- áttu öryrkja fyrir jafurétti á vinnumark- aðinum, og á jafnvel við í dag eins og árið, sem hún var samþykkt. 24 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.