Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 28

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 28
/ 19 (1) Hvatt skyldi til rannsókna og þær studdar, einkum a£ hlutaðeigandi stjórnarvöldum, til þess að fá mælikvarða á það starf, sem unnið er fötluðum mönn- um til viðreisnar, og til þess að bæta um það. (2) Slíkar rannsóknir skyldu innifela í sér stöðugar eða sérstakar athuganir á því, sem gert er til þess að útvega fötluðum mönnum atvinnu. (3) Rannsóknirnar skyldu ná til vísinda- legra rannsókna á margvíslegri tækni og aðferðum, sem beitt er við atvinnuþjálfun fötluðum mönnum til viðreisnar. V. Aðferðir til þess að gera fötluðum mönnum mögulegt að notfœra sér viðreisnarþjónustuna. 20. Fyrir því skyldi hugað, að fötluðum mönnum verði mögulegt að notfæra sér til hlítar allt það, sem unnið er þeim til við- reisnar, og það tryggt, að eitthvert stjórnar- vald aðstoði persónulega sérhvern fatlaðan mann við að ná eins mikilli viðreisn og unnt er. 21. í þeim ráðstöfunum skyldi innifalið: a. upplýsingar og auglýsingar um þá þjón- ustu, sem kostur er á um atvinnuþjálf- un til viðreisnar og um þær framtíðar- horfur, sem við slíkt eru bundnar fyrir hinn fatlaða mann; b. að hinum fatlaða manni sé veitt við- unandi fjárhagsaðstoð. 22. (1) Slík fjárhagsaðstoð skyldi veitt hvenær sem er meðan á endurreisnarstarf- inu stendur, og skyldi hún hafa það mark- mið að létta undirbúning hins fatlaða manns til þess að tryggja sér og fá síðan haldið atvinnu, þar á meðal fyrir eigin reikning. (2) Hún skyldi ná til ókeypis afnota af viðreisnarþjónustunni, framfærslustyrks, hvers konar nauðsynlegs ferðakostnaðar meðan á undirbúningsþjálfuninni stendur, lána eða fjárstyrkja, og að lögð séu til nauðsynleg verkfæri og útbúnaður og til líkamsumbúða og annars slíks, þar sem um það er að ræða. 23. Fötluðum mönnum skyldi heimilað að færa sér í nyt allar greinar viðreisnar- þjónustunnar án þess að missa nokkurs í um hjálp frá almannatryggingum, að svo miklu leyti sem þær eru óviðkomandi notk- un slíkra þjónustugreina. 24. Fatlaðir menn, sem heima eiga á þeim stöðum, þar sem takmarkaðar horfur eru á að fá framtíðarvinnu, eða takmark- aðir möguleikar eru á að búa sig undir starf, skyldu, ef þeir óska, eiga þess kost að vera þjálfaðir til atvinnu — þar með talið, að þeim sé séð fyrir fæði og húsnæði og sömuleiðis á þeim stöðum, þar sem atvinnu- horfur eru betri. 25. Fatlaðir menn (þar með taldir þeir, sem njóta örorkustyrks) skyldu ekki látnir gjalda fötlunar sinnar að því er varðar kaup og önnur atvinnuskilyrði, ef starf þeirra þolir samanburð við það, sem ófatlaðir menn inna af hendi. VI. Samvinna milli þeirra fyrirtœkja, er um lœknishjálp annast, og hinna, er hafa með höndum viðreisnarstarf til atvinnu. 26. (1) Sem allra nánust samvinna og sem allra bezt samræming skyldi vera milli þeirra fyrirtækja, er læknishjálp hafa með höndum, sem vinna að atvinnulegri við- reisn fatlaðra manna. (2) Þessi samvinna og samræming starfs- seminnar skyldi vera til þess að: a. tryggja það, að læknishjálp og þegar um slíkt er að ræða, viðeigandi líkams- umbúðir, sé til þess í té látið, að það 28 REYK.JALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.