Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 34

Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 34
Gísli Jónsson h e iðursfélagi S.I.B. S. F. 17. ágúst 1889. — D. 7. október 1970 Þegar fregnin um andlát Gísla Jónssonar barst, var mikill harmur kveðinn að hinum mörgu vinum hans, ekki sízt félögum hans innan S.I.B.S. Svo sár var harmurinn að líkja mætti við missi göfugs föður, svo traustum og ljúfum tengslum var hann bundinn félaginu, svo djúp og elskurík var vináttan og samstarfið heillaríkt. Við vorum stolt og glöð yfir því hnossi að eiga hann sem styrkan og föðurlegan vin. Við vorum sæl að mega hlýta ráðum hans og njóta verndar hans. Óhætt er að fullyrða, að utan fjölskyldu hans þekktum við bezt göfgi lians og kærleiksþel, enda nutum við þess í ríkum mæli. Gísli Jónsson var um áratuga skeið landskunnur að ágætum og víðkunnur í nágrannalöndum, bæði á sviði stjórnmála og viðskipta. Hans var rækilega minnst við fráfall hans af einstaklingum og félögum, sem með honum stijrfuðu á furðulega mörgum sviðum mannlífsins, Gisli Jónsson enda margt frásagnarvert. Þótt hann kæmi víða við sögu og dreifði kröftum sínum meira en flestir aðrir, kom jrað eigi að sök, alltaf var nóg af kjarki, dugnaði og hygg- indum til alls þess, er hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikill á hvaða sviði sem hann vann. Sú mikla saga verður ekki rakin hér. Þess í stað viljum við í fáum orðum orðum segja frá þeim þætti lífs hans, sem við þekktum bezt, söguna af miskunn- sama samverjanum í gervi Gísla Jónssonar. 34 REVKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.