Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 35

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 35
Kynni okkar Gísla hófust þannig, að við buðum honum í heimsókn að Reykjalundi um miðsumar árið 1948. Bygging staðarins og rekstur var þá á byrjunarstigi. I þann tíma var Gísli formaður fjárveitingarnefnd- ar Alþingis og það meira en að nafninu tii. Okkur þótti nauðsyn bera til að eiga samband við áhrifamann í íslenzkum fjár- málum. Stefnuskrá okkar var allstór í snið- um, en tekjuvonir í engu samræmi við hana. Úr því þurfti að bæta. Gísli hafði til þess tíma ekki haft nein veruleg afskipti af félagsmálum, en furðuleg innsæi, frekar en heppni, réði því, að við völdum hann sem talsmann okkar og ráðgjafa, því að einmitt hann reyndist vera rétti maðurinn. Eftir að hafa sýnt honum allt það, sem nokkurs var um vert, og eftir að hafa verið í yfirheyrslu hjá honum mikinn hluta dags, lét hann í ljós ánægju sína og spurði síðan, hvaða tekjulindir við teldum væn- legastar. Við álitum, að lagaheimild til reksturs flokkahappdrættis til langs tíma arðvænlegasta. „Vafalaust góð tekjulind, ef vel er virkjuð", mælti Gísli, „en hún er afgirt og mun ekki auðsótt í hana. En lagafrumvarp um þetta mál mun ég flytja á Alþingi, hvernig sem til tekst". Ekki þarf að orðlengja þetta mál frekar, en lög um vöruhappdrætti S.Í.B.S. var samþykkt á Al- þingi 16. marz 1949. Þar með var framtíð sambandsins fjárhagslega tryggð. Upp frá þeirri stundu áttum við Gisla og hann okkur til hinzta dags og upp frá þeirri stundu upphófst magnaður áhugi hans á íslenzkum félagsmálum, og heilla- spor hans á þeim vettvangi óútmáanleg Með S.Í.B.S. í huga flytur hann frum- varp sitt um erfðafjársjóð. Ekki auðsótt mál, en vannst þó um síðir. Sjóður þessi hefir greitt mjög fyrir öllum framkvæmd- um sambandsins og verið málstað endur- hæfingar sjúkra ómetanlegur stuðningur, og verður svo framvegis. Og ekkert lát verður á gjafmildi, hjálp- fýsi og föðurlegri ástúð Gísla í garð S.I.B.S. til hans hinzta dags. Þegar hann, fyrir aldurs sakir, hóf að leggja frá sér þyngstu baggana af margvís- legum veraldar umsvifum, gerðist hann all mikilvirkur rithöfundur. Önnur bók hans, „Frá foreldrum mínum" kom út 1966 og er stórmerk heimild um árabátaútgerð fjár- vana dugnðarmanna við Faxaflóa um alda- mótin síðustu, sem áttu undir högg að sækja hjá hinum stóru í útgerð og verzlun. Áður óskráður þáttur í sögu íslands frá þeim tíma. Þessi bók seldist vel og gaf af sér góðar tekjur. Þegar Gísli varð þess var, að þessi „tómstundaiðja" hans gaf fé í aðra hönd, gaf hann S.Í.B.S. öll ritlaun sín af bókinni, sömuleiðis öll ritlaun af bókum o° ejeinum, sem hann hafði áður ritað og kynni að rita síðar. Og hann hélt áfram að rita til hagnaðar fyrir félagið, sem hann hafði tek- ið ástfóstri við, og var mikilvirkur að vanda. Árið 1967 kom út skáldsaga frá honum, og árið eftir önnur. Báðar bækurnar seldust vel, og ritlaunaðar betur en almennt gerist. Og enn ritaði hann skáldsögu síðla árs 1968. Sú bók kom út um jólin í fyrra. Síðasta ritverk hans. Þegar þess er gætt, að Gísli hefir feril sinn sem rithöfundur mjog svo við aldur og skrifar þrjár bækur, eigi litlar, á tveim árum, vel gerðar að efni og stíl, verður að ætla að eigi myndi hann hafa staðið bróður sínum, Guðmundi Kamban, að baki, hefði hann frá æsku gert sagnaritun að ævistarfi. Árið 1966 gaf Gísli og börn hans samband- inu hið fagra sumarbýli sitt við Hrafnagjá á Þingvöllum. Þeir, sem litið hafa þennan dýra og fagra stað, verða agndofa af rausn og höfðingskap gefenda. Þessi gjöf var sam- bandinu færð til minningar um eiginkonu Gísla, frú Hlín Þorsteinsdóttur, sem and- aðist í nóvember 1964. REYKJALUNDUR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.