Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 36

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 36
Gísli var kjörinn heiðursfélagi S.Í.B.S. árið 1949 og á áttræðisafmæli hans, var hann sæmdur gubmerki sambandsins, sem aðeins er borið af tveimur íslendingum. Þar með hafði hann hlotið þau sýnilegu virðingartákn, sem sambandið hefir yfir að ráða, en í samanburði við þá ást, virðingu og heila þakkarhug, sem allir félagar innan S.I.B.S. bera til þessa stórbrotna velgerðar- manns síns, eru hin sýnilegu virðingartákn eigi mikils virði. Samband íslenzkra berklasjúklnga vottar fjölskyldu Gísla Jónssonar sína dýpstu hlut- tekningu og samúð, og færir henni bróður- legar kveðjur og þakkir. Guð gefi ættjörð vorri annan Gísla Jóns- son til hjálpar og huggunar þeim vanheilu og sorgmæddu meðborgurum, sem í vök eiga að verjast. F. h. S.Í.B.S. Þórður Benediklsson. Gunnlaug Baldvinsdóttir Fædd 6. jan. 1905 — Dáin 21. jan. 1971 Sæl og ljúf! Þegar faðir minn heilsaði í símann með þessum orðum, þá vissi ég alltaf, hver það var, sem hafði svarað á símstöðunni á Ak- ureyri. Það var frændkona okkar, Gunnlaug Baldvinsdóttir. Milli þeirra var traust vin- átta, þótt ald'ursmunur væri mikill, en hvorttveggja var, að hann hafði fylgzt með ævikjörum hennar og ættfólks hennar og svo voru bæði með afbrigðum frændrækin. Gunnlaug var fædd að Stóru-Hámundar- stöðum á Árskógarströnd, dóttir Baldvins Þorsteinssonar og Sólveigar Stefánsdóttur og vorum við þremenningar í föðurætt, en sú ætt hefur lengi verið kennd við Krossa á Árskógasströnd, þar sem bjó Þorvaldur langafi okkar. Ekki fór lífið mildum höndum um Gunn- laugu frændkonu mína, því að sextán ára gömul missti hún móður sína, en síðustu æviár hennar hafði Gunnlaug eftir mætti gengið yngri systkinum sínum í móðurstað, þótt ung væri. Og hópurinn var stór, því tíu voru alsystkin. Faðir hennar var sjó- maður og því sjaldan heima. Hann kvænt- ist aftur löngu síðar og eignaðist þrjú börn með síðari konu sinni. En eins og tím- arnir voru þá, var ekki um annað að ræða en að sundra hinu stóra heimili, þegar allar batavonir höfðu brugðizt og móðirin var látin. Þá var það þung raun heitu 36 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.