Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 37

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 37
hjarta og viðkvæmum huga elztu systur- innar að slíta frá sér systkinin ungu, sem búin voru að vera í hennar umsjá frá því að kraftar hennar leyfðu fóstrustörfin. Og berklarnir áttu eftir að höggva mörg og stór skörð í systkinahópinn og nánasta frændgarð, auk þess, sem þeir urðu móður- inni að bráð og fór Gunnlaug heldur ekki varhluta af þeirri reynslu. Gunnlaug dvaldi hjá ýmsum ættingjum sínum í æsku, en mun þó jafnan hafa skilað fullri vinnu fyrir dvöl sína, en stundir ekki verið ætlaðar of margar til náms eða þess að sinna þeim hugðarefnum, sem stóðu hjarta næst, svo sem tónlistinni, sem að mörgu leyti var einn af rauðu þráðunum, sem gengu gegn um allt hennar líf. Því þótt hún fengi ekki nema að takmörkuðu leyti að njóta sjálf þess, sem henni var gefið, eins og þeim fleiri systkinum, sem var fögur söngrödd, þá hafði hún alla ævi djúpa nautn af tónlist og eignaðist suma tryggustu og beztu vini sína gegn um þá listgrein. Meginhluta starfsævi sinnar varði Gunn- laug í þjónustu Landssíma Islands á ýmsum stöðum, svo sem í Hrísey, Akureyri og síð- ast í Reykjavík. En þar gerðist ekki nema hluti af starfssögu hennar. Það annað starfs- svið, sem ekki var öllum augljóst, var að- stoð hennar við frændur og vini og þá fyrst og fremst þá, sem einhverra hluta vegna stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni. Hún var skaprík og hjartahlý, vinföst og hjálp- söm svo af bar. Einn síðasti starfsvettvang- ur hennar, utan hins opinbera starfs, var sá, að hún gerðist húsvörður hjá A-A-sam- tökunum, eftir að þau fengu samastað í Tjarnargötu 3 í Reykjavík. Sem að líkum lætur, bar þar að dyrum margan brákaðan reyr, en ekki mun hún hafa sparað krafta sína til að styðja þá, sem brjótast vildu úr fjötrum áfengisnautnarinnar, fremur en aðra, sem háðu harða hríð við ytra eða innra andstreymi annað. Þessu húsvarðarstarfi gegndi hún til hinztu stundar. Gunnlaug lagði einnig fram það starf, sem hún mátti, í samtökum berklasjúklinga, S.I.B.S., var m. a. ritari Berklavarnar árum saman og sat mörg þing samtakanna. En hversu mikið andstreymi, sem mætti Gunnlaugu, þá átti hún samt alltaf þá lífsgleði, sem aldrei lét bugast og fágætan eiginleika til þess að njóta hverrar gleði- stundar, enda hlaut hún líka verðugt and- svar frá sínum mikla vinafjölda og frá frændfólki|nu, sem hún sífellt bar fyrir brjósti. Og vinirnir voru á öllum aldri, frá öldungum til barna. Mátti sjá þess vott, er Dómkirkjan var þéttsetin við útför henn- ar. Við vorum báðar farnar að hlakka til þess, að opinberum vinnudegi hennar yrði lokið og við mættum saman njóta enn frekar sameiginlegra hugðarefna og rækja vináttu og frændsemi, sem með okkur var frá æsku. Um tíma hefði okkur báðum þótt líklegra, að ég yrði fyrr kvödd inn um hliðið mikla en hún, en eins og jafnan áður, veit enginn sitt endadægur. Þessi orð eru aðeins lítil þökk til frænku minnar fyrir elskusemi hennar, tryggð og skilning. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Stefdnsdóttir frd Völlum. REYKJALUNDTJR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.