Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 37

Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 37
hjarta og viðkvæmum huga elztu systur- innar að slíta frá sér systkinin ungu, sem búin voru að vera í hennar umsjá frá ]n í að kraftar hennar leyfðu fóstrustörfin. Og berklarnir áttu eftir að höggva mörg og stór skörð í systkinahópinn og nánasta frændgarð, auk þess, sem þeir urðu móður- inni að bráð og fór Gunnlaug heldur ekki varhluta af þeirri reynslu. Gunnlaug dvaldi hjá ýmsum ættingjum sínum í æsku, en mun þó jafnan hafa skilað fullri vinnu fyrir dvöl sína, en stundir ekki verið ætlaðar of margar til náms eða þess að sinna þeim hugðarefnum, sem stóðu hjarta næst, svo senr tónlistinni, sem að mörgu leyti var einn af rauðu þráðunum, sem gengu gegn um allt hennar líf. Því þótt hún fengi ekki nenra að taknrörkuðu leyti að njóta sjálf þess, sem henni var gefið, eins og þeinr fleiri systkinum, sem var fögur söngrödd, þá hafði hún alla ævi djúpa nautn af tónlist og eignaðist sunra tryggustu og beztu vini sína gegn um þá listgrein. Meginhluta starfsævi sinnar varði Gunn- laug í þjónustu Landssíma Islands á ýmsum stöðum, svo sem í Hrísey, Akureyri og síð- ast í Reykjavík. En þar gerðist ekki nema lrluti af starfssögu hennar. Það annað starfs- svið, senr ekki var öllum augljóst, var að- stoð hennar við frændur og vini og þá fyrst og fremst þá, sem einhverra hluta vegna stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni. Hún var skaprík og hjartahlý, vinföst og lrjálp- söm svo af bar. Einn síðasti starfsvettvang- ur hennar, utan hins opinbera starfs, var sá, að hún gerðist húsvörður hjá A-A-sam- tökunum, eftir að þau fengu samastað í Tjarnargötu 3 í Reykjavík. Sem að líkum lætur, bar þar að dyrum margan brákaðan reyr, en ekki nrun hún hafa sparað krafta sína til að styðja þá, sem brjótast vildu úr fjötrum áfengisnautnarinnar, fremur en aðra, sem háðu harða hríð við ytra eða innra andstreynri annað. Þessu lrúsvarðarstarfi gegndi lrún til hinztu stundar. Gunnlaug lagði einnig fram það starf, senr hún mátti, í samtökum berklasjúklinga, S.I.B.S., var m. a. ritari Berklavarnar árum saman og sat mörg þing samtakanna. En hversu mikið andstreymi, sem mætti Gunnlaugu, þá átti hún sanrt alltaf þá lífsgleði, sem aldrei lét bugast og fágætan eiginleika til þess að njóta hverrar gleði- stundar, enda hlaut hún líka verðugt. and- svar frá sínum mikla vinafjölda og frá frændíólki|nu, sem hún sífellt bar fyrir brjósti. Og vinirnir voru á öllum aldri, frá öldungum til barna. Mátti sjá þess vott, er Dómkirkjan var þéttsetin við útför henn- ar. Við vorunr báðar farnar að Irlakka til þess, að opinberum vinnudegi hennar yrði lokið og við mættum saman njóta enn frekar sameiginlegra hugðarefna og rækja vináttu og frændsenri, sem með okkur var frá æsku. Um tíma hefði okkur báðum þótt líklegra, að ég yrði fyrr kvödd inn um hliðið mikla en hún, en eins og jafnan áður, veit enginn sitt endadægur. Þessi orð eru aðeins lítil þökk til frænku nrinnar fyrir elskusemi hennar, tryggð og skilning. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Stefánsdóttir frá Völlum. REYKJALUNDUR 37

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.