Reykjalundur - 01.06.1971, Page 39

Reykjalundur - 01.06.1971, Page 39
Jón Sigurður Lárusson F. 9. febrúar 1934. — D. 18. febrúar 1970. Árið 1952 dvaldi ég nokkra mánuði á Vífilsstöðum og lenti á stofu með tveim ungum mönnum, báðum innan við tvítugt. Annar þessara ungu manna var Jón Lárus- son, þá 18 ára gamall, ættaður frá Flatey á Breiðafirði, Hann hafði fengið berkla í bak nokkr- um árum áður og sjúkdómurinn dregið úr vexti hans, svo að hann náði ekki fullri hæð, en það, sem Jón skorti á líkamsvöxt- inn, liafði hann fengið bætt með sínu frá- bæra skapi og ljúfmennsku. Allir, sem kynntust honum, urðu vinir hans, og sú vinátta entist, því að Jón var alltaf sami einlægi, góði félaginn á hverju sem gekk. Eg hafði um nokkurra ára skeið annast félagshjálp fyrir S.I.B.S. og kom það því í minn hí'ut að útvega Jóni atvinnu. Hann hafði um tíma unnið við innheimtustörf lijá Kr. Kristjánsson h.f. og fallið það vel, en orðið að hætta vegna sjúkdómsins. Okkur kom saman um, að hann reyndi einhverja iðn, og fór hann um tíma í skó- smíðanám, en féll það ekki. Þegar starf innheimtumanns losnaði hjá S.I.B.S. og Reykjalundi, ákvað hann að breyta til aftur. Jón SigurÖnr Lárusson Jón vann síðan fyrir sinn gamla félags- skap, þar til hann skyndilega og öllum á óvænt var burtu kallaður í svefni. S.I.B.S. hefir átt mörgum góðum starfs- krafti á að skipa, en trúrri og betri full- trúa var ekki hægt að fá, og svo prúður var hann í akstri sínum um götur borgar- innar og tillitssamur við vegfarendur, að athygii vakti. Jón bjó alla tíð hjá foreldrum sínum, Halldóru Bjarnadóttur og Lárusi Guð- mundi Eyjólfssyni. Hann tók þau með sér í sumarfríum sínum víðsvegar um landið og gerði allt, sem í hans valdi stóð til að verða þeim sem beztur sonur. Er missir jreirra mikill. Við, vinir hans, tökum þátt í söknuði þeirra, en gott er að eiga jafnljúfar minn- ingar um genginn félaga. S.Í.B.S. þakkar honum mikið og gott starf. Guðmundur Löve. REYKJALUNDUR 39

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.