Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 41

Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 41
ínesta reglu- og myndarheimili. Á ísafirði naut Jóna barnalærdóms síns, auk þess sem hún stundaði nám í Húsmæðraskóla ísa- I jarðar einn vetur. Svo sem almennt tíðkaðist á þessum ár- um, fór Jóna snemrna að vinna fyrir sér og mun fyrsta vist hennar hafa verið hjá hjónunum Jónasi Þorvarðarsyni og Guð- nýju Jónsdóttur að Bakka í Hnífsdal. Og víða lágu vegir hennar til hússtarfa, svo sem hjá Sigurði Kristjánssyni alþingis- rnanni og konu lians, en með þeim fluttist Jóna til Reykjavíkur 1931. Þá má og nefna vist hennar á heimili Haraldar Böðvars- sonar á Akranesi, en það heimili rómaði Jóna mjög á alla lund. Þegar Jóna veiktist af berklum, átti hún fyrir ungri dóttur að sjá. Var hún þá í vist hjá Páli Þormar, en þau hjón önnuðust dótturina meðan á hælisvistinni stóð. Síð- ar var litla dóttirin, Gerður Erlendsdóttir, tekin í fóstur af móðurbróður sínurn, Jóni í Hörgshlíð. Á Reykjalundi kynntist Jóna sínum trygga vini, Guðmundi Jasonarsyni frá Hólmavík, en með honum eignaðist hún dóttur, Jakobínu, sem alin var upp hjá föðursystur sinni, Helgu Jasonardóttur og manni hennar, Kára Sumarliðasyni, á Hólmavík. Þessi dóttir er nú starfsstúlka að Reykjalundi. Börn sín og barnabörn umvafði Jóna djúpstæðri móðurblíðu. Hver lítil send- ing, Iiver lítil gjöf var ívafin kærleika og göfgi. í sumarleyfum sínum naut hún í ríkum mæli þessara ástvina sinna. Þeim mun lengi geymast fögur minning. Það var að kvöldi laugardagsins 24. jan- úar 1970, er Jóna var við sín venjulegu störf, að hún kenndi nokkurs lasleika. I sínu litla, snyrtilega herbergi að Reykja- lundi, þar sem hún hafði unað nær 24 ár, kvaddi þessi hægláta kona þetta líf Þetta er síðbúin vinarkveðja, en ég vona mér fyrirgefist Jrað. J. B. Ólafur R. Sveinsson r Olafur R. Sveinsson heilbrigðisfulltrúi i Vestmannaeyjum, Fædur 25. ágúst 1903. — Dáinn 2. maí 1970. Félagið Berklavörn í Vestmannaeyjum hefir frá upphafi sögu sinnar verið til fyrir- myndar um starfsgleði, dugnað og bjart- sýni. Engin félagsdeild innan S.Í.B.S. hefir safnað hlutfallslega jafnmiklu fé á berkla- varnardögum til framkvæmda sambandsins sem hún, og er þá mikið sagt, því að yfir- leitt hafa deildirnar ekki legið á liði sínu á þeim vettvangi. Þenna frábæra árangur má að sjálfsögðu ]>akka mörgum dugmikl- REYKJALUNDUR 41

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.