Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 42

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 42
um forystumönnum innan félagsins, en í fremstu röð þeirra var ávallt Ólafur Sveins- son. Hann var einn af stofnendum Berkla- varnar í Vestmannaeyjum og í stjórn fé- lagsins alla tíð, lengst af sem féhirðir. Hinn víðkunni og snjalli formaður félagsins, um fjölmargra ára skeið, frú Alda Björnsdótt- ir, lét þess þráfaldlega getið, að ágætari sam- starfsmann að þjóðnytjamálum hafi hún aldrei kynnzt. Síðasta berklavarnardag, sem hann lifði, lá hann fársjúkur á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Þrátt fyrir það var hugur hans við söfnunina heima. Fréttir af árangrinum varð að flytja honum jafnóðum og á dag- inn leið og ekki mátti hann hvíldar njóta fyrr en lokatölur um góðan feng lágu fyrir á síðkvöldi. Þannig var hugur hans í garð félagsins okkar. Sá, er þessar línur párar, átti því láni að fagna að þekkja og umgangast þenna dáðadreng allt frá árinu 1923. Staddur um borð á g.s. Islandi í Vest- mannaeyjahöfn á því ári, hitti hann fyrir nokkra unga Eyjamenn og gaf sig á tal við einn þeirra, vegna þess hve gjörfilegur hann var og broshýr og með augu, sem hlógu af lífsgleði. Þarna var Ólafur Sveinsson lif- andi kominn, og þannig var um allt sitt faera lífsskeið. Loe;andi af áhuga var hann o o o að segja mér frá nýju íþróttafélagi, sem hann og nokkrir jafnaldrar hans hefð'u stofnað til þess að veita hinu gamla íþrótta- félagi, Þór, keppni. — Það þarf að skapa keppni og metnað í hverju sem er, sagði hann, ef góður árangur á að nást. Og svo sannarlega hefir Týr, félagið hans, veitt bróðurfélaginu harða og langa keppni, allt til þessa dags. Ekki grunaði mig þá, að hann ætti eftir að stofna til nýs menningar- félags í Eyjum og veita því eigi minni áhuga og framtakssemi og að við ættum eftir að vera samstarfsmenn að því starfi um ára- tuga skeið. Eftir áralanga samleið með honum, komst ég að raun um, að hið drengilega og bjarta bros og hlátur augna hans, var meira en eitt „augnabliks glampandi glit", heldur var það hans bjarta sál, sem lýsti af ásjónu hans. Þar innifyrir var hlýja nóg og birta, sem nægði stóru umhverfi, enda bar þar aldrei fölskva á. Gott var að eiga Ólaf að vini og mikið lán var það S.Í.B.S. að hafa átt og notið áhuga hans, framtaks og vinsælda við upp- byggingu okkar mikla félags, allt frá stofn- un þess. Ekki á ég orð á tungu minni til að tjá honum, svo verðugt sé, heilan þakk- arhug félagsins, því að sannarlega er hlutur hans að gengi S.Í.B.S. eigi lítill. Frá unga aldri var Ólafur í þjónustu bæjarfélags Vestmannaeyja. Fyrst sem verk- stjóri við grjótnám bæjarins í Herjólfsdal. Síðan gerðist hann sjóveitustjóri og ann- aðist það starf til ársins 1960. Það ár var hann skipaður heilbrigðisfulltrúi bæjarins. Því starfi gegndi hann til dauðadags við mikið lof og fágætar vinsældir. Mannskaði mikill varð við fráfall Ólafs. Bæjarfélagið missti starfsmann ágætan og fyrirmyndar borgara. S.Í.B.S. missti einn af sínum beztu og elztu félögum og braut- ryðjanda, og heimili hans ástríkan og styrk- an föður og verndara. Aldrei vildi Ólafur hlýða á harmatölur, enda munu þær eigi þuldar hér, og svo er það lögmálið algilda, að þeir einir hljóta að missa, sem eiga. Alúðarfyllstu samúðarkveðjur flytur S.Í.B.S. elskaðri eiginkonu hans og dug- miklu stoð að öllum dáðum, einnig fjöl- skyldu hans og ástvinum öllum. Arfinn, sem S.Í.B.S. hlaut eftir göfugan vin og samherja, mun það leitast við að varðveita og ávaxta að verðleikum. F. h. S.Í.B.S. Þórður Benediktsson. 42 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.