Reykjalundur - 01.06.1971, Page 43

Reykjalundur - 01.06.1971, Page 43
Magnús Benjamínsson F. 23. 6. 1892 - D. 16. 7. 1971. Magnús var fæddur í Flatey á Breiðafirði og var breiðfirzkur og vestfirzkur að ætt og uppruna. Var faðir hans, Benjamín, kennari og bóksali í Flatey. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum í Flatey og vann síðar í Flatey allan sinn starfsaldur. Og svo sterkum böndum var hann tengdur þessum æsku- og ættarslóð- um, að eftir að hann fór suður að Reykja- lundi eyddi hann ávallt sumrunum í sinni elskuðu eyjabyggð — nema tveim þeim sein- ustu. Heimsótti eyjarnar sínar í þann nrund, sem æðurin fór að huga að hreiðrum sín- um. Magnús elskaði vorið og alla þá fjöl- breyttu dásemd, sem því er samfara — ekki sízt vestur í eyjunum grænu við sundin lrlá. Ekki er ólíklegt, að ef Magnús hefði haft heila burði, hefði hann valið sér djarfa sjósókn að ævistarfi, — svo sem margir jafn- aldrar hans á þessunr slóðunr gerðu. En örlögin ætluðu honunr við annað erfiði að fást, sem sízt þurfti nrinna karlmennsku- þrek til að sigra en hvíta öldufalda. Hann var fæddur svo líkamlega fatlaður, að sjó- sókn og annað álíka líkamlegt erfiði, kom ekki til greina. En þá brá Magnús á það eina, er sigur getur veitt. Hann fór að leggja stund á að þroska og hagnýta senr bezt sína eigin lræfi- leika. Og hversu ríkur var hann ekki, jregar að var gáð? Atti hann ekki óendanlegar lendur síns eigin huga til ræktunar og tvær undra vel- lagaðar hendur til hverskonar þjálfunar og handíða. Og hann byrjaði ótrauður og gafst ekki upp. Námfýsi hans og fróðleiksþrá var slík, að þótt sjálf skólagangan hafi ekki orðið lengri en skönnn barnaskólavera, mun hann hvað menntun snerti vel hafa Jrolað samanburð við margan langskólagenginn, a. m. k. í mörgu tilliti. Þetta áleiðis komst hann — REYKJALUNDUR 43

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.