Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 44

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 44
stundum með lítilfjörlegri einkatímahjálp en jró mest fyrir sparadrjúgt og hugleikið sjálfsnám. Magnús hafði mikið yndi af söng og músik, hafði góða söngrödd og söng jafnan í söngkórum eyjamanna. Hann var heimilis- vinur Sigvalda Kaldalóns, þegar hann sat í Flatey og nam margt af honum í söng og tónfræði. Átti Magnús um eitt skeið bæði mandólín og banjó og spilaði á þessi hljóð- færi. Þá var og Magnús drátthagur vel og skrif- ari ágætur. Gerði hann einnig nokkuð að því að skrautrita, og var á snillingshand- bragð. Eins og sjá má hefur hvorutveggja — þekkingarþrá og listhneigð — átt sterk ítök í Magnúsi — og ekki var verklegi þátturinn veikastur. Var hann hinn mesti völundur á ýmsar fínni smíðar og viðgerðir, enda leitaði fólk til hans með ólíkustu hluti „í lækninga skyni“ þegar því lá á. Hafði hann því oft meir en nógu að sinna í tómstundum sín- um. Hins vegar hafði hann sitt aðalstarf hjá Kaupfél. Flateyjar, vann þar árum sam- an og lengst af á skrifstofunni. Að Reykjalundi kom Magnús fyrir ára- mótin 1958, þá kominn mikið á sjöunda tuginn. Hverjum skyldi þá hafa komið til hugar, að þessi litli, vanheili maður ætti eftir að lifa enn á annan áratug. Var ekki einmitt líka sagt, að svona fólk eins og hann næði sjaldan nema miðjum aldri? En slík álög virtust ekkert erindi éiga við Magnús. Hann fór fljótlega að vinna eins og hitt fólkið og gaf engum eftir hvorki í verklægni né afköstum. Við fundum líka að þarna var maður, sem hægt var að treysta. Um nokkurt skeið meðan heilsan leyfði sat hann í félagsstj. „Sjálfsvarnar“ og sýndi þar sömu trúmennskuna og hollustuna sem í öðru. Þannig var Magnús, og þó er eitt ónelnt, sem einkenndi hann hvað mest: Þetta ein- stæða, jafna skap, þessi góðlátlega gaman- semi. Stundum kastaði fram kíminni stöku, því maðurinn var vel hagorður, — en aldrei nein kerskni, aldrei öfund, aldrei beishja, því var svo notalegt í nálægð hans við vinnuborðið. Maður fann eitthvað sérstakt í návist hans, — þótt það væri óáþreifan- legt: Ró, jafnvægi, kyrrláta gleði — Og smámsaman leið á daginn þinn eins og okkar allra hinna. Vinnustundum þínum fækkaði og þú varzt ennþá hljóðlátari. Og litli, gamli veiklaði líkaminn þinn komst hátt upp í áttunda stigaþrepið. Hvernig fór hann og þú — að því? Já, ég veit, — þú helltir aldrei eitri lífsbeiskjunn- ar í bikarinn þinn. Svo renndir þú bátnum þínum svo hljótt án þess að nokkur vissi yfir sundið síðasta — lygnt og sólstafað. Þú áttir von á landi hinumegin við það. Hafðir fyrir löngu skoðað það í huganum — skyggnum sjónum og víðsýnum — og fagnaðir landtökunni. Ingibjörg Þorgeirsdóttir 44 REVKJALUNDU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.