Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 48

Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 48
William Saroyan: Dóttir hjarðmannsins Það er skoðun ömmu minnar, guð blessi hana, að allir menn eigi að vinna. Og hún sagði við mig við borðið fyrir stuttu síðan: „Þú verður að læra einhverja iðn, læra að búa til nytsama hluti, úr leir, tré, málmi eða klæði. Það er ekki rétt fyrir ungan mann að kunna ekki einhverja heiðarlega iðn. Getur þú smíðað nokkurn hlut? Getur þú búið til einfalt borð, stól, flatan disk, teppi eða kaffikönnu? Getur þú nokkuð?" Og amma mín leit á mig með gremju. „Eg veit“, sagði hún, „að þú ert sagður vera rithöfundur og ég býst við, að þú sért J^að. Þú reykir nógu mikið til Jiess að vera eitthvað, og allt húsið er fullt af reyk, en þii verður að læra að búa til gagnlega hluti, hluti, sem hægt er að nota, og sem eru sýnilegir og áþreifanlegir. Einu sinni var konungur í Persíu", sagði amma mín, „og hann átti son, sem varð ástfanginn af dóttur hjarðmanns nokkurs. Hann fór til föður síns og sagði: „Herra, ég elska dóttur hjarðmannsins, og ég vil fá hana fyrir konu“. Og konungurinn sagði: „Ég er konungur, og þú ert sonur minn, og þegar ég dey tekur þú við ríki mínu. Hvernig getur það átt sér stað, að þii eigir dóttur hjarðmanns fyrir konu?“ Og sonurinn sagði: „Ég veit það ekki, en ég veit, að ég elska Jiessa stúlku, og ég vil að hún verði drottning mín.“ Konungurinn sá, að ást sonar hans var frá guði og hann sagði: „Ég skal senda sendiboða til hennar". Og hann kallaði til sín sendiboða og sagði: „Farið til dóttur hjarðmannsins og segið henni, að sonur minn elski hana og vilji fá hana fyrir konu“. Og sendiboðinn fór til dóttur hjarð- mannsins og sagði: Konungssonurinn elsk- ar Jiig og vill fá J^ig fyrir konu“. Og stúlkan sagði: „Hvaða vinnu stundar hann?“ Og sendiboðinn sagði: „Hvað, hann er sonur sjálfs konungsins. Hann gerir ekki neitt“. Og stúlkan sagði: „Hann verður að læra að vinna“. Og sendiboðinn sneri aftur til konungsins og sagði honum það, sem dóttir hjarðmannsins hafði sagt. Konungurinn sagði við son sinn: „Dóttir hjarðmannsins óskar eftir að þii lærir ein- hverja iðn. Langar Joig til þess að hún verði konan ]n'n?“ Og konungssonurinn sagði: „Já, ég vil læra að vefja stráteppi“. Og konungssyninum var kennt að vefa rósaskreytt stráteppi af ýmsum litum og gerðum. Að þrem dögum liðnum hafði hann lok- ið við að vefa fallegt stráteppi og sendi- boðinn fór aftur til dóttur hjarðmannsins, og sagði: „Þetta stráteppi hefur konungs- sonurinn ofið“. Og stúlkan fór með sendiboðanum til konungshallarinnar og varð kona konungs- sonarins. Dag nokkurn“, sagði amma, „var kon- ungssonurinn á gangi um götur Bagdad- borgar, og kom hann þar auga á matsölu- hús, sem var svo hreinlegt og svalandi, að hann fór inn og settist við eitt borðið. Þessi staður“, hélt amma mín áfram, 48 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.