Reykjalundur - 01.06.1971, Page 49

Reykjalundur - 01.06.1971, Page 49
„var aðsetursstaður þjófa og morðingja, og þeir tóku konungssoninn og vörpuðu honum í dyflissu, þar sem mætustu menn borgarinnar voru í haldi. Og þjófarnir og morðingjarnir drápu þá feitustu meðal þeirra og matreiddu fyrir þá mögrustu, og höfðu mikið yndi af þessu. Konungssonur- inn var einn af Jreim mögru. Enginn vissi, að liann var sonur konungsins í Persíu, og líf hans var treint. Og hann sagði við þjóf- ana og morðingjana: „Ég get ofið stráteppi og þessi teppi eru mikils virði“. Og þeir færðu honum tágar og báðu hann vefa, og á þrem dögum óf hann þrjú teppi. Hann sagði: „Farið með þessi teppi til kon- ungsins í Parsíu, og fyrir hvet teppi mun hann greiða hundi'að gullpeninga“. Þetta gerðu þeir, og þegar konungurinn sá teppin, þekkti lrann handbragð sonar síns á þeim, og hann fór með teppin til dóttur hjarðmannsins og sagði: „Það var komið með þessi teppi til hallarinnar. Son- ur minn, sem er týndur, hefur ofið þau“. Og dóttir hjarðmannsins tók hvert teppi fyrir sig, rakti í sundur og rannsakaði gaumgæfilega, og í rósum hvers teppis fann hún boð frá manni sínurn, skrifuð á persn- eskri tungu, og hún sendi þau til konungs- ins. Og konungurinn“, sagði amma mín, „sendi marga hermenn þangað, sem morð- ingjarnir og þjófarnir höfðu aðsetur sitt. Hermennirnir frelsuðu alla bandingjana og drápu þjófana og morðingjana, og kon- ungssonurinn komst heilu og höldnu til hallar föður síns og konu sinnar, hinnar litlu hjarðmannsdóttur. Og þegar konungssonurinn kom til hall- arinnar og sá konu sína aftur, féll hann fram fyrir henni, faðmaði að sér fætnr hennar og sagði: „Elskan mín, það er þér að Jrakka, að ég er á lífi“. Og konungurinn var mjög ánægður með dóttur hjarðmanns- ins. Jæja“, sagði amma mín, „geturðu nú séð, hvers vegna hver einasti maður ætti að kunna einhverja heiðarlega iðn?“ „Ég skil það mjög vel“, sagði ég, „og strax og ég eignast nógn mikla peninga til þess að kaupa fyrir sög, harnar og við, skal ég gera mitt bezta, búa til einfaldan stól eða bókahillu". SKRÝTLUR Úr dagbók Kobba. Kobbi litli fékk tvær gjafir á afmælisdag- inn sinn: vasabók, til þess að færa í dag- bók, og hundabyssu. Hann fór strax að halda dagbók, svohljóðandi: Mánudagur: „Þoka og súld“. Þriðjudagur: „Súld og ]roka“. Miðvikudagur: „Þoka og súld. Skaut ömmu“. REYKJALUNDUR 49

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.