Reykjalundur - 01.06.1971, Qupperneq 51

Reykjalundur - 01.06.1971, Qupperneq 51
ferðaveður. Jörðin var þakin þunnu snjó- lagi himinninn var enn heiður, þó að aðeins væri byrjað að þíða. Drengirnir skemmtu sér við að leita að dýrasporum, og kannske mundu þeir finna ugluhreiður, hérabæli, íkornabú, tófugreni eða aðrar dásemdir á leið sinni. Þeir gengu rösklega af stað og komu brátt í hinar snæviþöktu, þöglu hallir skógarins. Um hádegisbilið sáu þeir heldur sjaldgæfa sýn. En það var greifingi, sem yfirgefið hafði híði sitt og dragnaðist nú þvengmjór og glorhungraður niður brekkuna, skammt frá þeim. — Nú er hann náttúrlega að leita að rót- um eða músum, hví(slaði Venn, — hann vaknar venjulega ekki af vetrardvalanum fyrr en í febrúar eða marz, eftir því hvernig veður er. Annars er það bara á öruggum stöðum, sem Iiann vogar sér svona út nema þá helzt á nóttunni. Þeir héldu nú áfram göngunni og komu brátt að vatni einu, sem var þarna í skóg- iunm. Þar settust þeir niður og borðuðu morgunverðinn sinn. —Það var svei mér gott, að við höfðum ekki þessar stelpur með, sagði Frank og tróð upp í sig heilli pylsu. —Þær hefðu auðvitað æpt upp, hefðu þær séð greif- ingjann, og flæmt hann burtu. — Já, það var gott. Stelpur eru bara til óþæginda, sagði Venni og maulaði osta- kexið. — En heyrðu annars, við getum stytt okkur mikið leið með því að fara þvert yfir vatnið. ísinn heldur okkur ábyggilega, þótt ekki sé meira frost. Vatnið er áreiðan- lega botnfrosið ennþá. — Þetta er allt í lagi, sagði Frank. — Ef við förum gætilega, höfum við það leik- andi yfir. Þeir luku við að borða og gengu svo út á ísinn. ísinn var farinn að þiðna. Þeir voru þess vegna ekki komnir langt, þegar Venni datt skyndilega niður í. Hann barð- ist um og tók traustu taki í skörina, en hún brotnaði jafnharðan undan þunga hans. Frank hljóp óðara til og ætlaði að rétta honum hjálparhönd, en þá brast ís- inn einnig undir honum og hann fór á bólakaf. Bræðurnir busluðu nú þarna í ís- köldu og hættulegu baðinu, svo skammt frá bakkanum — og þó svo fjarri. — Hjálp, hjálp! æptu þeir, þótt þeir væru næsta vonlitlir um, að neyðaróp þeirra heyrðust, þar sem þeir voru svo langt REYKJALUNDUR 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.