Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 53

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 53
@ mmm Stjórnarfundur D.N.T.C. Helsingfors 1971 Berklavarnarsamband Norðurlandanna D. N. T. C. hélt stjórnarfund í Helsingfors í lok maímánaðar s. 1. en í sambandinu eru öll berklavarnarsambönd landanna. Samband þetta var stofnað hér á landi ár- ið 1948, og hefir haldið stjórnarfundi ann- að hvert ár til skiptis á Norðurlöndum. Um svipað leyti og þessi stjórnarfundur var haldinn en þar mættu, sem fulltrúar S.f.B.S. Árni Einarsson, framkvæmdastj. á Reykjalundi og undirritaður, átti finnska berklavarnarsambandið 30 ára afmæli. Var þing finnska sambandsins haldið um sama leyti og var afmælisbragur yfir því þingi. Var meðal annars afmælisins minnst með sérstökum hátíðarfundi, þar sem fulltrúar Norðurlandanna mættu, og fluttu finnska bróðursambandinu árnaðaróskir sambanda sinna af þessu tilefni. Á stjórnarfundinum voru mörg mál á dagskrá er varða starfsemi sambandanna og var skipzt á upplýsingum um leiðir þær, sem farnar eru í hverju landi til að vinna að því sameiginlega verkefni allra samband- anna, útrýming berklaveikinnar og aðstoð við þá, sem sjúkir hafa orðið. Hafa þessir fundir ávallt verið mjög gagn- legir og veitt margvíslegar leiðbeiningar, sem borizt hafa til samtaka hvers lands með fulltrúum þeirra er fundina hafa sótt. Getum við í S.Í.B.S. verið stolt af því, að hafa ekki eingöngu verið þiggjendur í þeim hópi heldur einnig veitendur. Eitt af aðalmálum fundarins var um tryggingamál öryrkja og kom þar í ljós, að mjög er misjafnlega að öryrkjum búið, en í öllum löndunum hafa orðið miklar breyt- ingar til batnaðar í þeim efnum. Var sam- þykkt á fundinum, að efna til sérstaks fund- ar með fulltrúum sambandanna um trygg- ingamál og aðbúnað öryrkja í hinum vmsu löndum. Mengun lofts og matar er mjög á dagskrá, sérstaklega í öllum iðnþróuðum löndum. Var það vandamál einnig á dagskrá fundar- ins, sérstaklega með tilliti til hjarta, astma og lungnasjúkdóma. Gerði fundurinn sérstaka ályktun, vegna sívaxandi mengunar loftsins, sem stafaði af síaukinni iðnvæðingu, sem einnig hefði í för með sér vaxandi streitu í stað þess að gera líf fólksins léttara. Hefur þessi þróun einkum komið fram í auknum hjarta- og lungnasjúkdómum. Var það því krafa fundarins, að samfé- lögin láti þær ráðstafanir sitja í fyrirrúmi, sem miði að því að þessi vandamál verði leyst. Iðnvæðingin má aldrei í nútíma þjóð- félagi vera hótun heilsu samborgaranna heldur á samfélagið að láta líf mannsins og velferð sitja í fyrirrúmi. Kjartan Giiðnason. REYKJALUNDUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.