Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 54

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 54
Landsfundur S.f.B.S. 1971 Landsfundur sambandsstjórnar S.Í.B.S. og fulltrúa deilda sambandsins var haldinn á Akureyri dagana 18,—19. júlí 1971. Fundinn sátu auk 7 sambandsstjórnar- manna fulltrúar 10 deilda eða 17 menn alls. Þessi mál voru tekin til umræðu: 1. Fjárhagsáætlun S.Í.B.S. fyrir árið 1971. 2. Fyrirhugaðar framkvæmdir að Reykja- lundi og samvinna við Geðverndarfélag íslands. 3. Endurhæfingarlögin og viðhorfið til samvinnu við önnur öryrkjafélög um rekstur öryrkjavinnustofa. Kjartan Guðnason varaforseti S.Í.B.S. setti fundinn föstudaginn 18. júní kl. 2, en Þórður Benediktsson forseti S.Í.B.S. gat ekki sótt fundinn vegna veikinda. Júlíus Baldvinsson skýrði fjárhagsáætl- unina og bar saman við niðurstöðutölur reikninga síðasta árs. Árni Einarsson flutti erindi um fram- kvæmdir þær, sem unnið er að á Reykja- lundi, húsbyggingar og lagfæringu staðar- ins utanhúss. Einnig ræddi hann um samn- inga við Álafosshérað og samstarf að heil- brigðismálum í héraðinu og að Reykja- lundi, en héraðslæknirinn hefur setið þar síðan árið 1966. Þá rifjaði hann upp samn- inga S.I.B.S. og Geðverndarfélags fslands frá árinu 1967 og fyrirhugaðan viðbótar- samning milli félaganna í sambandi við stækkun Reykjalundar. En að Reykjalundi standa nú yfir miklar framkvæmdir, leng- ing aðalhúss með bættri aðstöðu fyrir þjálf- unardeildina, breikkun bakálmu og ýmsar aðrar framkvæmdir til bættrar aðstöðu vegna fjölgunar vistmannaplássa, en þeim mun fjölga um 45. Eftir stækkun staðarins munu verða þar um 190 vistmenn. Oddur Ólafsson ræddi um höfuðmark- mið endurhæfingar og þýðingu endurhæf- ingar fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið, þá skýrði hann út hin nýju lög um endur- hæfingu og frá skipan og starfi Endurhæf- ingarráðs. Jónas Björnsson, Siglufirði, ræddi um nauðsyn þess að safna gögnum að sögu S.Í.B.S. með því að safna saman fundar- gerðum deilda sambandsins. Þar væri mik- inn fróðleik að finna, sérstaklega um fyrstu árin og aðdragandann að stofnun S.Í.B.S. Eftir hádegi á laugardeginum 19. júní var farið í heimsókn að Kristnesi og stað- urinn skoðaður undir leiðsögn Snorra Ól- afssonar yfirlæknis og síðan setzt að veizlu- fagnaði í boði Kristneshælis. Jórunn Ólafs- dóttir flutti fundinum ávarp og kveðjur frá Sjálfsvörn að Kristnesi. Kjartan Guðnason jrakkaði Berklavörn á Akureyri og formanni deildarinnar Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir ágæt störf við undirbún- ing fundarins og einnig þakkaði hann fyrir ágætar móttökur að Kristnesi og sleit síðan fundi. Að loknum fundi bauð Berklavörn á Ak- ureyri fundargestum til kvöldfagnaðar í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. 54 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.