Reykjalundur - 01.06.1971, Page 55

Reykjalundur - 01.06.1971, Page 55
17. þing S.Í.B.S. 17. þing S.I.B.S. var haldið að Domus Medica í Reykjavík dagana 11.—13. sept- ember 1970. Við þingsetningu mættu sem gestir m. a. forsetafrú Halldóra Ingólfsdóttir Eldjárn, Jóhann Hafstein forsætisráðherra, Eggert G. Þorsteinsson heilbrigðismálaráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen heiðursfélagi S.Í.B.S., Maríus Helgason fyrrverandi forseti S.Í.B.S., auk þess gestir frá berklavarnafélögunum á Norðurlöndum. Kjartan Guðnason varaforseti S.Í.B.S. setti þingið, en Þórður Benediktsson for- seti S.Í.B.S. ávarpaði þingheim og gesti og alveg sérstaklega Odd Ólafsson, sem ný- lega hafði látið af störfum sem yfirlæknir að Reykjalundi, en því starfi hafði hann gegnt frá stofnun Reykjalundar eða í 25 ár. Þakkaði Þórður honum allt hans mikla starf fyrir S.Í.B.S. og Reykjalund og óskaði þess að S.Í.B.S. mætti sem lengst njóta hans ágætu starfskrafta. Þá flutti Alfred Lindahl kveðjur frá DNTC, berklavarnasambandi Norðurlanda, færði Reykjalundi gjafir frá Svíum. Börge Nielsen formaður danska berklavarnasambandsins flutti kveðjur þess og gjafir, einnig flutti hann sérstakar kveðj- ur frá Urban Hansen yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar. Þingið sátu rúmlega 60 fulltrúar frá 11 deildum. Forseti þingsins var kjörin Elín Jósefsdóttir, Hafnarfirði, og varaforsetar Baldvin Jónsson, Reykjavík og Jórunn Ól- afsdóttir, Kristnesi. Ritarar voru kjörnir Skúli Jensson, Vífilsstöðum, Gunnlaug Baldvinsdóttir, Reykjavík og I.ára Thorar- ensen, Reykjavík. Oddur Ólafsson fyrrverandi yfirlæknir flntti fræðsluerindi um endurhæfingu og skýrði út hin nýju endurhæfingarlög. Þá var skipað í ýmsar starfsnefndir þings- ins og vísað til þeirra Jreim tillögum, sem borizt höfðu. Forseti S.Í.B.S. flutti skýrslu sambandsstjórnar um starfsemina s.l. 2 ár, Júlíus Baldvinsson flutti skýrslu um starf- semina að Reykjalundi, Oddur Ólafsson um Múlalund, Ólafur Jóhannesson urn Vöruhappdrættið, Jórunn Ólafsdóttir um starfsemina á vinnustofunum að Kristnesi, Björn Guðmundsson flutti skýrslu Lána- sjóðs S.Í.B.S. og Kjartan Guðnason um Hlífarsjóð og einnig um starfsemi DNTC. Að lokum flutti Oddur Ólafsson skýrslu um starfsemi Öryrkjabandalags íslands. Júlíus Baldvinsson lagði fram reikninga sam- bandsins og skýrði þá. Þá fluttu fulltrúar deildanna skýrslur um starfsemi þeirra. Laugardaginn 12. sept. var júngi fram haldið að Reykjalundi og setzt þar að kaffi- bórði og minnzt 25 ára afmælis staðarins. Maríus Helgason flutti erindi um Reykja- lund, upphaf hans og starf og er erindi hans birt á öðrum stað hér í blaðinu. Einn- ig flutti Laufey Sigurðardóttir ávarp, sem einnig er birt í blaði Jressn. REYKJALUNDUR 55

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.